Umfjöllun: FH vann HK í hörkuleik Stefán Árni Pálsson í Digranesinu skrifar 7. apríl 2011 22:04 Ásbjörn Friðriksson lék vel fyrir FH í kvöld. Mynd/Vilhelm FH-ingar unnu virkilega sterkan sigur gegn HK, 29-27, í sveiflukenndum leik í lokaumferð N1 deildar-karla. FH-ingar voru með frumkvæðið stóra part af leiknum og komust mest sex mörkum yfir í síðari hálfleik, en HK-ingar gefast aldrei upp. HK vann upp forskot FH og komst einu marki yfir, en FH liðið sýndi karakter og kláraði leikinn á lokasprettinum. FH mætir því Fram í undanúrslitum en HK fær Akureyri. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, átti frábæran leik og varði 15 skot þar af 3 vítaköst. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær fyrir gestina en hann skoraði 9 mörk. Daníel Berg Grétarsson var atkvæðamestur fyrir HK með 5 mörk. Það var mikil fjölskyldustemmning í Digranesinu í kvöld þegar heimamenn í HK tóku á móti FH. Bæði lið höfðu tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og því var ekki mikið undir. HK-ingar gátu með sigri komist upp fyrir Fram í þriðja sætið en þá þurftu Framarar að tapa fyrir Akureyri fyrir norðan. Það vill aftur á móti ekkert lið fara inn í úrslitakeppnina með lélegan leik á bakinu og því öruggt að leikmenn ætluðu sér að leggja allt í sölurnar. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að skora. Þegar líða tók á hálfleikinn náðu gestirnir í FH tökum á leiknum. Varnarleikur KH-inga var ekki góður og FH átti í engum vandræðum með að brjóta sig í gegn. Þegar staðan var 8-5 fyrir FH hrukku HK-ingar í gírinn og jöfnuðu leikinn 10-10. Daníel Berg Grétarsson, leikmaður HK, var að spila virkilega vel á miðjunni fyrir heimamenn. FH-ingar voru samt sem áður alltaf með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, varði virkilega vel í hálfleiknum, en hann tók 7 bolta og þar af tvö vítaköst. FH-ingar höfðu þriggja marka forskot í hálfleik 17-14. Logi Geirsson kom inn á í liði FH í byrjun seinni hálfleiks og lék í vinstra horninu, en hann lék aðeins í nokkrar mínútur. FH-ingar settu í fimmta gírinn þegar nokkrar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og komust fljótlega sex mörkum yfir 24-18. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var að eiga stórleik fyrir Fimleikafélagið. HK-ingar eru þekktir fyrir það að koma til baka og það gerður þeir í kvöld. Það tók HK ekki nema um fimm mínútur að jafna leikinn 25-25 og allt á suðurpunkti í Digranesinu. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, fór fyrir sínu liði á þessum kafla og stjórnaði leik liðsins vel. HK komst yfir í næstu sókn 26-25, en þá sögðu FH-ingar hingað og ekki lengra og eftir mikla baráttu náðu þeir að innbyrða sigur 29-27 í virkilega skemmtilegum handboltaleik. HK - FH 27-29 (14-17)Mörk HK (skot): Daníel Berg Grétarsson 6 /1 (10/2), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (10/1), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 3/1 (8/2), Atli Karl Backmann 2 (3), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (3), Hörður Másson 1 (3), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Léó Snær Pétursson 1 (1).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 12 (25/3, 32%), Andreas Örn Aðalsteinssin 3 (4 , 42%)Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Ólafur Bjarki, Bjarki Már Elísson, Sigurjón Björnsson, Léó Snær)Fiskuð víti: 4 (Atli Karl, Daníel Berg, Vilhelm og Ólafur Bjarki)Utan vallar: 2 mínúturMörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 9/3 (13/3), Benedikt Reynir Kristinsson 8 (9), Ólafur Gústafsson 3 (9), Halldór Guðjónsson 3 (3), Ólafur Guðmundsson 3 (9), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Logi Geirsson 0 (1).Varin skot: Daníel Andrésson 15/3 (26/2, 37%.), Sigurður Örn Arnarson 2 (1 , 66%.)Hraðaupphlaup: 4 (Ari, Ólafur Gústafsson, Ásbjörn og Benedikt )Fiskuð víti: 2 (Atli og Ólafur Gústafsson).Utan vallar: 6 mín Olís-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
