Umfjöllun: HK tryggði sér oddaleik gegn Akureyri Stefán Árni Pálsson í Digranesinu skrifar 16. apríl 2011 18:22 Ólafur Bjarki átti frábæran leik fyrir HK. Mynd/Stefán HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir deildarmeistarana í Akureyri, 31-23, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deild karla, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Staðan er því 1-1 í einvígi liðanna og þurfa þau að mætast í oddaleik á Akureyri á mánudagskvöldið. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, átti virkilega góðan leik og skoraðu 7 mörk. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en heimamenn í HK voru samt sem áður alltaf skrefinu á undan. Akureyringar áttu erfitt með að stöðva sóknaraðgerðir HK-inga og því náðu þeir sjaldan að keyra í bakið á HK, en hraður leikur er einkennismerki Akureyrar. Það var greinilegt á leik HK-inga að dagsskipunin var skynsamur sóknarleikur og leikmenn liðsins leituðu oftast uppi besta færið. Staðan í hálfleik var 15-13 fyrir HK og allt gat gerst. Heimamenn voru gríðarlega ákveðnir í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram sínum leik. Akureyringar fóru að pirra sig mikið á gegni liðsins þegar leið á og það bitnaði verulega á spilamennsku liðsins. Það er skemmst frá því að segja að HK-ingar gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Akureyringa í seinni hálfleiknum og náðu mest 10 marka forystu 29-19. Það gekk ekkert upp hjá Akureyri og það var eins og þeim liði illa einum fleiri í leiknum, en HK-ingar léku oft á tíðum einstaklega vel einum færri. Lykilmenn í liði Akureyringa brugðust heldur betur í dag, en Oddur Grétarson, leikmaður Akureyrar, var nokkuð sprækur í leiknum og skoraði 7 mörk en aðrir leikmenn þurfa heldur betur að hugsa sinn gang fyrir oddaleikinn á mánudaginn. HK stóð vel í Akureyri í fyrsta leik liðanna og sýndu það greinilega í dag að þeir eru til alls líklegir. Oddaleikurinn í Höllinni á Akureyri verður án efa spennandi leikur og erfitt að spá um það hvaða lið fari í úrslitaeinvígið. HK - Akureyri 31-23 (15-13)Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 7/11, Bjarki Már Elísson 4/4, Atli Ævar Ingólfsson 4/5, Daníel Berg Grétarsson 4/8, Atli Karl Backmann 3/4, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3/4, Léo Snær Pétursson 3/3, Bjarki Már Gunnarsson 1/1, Ármann Davíð Sigurðsson 1/1, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1/1.Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 18 (23, 44%)Mörk Akureyrar: Oddur Grétarsson 7/11, Bjarni Fritzson 4/8, Guðmundur Hólmar Helgason 4/10, Heimir Örn Árnason 4/9, Daníel Einarsson 4/5.Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 (25, 29%), Stefán Guðnason 0 (6) Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir deildarmeistarana í Akureyri, 31-23, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum N1-deild karla, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Staðan er því 1-1 í einvígi liðanna og þurfa þau að mætast í oddaleik á Akureyri á mánudagskvöldið. Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, átti virkilega góðan leik og skoraðu 7 mörk. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en heimamenn í HK voru samt sem áður alltaf skrefinu á undan. Akureyringar áttu erfitt með að stöðva sóknaraðgerðir HK-inga og því náðu þeir sjaldan að keyra í bakið á HK, en hraður leikur er einkennismerki Akureyrar. Það var greinilegt á leik HK-inga að dagsskipunin var skynsamur sóknarleikur og leikmenn liðsins leituðu oftast uppi besta færið. Staðan í hálfleik var 15-13 fyrir HK og allt gat gerst. Heimamenn voru gríðarlega ákveðnir í upphafi síðari hálfleiks og héldu áfram sínum leik. Akureyringar fóru að pirra sig mikið á gegni liðsins þegar leið á og það bitnaði verulega á spilamennsku liðsins. Það er skemmst frá því að segja að HK-ingar gjörsamlega völtuðu yfir lánlausa Akureyringa í seinni hálfleiknum og náðu mest 10 marka forystu 29-19. Það gekk ekkert upp hjá Akureyri og það var eins og þeim liði illa einum fleiri í leiknum, en HK-ingar léku oft á tíðum einstaklega vel einum færri. Lykilmenn í liði Akureyringa brugðust heldur betur í dag, en Oddur Grétarson, leikmaður Akureyrar, var nokkuð sprækur í leiknum og skoraði 7 mörk en aðrir leikmenn þurfa heldur betur að hugsa sinn gang fyrir oddaleikinn á mánudaginn. HK stóð vel í Akureyri í fyrsta leik liðanna og sýndu það greinilega í dag að þeir eru til alls líklegir. Oddaleikurinn í Höllinni á Akureyri verður án efa spennandi leikur og erfitt að spá um það hvaða lið fari í úrslitaeinvígið. HK - Akureyri 31-23 (15-13)Mörk HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 7/11, Bjarki Már Elísson 4/4, Atli Ævar Ingólfsson 4/5, Daníel Berg Grétarsson 4/8, Atli Karl Backmann 3/4, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3/4, Léo Snær Pétursson 3/3, Bjarki Már Gunnarsson 1/1, Ármann Davíð Sigurðsson 1/1, Sigurjón Friðbjörn Björnsson 1/1.Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 18 (23, 44%)Mörk Akureyrar: Oddur Grétarsson 7/11, Bjarni Fritzson 4/8, Guðmundur Hólmar Helgason 4/10, Heimir Örn Árnason 4/9, Daníel Einarsson 4/5.Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 10 (25, 29%), Stefán Guðnason 0 (6)
Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira