Söfnun hafin á Íslandi fyrir fórnarlömb hamfara í Japan 14. mars 2011 16:06 Rauði krossinn í Japan vinnur nú á sólarhringsvöktum við að veita aðstoð fyrir fórnarlömb hamfaranna miklu sem skóku landið síðastliðin föstudag. Í tilkynningu frá Rauða krossinum hér á landi segir að opnað hafi verið fyrir söfnunarsíma í númerinu 904 1500 og bætast þá 1500 krónur við næsta símreikning við hvert símtal. Framlögin renna til hjálparstarfs Rauða krossins í Japan. „Japanski Rauði krossinn hefur áratuga reynslu af því að bregðast við hamförum sem þessum, jarðskjálftum og flóðbylgjum, jafnt innanlands sem utan," segir í tilkynningu. „Rauði krossinn hefur þjálfað tugþúsundir starfsmanna og sjálfboðaliða á liðnum árum sem hafa nú verið virkjaðir til hjálparstarfa. Sextíu og tvær neyðarsveitir japanska Rauða krossins sem skipaðar eru rúmlega 400 heilbrigðisstarfsmönnum hafa veitt aðstoð á hamfarasvæðunum frá því jarðskjálftinn reið yfir." Rauði krossinn gegnir einnig lykilhlutverki við að dreifa hjálpargögnum, veita skyndihjálp og sálrænan stuðning. „Hjálpargögn verða send frá birgðastöð Alþjóða Rauða krossins í Kuala Lumpur til Japans um leið og ljóst er hver þörfin verður á næstu dögum. Hjálpargögnin eru fullbúin á flugvellinum í Kuala Lumpur. Frekari þörf verður svo metin jafnóðum eftir því sem afleiðingar hamfaranna skýrast. Japanski Rauði krossinn hefur ekki sent út formlega neyðarbeiðni, en þiggur fjárframlög frá systurfélögum sínum í Rauðakrosshreyfingunni að svo stöddu." Auk söfnunarsímans er einnig hægt að styrkja neyðaraðstoð Rauða krossins með því að greiða inn á bankareikning 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649. Rauði krossinn hefur opnað sérstaka vefsíðu familylinks.icrc.org/eng/familylinks-japan til að aðstoða aðstandendur við að koma á tengslum sem rofnað hafa við ástvini á hamfarasvæðunum. Vefsíðan er á ensku, japönsku, kínversku, kóresku og portúgölsku. Hægt er að senda fyrirspurnir um fólk í Japan auk þess sem þeir sem þar eru staddir geta látið ættingja og vini vita af sér með Rauða kross skilaboðum á síðunni. Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Rauði krossinn í Japan vinnur nú á sólarhringsvöktum við að veita aðstoð fyrir fórnarlömb hamfaranna miklu sem skóku landið síðastliðin föstudag. Í tilkynningu frá Rauða krossinum hér á landi segir að opnað hafi verið fyrir söfnunarsíma í númerinu 904 1500 og bætast þá 1500 krónur við næsta símreikning við hvert símtal. Framlögin renna til hjálparstarfs Rauða krossins í Japan. „Japanski Rauði krossinn hefur áratuga reynslu af því að bregðast við hamförum sem þessum, jarðskjálftum og flóðbylgjum, jafnt innanlands sem utan," segir í tilkynningu. „Rauði krossinn hefur þjálfað tugþúsundir starfsmanna og sjálfboðaliða á liðnum árum sem hafa nú verið virkjaðir til hjálparstarfa. Sextíu og tvær neyðarsveitir japanska Rauða krossins sem skipaðar eru rúmlega 400 heilbrigðisstarfsmönnum hafa veitt aðstoð á hamfarasvæðunum frá því jarðskjálftinn reið yfir." Rauði krossinn gegnir einnig lykilhlutverki við að dreifa hjálpargögnum, veita skyndihjálp og sálrænan stuðning. „Hjálpargögn verða send frá birgðastöð Alþjóða Rauða krossins í Kuala Lumpur til Japans um leið og ljóst er hver þörfin verður á næstu dögum. Hjálpargögnin eru fullbúin á flugvellinum í Kuala Lumpur. Frekari þörf verður svo metin jafnóðum eftir því sem afleiðingar hamfaranna skýrast. Japanski Rauði krossinn hefur ekki sent út formlega neyðarbeiðni, en þiggur fjárframlög frá systurfélögum sínum í Rauðakrosshreyfingunni að svo stöddu." Auk söfnunarsímans er einnig hægt að styrkja neyðaraðstoð Rauða krossins með því að greiða inn á bankareikning 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649. Rauði krossinn hefur opnað sérstaka vefsíðu familylinks.icrc.org/eng/familylinks-japan til að aðstoða aðstandendur við að koma á tengslum sem rofnað hafa við ástvini á hamfarasvæðunum. Vefsíðan er á ensku, japönsku, kínversku, kóresku og portúgölsku. Hægt er að senda fyrirspurnir um fólk í Japan auk þess sem þeir sem þar eru staddir geta látið ættingja og vini vita af sér með Rauða kross skilaboðum á síðunni.
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira