Grautað í pottum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. maí 2011 09:30 Efni frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til breytinga á fiskveiðistjórnunarlöggjöfinni liggur nú loksins fyrir, þótt enn hafi frumvarpið ekki verið lagt formlega fram á Alþingi. Óhætt er að fullyrða að frumvarpið staðfesti þær áhyggjur sem margir höfðu fyrirfram af því að þar væri hreint glapræði á ferðinni. Ýmis ákvæði frumvarpsins eru vissulega til bóta. Það á við um greinar, sem kveða á um sameign þjóðarinnar á auðlindinni og að kvótinn sé nýtingarréttur en ekki eignarréttur. Tvöföldun veiðigjaldsins er sömuleiðis eðlileg breyting. Þetta tvennt eru breytingar, sem einar og sér hefðu komið mjög til móts við þá megingagnrýni á fiskveiðistjórnunarkerfið að þar hafi litlum hópi verið afhent auðlind þjóðarinnar án þess að eðlilegt endurgjald kæmi fyrir. Ríkisstjórnin lætur hins vegar ekki þar við sitja. Hún vill takmarka stórlega framsal veiðiheimilda og draga þar með úr hagkvæmni kerfisins. Hún vill banna veðsetningu kvóta og torvelda sjávarútvegsfyrirtækjunum þar með að fá lánafyrirgreiðslu. Hún gerir tillögu um nýtingartíma, sem er í raun alltof stuttur til að hæfilegur stöðugleiki ríki í greininni og fyrirtækin geti ráðizt í stórar fjárfestingar og byggt upp langtímasambönd við viðskiptavini. Síðast en ekki sízt vill ríkisstjórnin færa um 15 prósent af kvótanum í svokallaða "potta" sem sjávarútvegsráðherrann á að fá að grauta í og úthluta úr í þágu alls konar annarra sjónarmiða en þeirra sem snúa að arðsemi greinarinnar, til dæmis byggðasjónarmiða. Á mannamáli þýðir þetta að taka á kvótann af útgerðunum sem veiða hann með hagkvæmustum hætti og færa hann yfir í óhagkvæmari veiðar, með tilheyrandi skaða fyrir þjóðarbúið. Með þessu er búið að galopna fyrir geðþóttaákvarðanir með gamla, íslenzka laginu þar sem fremur er sótzt eftir pólitískum vinsældum til skamms tíma en hagkvæmum rekstri til lengri tíma. Um leið er fótunum kippt undan þeirri sérstöðu íslenzks sjávarútvegs að vera rekinn sem raunveruleg undirstöðuatvinnugrein en ekki atvinnubótavinna. Tveir hagfræðingar, þeir Birgir Þór Runólfsson og Þórólfur Matthíasson, tjá sig um kvótafrumvarpið í Fréttablaðinu í gær og eru báðir mjög gagnrýnir á tillögurnar. Þórólfur telur reyndar að hækkun veiðigjaldsins sé til bóta og skynsamleg við núverandi aðstæður, en gagnrýnir pottahræringinn og takmörkun framsalsins. Birgir Þór segir flestar breytingarnar stuðla að minni hagkvæmni í greininni og skerða samkeppnishæfni íslenzks sjávarútvegs. Hinn stutti nýtingartími eyði hvata útgerðanna til að fara vel með auðlindina. Nefnd hagfræðinga á að leggja mat á hagræn áhrif tillagna ríkisstjórnarinnar og ljúka þeirri vinnu fyrir mánaðamót. Nú hljóta menn að spyrja: Hvað gerir ríkisstjórnin ef þeir hagfræðingar komast líka að þeirri niðurstöðu að breytingarnar séu efnahagslegt glapræði? Verður horfið frá þeim eða anað áfram í þeirri pólitísku blindni, sem hefur einkennt allt þetta mál? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun
Efni frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til breytinga á fiskveiðistjórnunarlöggjöfinni liggur nú loksins fyrir, þótt enn hafi frumvarpið ekki verið lagt formlega fram á Alþingi. Óhætt er að fullyrða að frumvarpið staðfesti þær áhyggjur sem margir höfðu fyrirfram af því að þar væri hreint glapræði á ferðinni. Ýmis ákvæði frumvarpsins eru vissulega til bóta. Það á við um greinar, sem kveða á um sameign þjóðarinnar á auðlindinni og að kvótinn sé nýtingarréttur en ekki eignarréttur. Tvöföldun veiðigjaldsins er sömuleiðis eðlileg breyting. Þetta tvennt eru breytingar, sem einar og sér hefðu komið mjög til móts við þá megingagnrýni á fiskveiðistjórnunarkerfið að þar hafi litlum hópi verið afhent auðlind þjóðarinnar án þess að eðlilegt endurgjald kæmi fyrir. Ríkisstjórnin lætur hins vegar ekki þar við sitja. Hún vill takmarka stórlega framsal veiðiheimilda og draga þar með úr hagkvæmni kerfisins. Hún vill banna veðsetningu kvóta og torvelda sjávarútvegsfyrirtækjunum þar með að fá lánafyrirgreiðslu. Hún gerir tillögu um nýtingartíma, sem er í raun alltof stuttur til að hæfilegur stöðugleiki ríki í greininni og fyrirtækin geti ráðizt í stórar fjárfestingar og byggt upp langtímasambönd við viðskiptavini. Síðast en ekki sízt vill ríkisstjórnin færa um 15 prósent af kvótanum í svokallaða "potta" sem sjávarútvegsráðherrann á að fá að grauta í og úthluta úr í þágu alls konar annarra sjónarmiða en þeirra sem snúa að arðsemi greinarinnar, til dæmis byggðasjónarmiða. Á mannamáli þýðir þetta að taka á kvótann af útgerðunum sem veiða hann með hagkvæmustum hætti og færa hann yfir í óhagkvæmari veiðar, með tilheyrandi skaða fyrir þjóðarbúið. Með þessu er búið að galopna fyrir geðþóttaákvarðanir með gamla, íslenzka laginu þar sem fremur er sótzt eftir pólitískum vinsældum til skamms tíma en hagkvæmum rekstri til lengri tíma. Um leið er fótunum kippt undan þeirri sérstöðu íslenzks sjávarútvegs að vera rekinn sem raunveruleg undirstöðuatvinnugrein en ekki atvinnubótavinna. Tveir hagfræðingar, þeir Birgir Þór Runólfsson og Þórólfur Matthíasson, tjá sig um kvótafrumvarpið í Fréttablaðinu í gær og eru báðir mjög gagnrýnir á tillögurnar. Þórólfur telur reyndar að hækkun veiðigjaldsins sé til bóta og skynsamleg við núverandi aðstæður, en gagnrýnir pottahræringinn og takmörkun framsalsins. Birgir Þór segir flestar breytingarnar stuðla að minni hagkvæmni í greininni og skerða samkeppnishæfni íslenzks sjávarútvegs. Hinn stutti nýtingartími eyði hvata útgerðanna til að fara vel með auðlindina. Nefnd hagfræðinga á að leggja mat á hagræn áhrif tillagna ríkisstjórnarinnar og ljúka þeirri vinnu fyrir mánaðamót. Nú hljóta menn að spyrja: Hvað gerir ríkisstjórnin ef þeir hagfræðingar komast líka að þeirri niðurstöðu að breytingarnar séu efnahagslegt glapræði? Verður horfið frá þeim eða anað áfram í þeirri pólitísku blindni, sem hefur einkennt allt þetta mál?
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun