Áform um risahöfn við Langanes 10. mars 2011 18:41 Sveitarfélögin á Norðausturlandi hafa kynnt áform um risahöfn á Langanesi, þá langstærstu á Íslandi, til að þjóna siglingum yfir Norðuríshafið. Á hafnarsvæðinu verður boðið upp á lóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. Það er undir Gunnólfsvíkurfjalli við innanverðan Bakkaflóa sem sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa skipulagt stórskipahöfnina. Þetta er nánar tiltekið í krikanum undir Langanesi, í Gunnólfsvík og Finnafirði, en þar er bæði mjög aðdjúpt og mikið undirlendi. Gunnólfur Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir að þessi risahöfn yrði sú langstærsta á Íslandi. Þarna er búið að teikna viðlegukanta upp á 2.500 metra og allt upp í 10 kílómetra. Spurður hvort þetta séu raunhæfar hugmyndir kveðst Gunnólfur telja að svo sé. Íshafssiglingar nálgist og þá þurfi góða höfn á Íslandi. Þarna sjá menn fyrir sér að verði umskipunarhöfn fyrir risaskip. Höfninni er einnig ætlað að þjóna gas- og olíuvinnslu. "Olíuhreinsistöð eða gasstöð. Menn eru bara að skoða alla hluti. Það er svo sem ekkert í hendi en menn eru til í allt," segir Gunnólfur. Sveitarfélögin eru byrjuð að kynna hugmyndina fyrir erlendum fjárfestum og stórveldum, og meira að segja búin að gera bækling á kínversku. "Við fengum kínverska sendiherrann og frú og aðstoðarmann þeirra hingað í heimsókn. Það var bara virkilega gaman," segir sveitarstjórinn. Hann segir ljóst að það þurfi stóra samstarfaðila ef þetta eigi að verða að veruleika. "Það er alveg sama hvaðan gott kemur. Það mega alveg vera Kínverjar, Rússar, Nojarar. Skiptir engu máli." Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira
Sveitarfélögin á Norðausturlandi hafa kynnt áform um risahöfn á Langanesi, þá langstærstu á Íslandi, til að þjóna siglingum yfir Norðuríshafið. Á hafnarsvæðinu verður boðið upp á lóðir undir olíu- og gasvinnslustöðvar. Það er undir Gunnólfsvíkurfjalli við innanverðan Bakkaflóa sem sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa skipulagt stórskipahöfnina. Þetta er nánar tiltekið í krikanum undir Langanesi, í Gunnólfsvík og Finnafirði, en þar er bæði mjög aðdjúpt og mikið undirlendi. Gunnólfur Lárusson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir að þessi risahöfn yrði sú langstærsta á Íslandi. Þarna er búið að teikna viðlegukanta upp á 2.500 metra og allt upp í 10 kílómetra. Spurður hvort þetta séu raunhæfar hugmyndir kveðst Gunnólfur telja að svo sé. Íshafssiglingar nálgist og þá þurfi góða höfn á Íslandi. Þarna sjá menn fyrir sér að verði umskipunarhöfn fyrir risaskip. Höfninni er einnig ætlað að þjóna gas- og olíuvinnslu. "Olíuhreinsistöð eða gasstöð. Menn eru bara að skoða alla hluti. Það er svo sem ekkert í hendi en menn eru til í allt," segir Gunnólfur. Sveitarfélögin eru byrjuð að kynna hugmyndina fyrir erlendum fjárfestum og stórveldum, og meira að segja búin að gera bækling á kínversku. "Við fengum kínverska sendiherrann og frú og aðstoðarmann þeirra hingað í heimsókn. Það var bara virkilega gaman," segir sveitarstjórinn. Hann segir ljóst að það þurfi stóra samstarfaðila ef þetta eigi að verða að veruleika. "Það er alveg sama hvaðan gott kemur. Það mega alveg vera Kínverjar, Rússar, Nojarar. Skiptir engu máli."
Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Sjá meira