FH-ingar unnu virkilega sterkan sigur gegn HK, 29-27, í sveiflukenndum leik í lokaumferð N1 deildar-karla. FH-ingar voru með frumkvæðið stóra part af leiknum og komust mest sex mörkum yfir í síðari hálfleik, en HK-ingar gefast aldrei upp. HK vann upp forskot FH og komst einu marki yfir, en FH liðið sýndi karakter og kláraði leikinn á lokasprettinum. FH mætir því Fram í undanúrslitum en HK fær Akureyri. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, átti frábæran leik og varði 15 skot þar af 3 vítaköst. Ásbjörn Friðriksson var einnig frábær fyrir gestina en hann skoraði 9 mörk. Daníel Berg Grétarsson var atkvæðamestur fyrir HK með 5 mörk. Það var mikil fjölskyldustemmning í Digranesinu í kvöld þegar heimamenn í HK tóku á móti FH. Bæði lið höfðu tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og því var ekki mikið undir. HK-ingar gátu með sigri komist upp fyrir Fram í þriðja sætið en þá þurftu Framarar að tapa fyrir Akureyri fyrir norðan. Það vill aftur á móti ekkert lið fara inn í úrslitakeppnina með lélegan leik á bakinu og því öruggt að leikmenn ætluðu sér að leggja allt í sölurnar. Jafnræði var með liðunum til að byrja með og skiptust þau á að skora. Þegar líða tók á hálfleikinn náðu gestirnir í FH tökum á leiknum. Varnarleikur KH-inga var ekki góður og FH átti í engum vandræðum með að brjóta sig í gegn. Þegar staðan var 8-5 fyrir FH hrukku HK-ingar í gírinn og jöfnuðu leikinn 10-10. Daníel Berg Grétarsson, leikmaður HK, var að spila virkilega vel á miðjunni fyrir heimamenn. FH-ingar voru samt sem áður alltaf með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, varði virkilega vel í hálfleiknum, en hann tók 7 bolta og þar af tvö vítaköst. FH-ingar höfðu þriggja marka forskot í hálfleik 17-14. Logi Geirsson kom inn á í liði FH í byrjun seinni hálfleiks og lék í vinstra horninu, en hann lék aðeins í nokkrar mínútur. FH-ingar settu í fimmta gírinn þegar nokkrar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og komust fljótlega sex mörkum yfir 24-18. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var að eiga stórleik fyrir Fimleikafélagið. HK-ingar eru þekktir fyrir það að koma til baka og það gerður þeir í kvöld. Það tók HK ekki nema um fimm mínútur að jafna leikinn 25-25 og allt á suðurpunkti í Digranesinu. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, fór fyrir sínu liði á þessum kafla og stjórnaði leik liðsins vel. HK komst yfir í næstu sókn 26-25, en þá sögðu FH-ingar hingað og ekki lengra og eftir mikla baráttu náðu þeir að innbyrða sigur 29-27 í virkilega skemmtilegum handboltaleik. HK - FH 27-29 (14-17)Mörk HK (skot): Daníel Berg Grétarsson 6 /1 (10/2), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (10/1), Atli Ævar Ingólfsson 5 (8), Bjarki Már Elísson 3/1 (8/2), Atli Karl Backmann 2 (3), Sigurjón Björnsson 2 (2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (3), Hörður Másson 1 (3), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Léó Snær Pétursson 1 (1).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 12 (25/3, 32%), Andreas Örn Aðalsteinssin 3 (4 , 42%)Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Ólafur Bjarki, Bjarki Már Elísson, Sigurjón Björnsson, Léó Snær)Fiskuð víti: 4 (Atli Karl, Daníel Berg, Vilhelm og Ólafur Bjarki)Utan vallar: 2 mínúturMörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 9/3 (13/3), Benedikt Reynir Kristinsson 8 (9), Ólafur Gústafsson 3 (9), Halldór Guðjónsson 3 (3), Ólafur Guðmundsson 3 (9), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Logi Geirsson 0 (1).Varin skot: Daníel Andrésson 15/3 (26/2, 37%.), Sigurður Örn Arnarson 2 (1 , 66%.)Hraðaupphlaup: 4 (Ari, Ólafur Gústafsson, Ásbjörn og Benedikt )Fiskuð víti: 2 (Atli og Ólafur Gústafsson).Utan vallar: 6 mín
Olís-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira