Umfjöllun: Enn er líf í Akureyringum Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 1. maí 2011 16:35 Sveinbjörn var í ham í dag. Fréttablaðið/Vilhelm Akureyri vann nauman sigur á FH í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í dag. Akureyri vann leikinn 23-22 og því er staðan í einvígi liðanna um titilinn 2-1 fyrir FH. Næst er leikið á miðvikudag. Það var fín stemning í Höllinni á Akureyri í dag, mikill fjöldi lagði leið sína norður yfir heiðar úr Hafnarfirðinum og studdi lið sitt dyggilega. Akureyingar fylltu svo upp í öll laus sæti sem í boði voru. Heimir Örn Árnason, fyrirliði Akureyrar, skoraði fyrsti tvö mörk leiksins en svo var jafnt á nánast öllum tölum út hálfleikinn. FH var yfirleitt skrefinu á undan. Markmenn beggja liða voru lengi í gang, Sveinbjörn varði meira en þeir Andrés og Pálmar, en á móti kom að Akureyringar hittu ekki einu sinni á markið í nokkrum sóknum. Vörn Akureyrar var föst fyrir og það var greinilega dagsskipun að láta finna vel fyrir sér. FH-ingar héldu ró sinni og fundu glufur í vörninni sem gekk misjafnlega vel að nýta. Nafnarnir Ólafur Gústafsson og Guðmundsson skoruðu saman sjö mörk fyrir FH og Ásbjörn nýtti öll þrjú vítin sín. Heimir skoraði fjögur fyrir Akureyri og reyndi að draga liðið áfram en það munaði miku að maður eins og Guðmundur Hólmar komst ekki á blað. Staðan í hálfleik var 12-13 fyrir FH en mikið jafnræði var með liðunum í hálfleiknum. Það var ekkert skorað fyrstu fjórar mínúturnar í seinni hálfleik en svo jafnaði Akureyri í 14-14. Eftir það var jafnt þar til um miðbik hálfleiksins þegar Akureyri seig fram úr. Heimamenn náðu þriggja marka forystu, komust í 19-16 þegar tólf mínútur voru eftir. Sveinbjörn varði mjög vel á þessum kafla í marki Akureyrar. Þá skoraði FH tvö mörk í röð en Sveinbjörn gerði hvað hann gat til að halda lífi í endurkomu Akureyringa í einvíginu. Akureyri leiddi með einu marki þegar tíu mínútur voru eftir. FH jafnaði svo metin þegar rúmar sjö mínútur voru eftir og eygðu Íslandsmeistaratitilinn sem kominn var norður yfir heiðar. Þá kom Halldór Logi Árnason, sem átti góða innkomu í lið Akureyrar, heimamönnum aftur yfir. Bjarni skoraði svo úr hraðaupphlaupi og forskot Akureyrar aftur tvö mörk og nú voru fimm mínútur eftir. Vörn Akureyrar var ógnarsterk og náði boltanum á ný, Heimir kom muninum í þrjú mörk. Ásbjörn minnkaði muninn en þá voru aðeins þrjár mínútur eftir. Pálmar varði svo frá Oddi og Ólafur Guðmundsson skoraði strax fyrir FH, aðeins eins marks munur og tvær mínútur eftir. En Heimir svaraði aftur og munurinn aftur tvö mörk. Æsispennandi lokamínútur og spennan gríðarleg, enda mikið undir. Þegar rúm mínúta var eftir varði Sveinbjörn frábærlega frá Ólafi en Akureyri missti svo boltann. Ólafur Gústafsson skoraði og Akureyri fékk boltann, einu marki yfir, þegar 50 sekúndur voru eftir. Daníel brenndi af á línunni og FH fór í sókn, brotið var á þeim sjö sekúndum fyrir leikslok. Pálmar fór úr markinu og FH freistaði þess að jafna með aukamann í vesti. Sending þeirra mishepnaðist og leiktíminn rann út. Frábærum leik lauk með 23-22 sigri Akureyrar í stórskemmtilegu lokaeinvígi liðanna. Sveinbjörn Pétursson var án efa maður leiksins en næsti leikur liðanna er á miðvikudaginn.Akureyri - FH 23 - 22 (12-13)Mörk Akureyrar (skot): Heimir Örn Árnason 7 (9), Bjarni Fritzson 4 (6), Oddur Gretarsson 4/2 (9), Halldór Logi Árnason 3 (3), Daníel Einarsson 2 (2), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (2), Bergvin Gíslason 0 (2), Guðmundur Hólmar Helgason 0 (6).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24/1 (44) 55%, Stefán Guðnason 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 4 (Guðlaugur, Hreinn, Bjarni, Heimir).Fiskuð víti: 2 (Oddur 2).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 8/5 (15/6), Ólafur Guðmundsson 6 (17), Ólafur Gústafsson 5 (8), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (5), Örn Ingi Bjarkason 1 (4), Ari Þorgeirsson 0 (1), Baldvin Þorsteinsson 0 (4).Varin skot: Daníel Andrésson 5 (15) 33%), Pálmar Pétursson 7 (20) 35%Hraðaupphlaup: 3 (Ásbjörn 2, Ólafur Guðmundsson).Fiskuð víti: 6 (Örn 2, Ólafur Guðmundsson, Ólafur Gústafsson, Baldvin, Atli).Utan vallar: 2 mínútur.Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Ingvar Elíasson. Fínir. Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira
