Bak við tjöldin á Reykjavík Fashion Festival 15. apríl 2011 22:00 Fjörutíu og átta fyrirsætur frá Elite Iceland gengu á pallinum og á bak við þær var samstilltur hópur fagfólks. Gífurlegur fjöldi fólks stóð á bak við framkvæmd Reykjavík Fashion Festival, sem fór fram fyrir tveimur vikum. Alls komu um 180 manns að sýningunum í Hafnarhúsinu og gekk dagskráin sem smurð frá upphafi til enda þannig að margir gestanna veltu því fyrir sér hvaða snillingar leyndust bak við tjöldin. „Við höfðum sjúklega gott fólk með okkur í ár," segir Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Þessi þétti hópur gerði það að verkum að stemmningin baksvið var frábær eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni. „Þetta kallaði á mikið skipulag og tempó sem allur hópurinn þurfti að vera samstíga í. Plássið baksviðs niðri í Listasafni Reykjavíkur var ekki nema um 140 fermetrar þannig að það var þröng á þingi. En þetta gekk súper vel undir stjórn Þórey Evu sviðstjóra, Ellenar Loftsdóttir stílista og Tinnu Aðalbjörnsdóttir fyrirsætustjórnanda." Fyrirsæturnar sem gengu út pallinn á sýningunni voru alls fjörutíu og átta. „Það var fimmtán manna gengi frá Label M undir stjórn Baldurs Rafns Gylfasonar sem sá um hárið á þeim. Svo voru þarna tíu make up-snillingar frá Maybelline undir stjórn Andreu Helgadóttur sem sáu um förðun. Allir stóðu helgarvaktina eins og hermenn. Þarna voru bara ofurmenn og ofurkonur sem varð til þess að sýningar allra 22 fatahönnuðanna heppnuðust fullkomlega." RFF Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Gífurlegur fjöldi fólks stóð á bak við framkvæmd Reykjavík Fashion Festival, sem fór fram fyrir tveimur vikum. Alls komu um 180 manns að sýningunum í Hafnarhúsinu og gekk dagskráin sem smurð frá upphafi til enda þannig að margir gestanna veltu því fyrir sér hvaða snillingar leyndust bak við tjöldin. „Við höfðum sjúklega gott fólk með okkur í ár," segir Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Þessi þétti hópur gerði það að verkum að stemmningin baksvið var frábær eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni. „Þetta kallaði á mikið skipulag og tempó sem allur hópurinn þurfti að vera samstíga í. Plássið baksviðs niðri í Listasafni Reykjavíkur var ekki nema um 140 fermetrar þannig að það var þröng á þingi. En þetta gekk súper vel undir stjórn Þórey Evu sviðstjóra, Ellenar Loftsdóttir stílista og Tinnu Aðalbjörnsdóttir fyrirsætustjórnanda." Fyrirsæturnar sem gengu út pallinn á sýningunni voru alls fjörutíu og átta. „Það var fimmtán manna gengi frá Label M undir stjórn Baldurs Rafns Gylfasonar sem sá um hárið á þeim. Svo voru þarna tíu make up-snillingar frá Maybelline undir stjórn Andreu Helgadóttur sem sáu um förðun. Allir stóðu helgarvaktina eins og hermenn. Þarna voru bara ofurmenn og ofurkonur sem varð til þess að sýningar allra 22 fatahönnuðanna heppnuðust fullkomlega."
RFF Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp