Hættulegar fantasíur og tottkeppnir Sigga Dögg skrifar 6. maí 2011 21:00 Sæl Sigga, hvaða fantasíur teljast afbrigðilegar/hættulegar í kynlífi? Svar: Fantasíur verða í raun aðeins hættulegar þegar þær hætta að verða fantasíur í hugarheimi viðkomandi og verða gjörðir. Þannig gætu hættulegar fantasíur talist þær sem eru ólöglegar samkvæmt gildandi lögum þess lands sem viðkomandi er í hverju sinni. Þá mætti einnig líta á fantasíur sem snúa að sjálfsmeiðingum sem mögulega "hættulegar" ef þær valda einstaklingnum alvarlegum líkamsskaða og gætu leitt til dauða, eins og til dæmis erótísk köfnun. Það sem er skilgreint sem afbrigðilegt er síðan ögn flóknara þar sem það er einstaklingsbundið hvað hverjum finnst bregða út frá norminu. Þá er skilgreining á afbrigðileika einnig breytileg eftir tíðarandanum í samfélaginu. Það er fátt algilt í kynlífi og því er ekki hægt að svara þessari spurningu með upptalningu á forboðnum kynlífsathöfnum en ágætis viðmið er lagaramminn og eigin gildismat um hvað þú ert til í og hvað ekki.Sæl Sigga Dögg. Ég hef velt svolitlu fyrir mér í nokkurn tíma. Það er alltaf verið að tala um yngri kynslóðina í dag sem "klámkynslóðina" og maður hefur heyrt sögur af tottkeppnum sem fara fram í löngu frímínútunum í grunnskólum. Eiga þessar sögur sér stoð í raunveruleikanum og ef svo er, hvað er til ráða? Svar: Þegar talað er um klámkynslóðina þá er það minn skilningur að átt er við ungt fólk sem sækir sér fróðleik í klámmyndir og lítur á þær sem eins konar kynfræðslu og leiðarvísi í kynlífi. Ég persónulega hef aldrei orðið vör við tottkeppnir í grunnskólum en það getur vel verið að þær séu til þó að mig gruni að þetta sé flökkusaga. Þá veit ég heldur ekki hvort tottkeppnir séu bein afleiðing klámmynda þótt það geti vel verið. Það mikilvægasta fyrir hvern grunnskólanemanda er opin og hreinskilin umræða um kynlíf; bæði meðal vina, fjölskyldu og innan skólans. Ungt fólk er fróðleiksþyrst og það fellur í skaut okkar sem eldri erum að miðla réttum og fordómalausum upplýsingum sem byggja á staðreyndum en ekki eigin gildismati. Líkt og kynfræðsla sem kynfræðingur getur veitt er öllum spurningum svarað, óháð persónulegum skoðunum þess sem fræðir. Þá á svarið við spurningunni að ofan ágætlega við þessa spurningu líka. Lögin setja okkur ákveðinn ramma, líkt og skilyrði um samþykki beggja aðila, en utan þeirra er erfitt að flokka einhverjar tilteknar kynlífsathafnir sem beinlínis rangar. Fræðsla, fróðleikur og nóg af upplýstri umræðu er því svarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun
Sæl Sigga, hvaða fantasíur teljast afbrigðilegar/hættulegar í kynlífi? Svar: Fantasíur verða í raun aðeins hættulegar þegar þær hætta að verða fantasíur í hugarheimi viðkomandi og verða gjörðir. Þannig gætu hættulegar fantasíur talist þær sem eru ólöglegar samkvæmt gildandi lögum þess lands sem viðkomandi er í hverju sinni. Þá mætti einnig líta á fantasíur sem snúa að sjálfsmeiðingum sem mögulega "hættulegar" ef þær valda einstaklingnum alvarlegum líkamsskaða og gætu leitt til dauða, eins og til dæmis erótísk köfnun. Það sem er skilgreint sem afbrigðilegt er síðan ögn flóknara þar sem það er einstaklingsbundið hvað hverjum finnst bregða út frá norminu. Þá er skilgreining á afbrigðileika einnig breytileg eftir tíðarandanum í samfélaginu. Það er fátt algilt í kynlífi og því er ekki hægt að svara þessari spurningu með upptalningu á forboðnum kynlífsathöfnum en ágætis viðmið er lagaramminn og eigin gildismat um hvað þú ert til í og hvað ekki.Sæl Sigga Dögg. Ég hef velt svolitlu fyrir mér í nokkurn tíma. Það er alltaf verið að tala um yngri kynslóðina í dag sem "klámkynslóðina" og maður hefur heyrt sögur af tottkeppnum sem fara fram í löngu frímínútunum í grunnskólum. Eiga þessar sögur sér stoð í raunveruleikanum og ef svo er, hvað er til ráða? Svar: Þegar talað er um klámkynslóðina þá er það minn skilningur að átt er við ungt fólk sem sækir sér fróðleik í klámmyndir og lítur á þær sem eins konar kynfræðslu og leiðarvísi í kynlífi. Ég persónulega hef aldrei orðið vör við tottkeppnir í grunnskólum en það getur vel verið að þær séu til þó að mig gruni að þetta sé flökkusaga. Þá veit ég heldur ekki hvort tottkeppnir séu bein afleiðing klámmynda þótt það geti vel verið. Það mikilvægasta fyrir hvern grunnskólanemanda er opin og hreinskilin umræða um kynlíf; bæði meðal vina, fjölskyldu og innan skólans. Ungt fólk er fróðleiksþyrst og það fellur í skaut okkar sem eldri erum að miðla réttum og fordómalausum upplýsingum sem byggja á staðreyndum en ekki eigin gildismati. Líkt og kynfræðsla sem kynfræðingur getur veitt er öllum spurningum svarað, óháð persónulegum skoðunum þess sem fræðir. Þá á svarið við spurningunni að ofan ágætlega við þessa spurningu líka. Lögin setja okkur ákveðinn ramma, líkt og skilyrði um samþykki beggja aðila, en utan þeirra er erfitt að flokka einhverjar tilteknar kynlífsathafnir sem beinlínis rangar. Fræðsla, fróðleikur og nóg af upplýstri umræðu er því svarið.