Akureyri vann nauman sigur á FH í úrslitaeinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í dag. Akureyri vann leikinn 23-22 og því er staðan í einvígi liðanna um titilinn 2-1 fyrir FH. Næst er leikið á miðvikudag. Það var fín stemning í Höllinni á Akureyri í dag, mikill fjöldi lagði leið sína norður yfir heiðar úr Hafnarfirðinum og studdi lið sitt dyggilega. Akureyingar fylltu svo upp í öll laus sæti sem í boði voru. Heimir Örn Árnason, fyrirliði Akureyrar, skoraði fyrsti tvö mörk leiksins en svo var jafnt á nánast öllum tölum út hálfleikinn. FH var yfirleitt skrefinu á undan. Markmenn beggja liða voru lengi í gang, Sveinbjörn varði meira en þeir Andrés og Pálmar, en á móti kom að Akureyringar hittu ekki einu sinni á markið í nokkrum sóknum. Vörn Akureyrar var föst fyrir og það var greinilega dagsskipun að láta finna vel fyrir sér. FH-ingar héldu ró sinni og fundu glufur í vörninni sem gekk misjafnlega vel að nýta. Nafnarnir Ólafur Gústafsson og Guðmundsson skoruðu saman sjö mörk fyrir FH og Ásbjörn nýtti öll þrjú vítin sín. Heimir skoraði fjögur fyrir Akureyri og reyndi að draga liðið áfram en það munaði miku að maður eins og Guðmundur Hólmar komst ekki á blað. Staðan í hálfleik var 12-13 fyrir FH en mikið jafnræði var með liðunum í hálfleiknum. Það var ekkert skorað fyrstu fjórar mínúturnar í seinni hálfleik en svo jafnaði Akureyri í 14-14. Eftir það var jafnt þar til um miðbik hálfleiksins þegar Akureyri seig fram úr. Heimamenn náðu þriggja marka forystu, komust í 19-16 þegar tólf mínútur voru eftir. Sveinbjörn varði mjög vel á þessum kafla í marki Akureyrar. Þá skoraði FH tvö mörk í röð en Sveinbjörn gerði hvað hann gat til að halda lífi í endurkomu Akureyringa í einvíginu. Akureyri leiddi með einu marki þegar tíu mínútur voru eftir. FH jafnaði svo metin þegar rúmar sjö mínútur voru eftir og eygðu Íslandsmeistaratitilinn sem kominn var norður yfir heiðar. Þá kom Halldór Logi Árnason, sem átti góða innkomu í lið Akureyrar, heimamönnum aftur yfir. Bjarni skoraði svo úr hraðaupphlaupi og forskot Akureyrar aftur tvö mörk og nú voru fimm mínútur eftir. Vörn Akureyrar var ógnarsterk og náði boltanum á ný, Heimir kom muninum í þrjú mörk. Ásbjörn minnkaði muninn en þá voru aðeins þrjár mínútur eftir. Pálmar varði svo frá Oddi og Ólafur Guðmundsson skoraði strax fyrir FH, aðeins eins marks munur og tvær mínútur eftir. En Heimir svaraði aftur og munurinn aftur tvö mörk. Æsispennandi lokamínútur og spennan gríðarleg, enda mikið undir. Þegar rúm mínúta var eftir varði Sveinbjörn frábærlega frá Ólafi en Akureyri missti svo boltann. Ólafur Gústafsson skoraði og Akureyri fékk boltann, einu marki yfir, þegar 50 sekúndur voru eftir. Daníel brenndi af á línunni og FH fór í sókn, brotið var á þeim sjö sekúndum fyrir leikslok. Pálmar fór úr markinu og FH freistaði þess að jafna með aukamann í vesti. Sending þeirra mishepnaðist og leiktíminn rann út. Frábærum leik lauk með 23-22 sigri Akureyrar í stórskemmtilegu lokaeinvígi liðanna. Sveinbjörn Pétursson var án efa maður leiksins en næsti leikur liðanna er á miðvikudaginn.Akureyri - FH 23 - 22 (12-13)Mörk Akureyrar (skot): Heimir Örn Árnason 7 (9), Bjarni Fritzson 4 (6), Oddur Gretarsson 4/2 (9), Halldór Logi Árnason 3 (3), Daníel Einarsson 2 (2), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Hreinn Þór Hauksson 1 (1), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (2), Bergvin Gíslason 0 (2), Guðmundur Hólmar Helgason 0 (6).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24/1 (44) 55%, Stefán Guðnason 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 4 (Guðlaugur, Hreinn, Bjarni, Heimir).Fiskuð víti: 2 (Oddur 2).Utan vallar: 8 mínútur.Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 8/5 (15/6), Ólafur Guðmundsson 6 (17), Ólafur Gústafsson 5 (8), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (5), Örn Ingi Bjarkason 1 (4), Ari Þorgeirsson 0 (1), Baldvin Þorsteinsson 0 (4).Varin skot: Daníel Andrésson 5 (15) 33%), Pálmar Pétursson 7 (20) 35%Hraðaupphlaup: 3 (Ásbjörn 2, Ólafur Guðmundsson).Fiskuð víti: 6 (Örn 2, Ólafur Guðmundsson, Ólafur Gústafsson, Baldvin, Atli).Utan vallar: 2 mínútur.Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Ingvar Elíasson. Fínir.
Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira