Button: Erfiðasta mótið í Malasíu 1. apríl 2011 11:50 Jenson Button segir að menn verði að gæta þess að verða ekki fyrir vökvatapi í mótinu í Malasíu. Mynd: Getty Images/Clive Mason Jenson Button hjá McLaren telur að Formúlu 1 mótið á Sepang brautinni í Malasíu um aðra helgi sé það erfiðasta hvað líkamleg átök varðar. Hann var sáttur við bíl sinn í mótinu í Ástralíu um síðustu helgi, en Button vann mótið í Malasíu árið 2009. „Þegar ég byrjaði í Formúlu 1, þá var mótið í Malasíu eitt af nýjustu mótunum á mótaskránni, en núna finnst mér það gamalkunnungt og skemmtilegt. Sepang brautin hefur batnað með árunum og er alltaf frábær braut og mótið hefur skapað sér sérstöðu", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren í dag. Button var í harðri keppni um sæti við Felipe Massa í síðustu keppni, en stytti sér leið um brautina í slagnum við Massa, til að lenda ekki í árekstri og fékk akstursvíti frá dómurum fyrir tiltækið. Hann brást ekki nógu fljótt við því, né McLaren að gefa sætið eftir sem hann hafði náð af Massa. Button ók í raun ólöglega framúr Massa. Eftir að hafa tekið út refsingu dómaranna, náði Button sem að skáka Massa í keppninni og varð í sjötta sæti, en Massa varð sjöundi. En Button hefur trú á McLaren bílnum eftir fyrsta mótið og líst vel á Sepang brautina. „Það þarf skilvirkan bíl á brautina, beygjurnar eru plássmiklar og refsa ef bílarnir eru ekki með gott niðurtog. Mér finnst ég hafi verið á góðum bíl í Melbourne og hlakka til að vita hvernig bíllinn verður á æfingum á brautinni", sagði Button. „Eitt af því sem skiptir mestu máli er að gæta þess að verða ekki fyrir vökvatapi. Þeir sem ekki hafa komið til Malasíu, átta sig ekki á því að þetta er eins ofn. Þetta er erfiðasta mót ársins líkamlega séð og gott líkamlegt ástand skilar sér í keppninni." „Ég vann á brautinni árið 2009 í einhverum þeim verstu aðstæðum sem ég hef nokkurn tímann upplifað í kappakstursbíl. Það var eins og að keyra gegnum á á köflum. Hvað veður sem skellur á okkur, þá hef ég trú áð við getum skilað góðum árangri á ný", sagði Button. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren telur að Formúlu 1 mótið á Sepang brautinni í Malasíu um aðra helgi sé það erfiðasta hvað líkamleg átök varðar. Hann var sáttur við bíl sinn í mótinu í Ástralíu um síðustu helgi, en Button vann mótið í Malasíu árið 2009. „Þegar ég byrjaði í Formúlu 1, þá var mótið í Malasíu eitt af nýjustu mótunum á mótaskránni, en núna finnst mér það gamalkunnungt og skemmtilegt. Sepang brautin hefur batnað með árunum og er alltaf frábær braut og mótið hefur skapað sér sérstöðu", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren í dag. Button var í harðri keppni um sæti við Felipe Massa í síðustu keppni, en stytti sér leið um brautina í slagnum við Massa, til að lenda ekki í árekstri og fékk akstursvíti frá dómurum fyrir tiltækið. Hann brást ekki nógu fljótt við því, né McLaren að gefa sætið eftir sem hann hafði náð af Massa. Button ók í raun ólöglega framúr Massa. Eftir að hafa tekið út refsingu dómaranna, náði Button sem að skáka Massa í keppninni og varð í sjötta sæti, en Massa varð sjöundi. En Button hefur trú á McLaren bílnum eftir fyrsta mótið og líst vel á Sepang brautina. „Það þarf skilvirkan bíl á brautina, beygjurnar eru plássmiklar og refsa ef bílarnir eru ekki með gott niðurtog. Mér finnst ég hafi verið á góðum bíl í Melbourne og hlakka til að vita hvernig bíllinn verður á æfingum á brautinni", sagði Button. „Eitt af því sem skiptir mestu máli er að gæta þess að verða ekki fyrir vökvatapi. Þeir sem ekki hafa komið til Malasíu, átta sig ekki á því að þetta er eins ofn. Þetta er erfiðasta mót ársins líkamlega séð og gott líkamlegt ástand skilar sér í keppninni." „Ég vann á brautinni árið 2009 í einhverum þeim verstu aðstæðum sem ég hef nokkurn tímann upplifað í kappakstursbíl. Það var eins og að keyra gegnum á á köflum. Hvað veður sem skellur á okkur, þá hef ég trú áð við getum skilað góðum árangri á ný", sagði Button.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira