Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Átta manns sækjast nú eftir embætti rektors Háskóla Íslands og skrifa sumir hverjir greinar hér á Vísi um áherzlur sínar og stefnumál. Hér er tillaga að nýju stefnumáli fyrir rektorsframbjóðendurna, sem hefur enn ekki verið nefnt; að Háskólinn taki upp sanngjarna samkeppnishætti við rekstur Endurmenntunar HÍ og fari að skilyrðum samkeppnislaga. Skoðun 12.2.2025 15:30
460 milljóna króna ofrukkun á viku Stóru skipafélögin hafa á undanförnum misserum notað kröfur um umhverfisvænni siglingar sem tekjulind fremur en kostnaðarlið, eins og greinarhöfundur fjallaði um í Vísisgrein í síðasta mánuði, „Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu“. Skoðun 5.2.2025 13:46
Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Borgarstjórn Reykjavíkur fjallar í dag um tillögu borgarstjórans um stórfellda hækkun gatnagerðargjalda í borginni. Hækkun gjaldsins fyrir fjölbýlishús verður 85%. Sennilegt er að afleiðingar þessarar skattahækkunar verði að verð fyrir íbúð í fjölbýlishúsi hækki að meðaltali um tvær milljónir króna. Skoðun 4.2.2025 14:30
Stjórnvöld bregðist við eggjaskorti með afnámi tolla Skortur er á eggjum frá innlendum framleiðendum og hefur innflutningur eggja snaraukizt á árinu af þeim sökum. Skoðun 18. október 2024 11:45
Glæpur án tjóns? Innherji á Vísi birti í gær langa endursögn á skýrslu, sem tveir hagfræðingar unnu fyrir Eimskip, ásamt ummælum Vilhelms Más Þorsteinssonar, forstjóra skipafélagsins. Hagfræðingarnir, þeir Birgir Þór Runólfsson og Ragnar Árnason, voru fengnir til að rýna mat ráðgjafarfyrirtækisins Analytica á tjóni af völdum samráðsbrota Eimskips og Samskipa. Skoðun 23. ágúst 2024 13:01
Havarti skal það sem sannara reynist Viðskiptaráð Íslands birti í gær góða samantekt um áhrif innflutningstolla á matvælaverð. Niðurstöðurnar sýna vel hvað lækkun eða afnám tolla gæti haft jákvæð áhrif á verðlag á matvöru. Skoðun 9. ágúst 2024 12:31
Alþingi slátrar jafnræðisreglunni Þessa dagana stendur yfir útboð á tollkvóta til að flytja inn búvörur frá Evrópusambandinu. Tollkvótar eru takmarkað magn búvara, sem flytja má inn án tolla samkvæmt samningi Íslands og ESB frá 2015. Til að fá að flytja inn tollfrjálsa vöru þurfa innflytjendur að bjóða í kvótana og greiða fyrir þá svokallað útboðsgjald. Skoðun 24. maí 2024 13:16
Farsæl hagræðing í kjötiðnaði innan ramma samkeppnislaga Stuðningsmenn nýlegra breytinga á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, virðast sumir hverjir haldnir þeim reginmisskilningi að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja hagræðingu í kjötiðnaðinum. Skoðun 18. apríl 2024 11:00
Beitir nýr matvælaráðherra sér fyrir afnámi ólaganna? VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda sendu í síðustu viku erindi til matvælaráðherra (sem þá var Katrín Jakobsdóttir) og fóru fram á að ráðherra beitti sér fyrir því að lögin um víðtæka undanþágu kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum yrðu tekin til rækilegrar skoðunar, enda væru þau skaðleg neytendum, launþegum og verslun í landinu. Skoðun 10. apríl 2024 13:00
Samkeppni í sjóflutningum – hvað gerist næst? Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samskipa síðastliðið haust og háar sektir, sem lagðar hafa verið á Samskip og Eimskip fyrir ólögmætt samráð, vöktu mikla athygli. Sama má segja um úttekt, sem Analytica vann fyrir Félag atvinnurekenda, VR og Neytendasamtökin um samfélagslegt tjón af samráðinu. Niðurstaðan var að það væri samtals 62 milljarðar króna á verðlagi síðasta árs. Skoðun 9. apríl 2024 12:31
Að vera eða vera ekki í samkeppni við sjálfa sig Ein réttlæting ríkisstjórnarmeirihlutans á Alþingi fyrir því að keyra í gegn breytingar á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, er að tollfrjáls innflutningur á kjöti hafi aukizt umtalsvert. Skoðun 27. mars 2024 10:00
Kaldar kveðjur til bænda? Ég sé að sá ágæti þingmaður, Ásmundur Friðriksson, víkur að greinarhöfundi nokkrum orðum á Facebook-síðu sinni. Ásmundur er í stjórnarmeirihlutanum í atvinnuveganefnd Alþingis, sem samdi hið nýja frumvarp um undanþágu kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum, sem undirritaður og Félag atvinnurekenda hafa eindregið gagnrýnt, en varð að lögum í vikunni. Skoðun 23. mars 2024 17:31
Taka Bændasamtökin þátt í baráttunni fyrir stöðugleika? Við undirritun kjarasamninga í desember 2022 gerðu Félag atvinnurekenda og viðsemjendur þess innan Alþýðusambands Íslands sérstaka bókun um að aðilar myndu í sameiningu óska eftir því við stjórnvöld að farið yrði í vinnu við að lækka og afnema tolla í þágu neytenda. Skoðun 13. mars 2024 09:00
Óverjandi staða á heilbrigðistæknimarkaði Greinarhöfundur skrifaði grein hér á Vísi 19. desember síðastliðinn, undir fyrirsögninni „Þögn landlæknis um stöðu Origo“. Þar var farið yfir það hvernig Embætti landlæknis hefur komið Origo hf. í þá stöðu að vera beggja megin borðsins á heilbrigðistæknimarkaðnum. Skoðun 29. febrúar 2024 11:31
Afhúðun EES-reglna – spurning um pólitíska forystu Skýrsla, sem Margrét Einarsdóttir lagaprófessor hefur unnið fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og kynnt var í morgun, sýnir svo ekki verður um villzt að svokölluð gullhúðun EES-reglna er útbreitt vandamál í stjórnkerfinu. Skoðun 25. janúar 2024 17:00
Þegar fátt er um boðleg svör Það þætti líklega stórfrétt og mikið hneyksli ef læknir á Landspítalanum fengi persónulega greitt frá lyfjafyrirtæki í hvert sinn sem hann léti spítalann kaupa ákveðið lyf. Það sama ætti við ef starfsmaður Vegagerðarinnar fengi persónulega greitt frá umboðsaðila fyrir að velja ákveðna vinnuvélategund fyrir Vegagerðina. Skoðun 12. janúar 2024 14:30
Glæpur að gera mistök – nema þú vinnir hjá Skattinum Innflytjendur grænmetis ráku upp stór augu á fyrstu vinnudögum ársins þegar þeir sáu að samkvæmt kerfum Skattsins var kominn nýr tollur á rauðrófur, 30% tollur ofan á innflutningsverðið og 136 kr. magntollur á hvert kíló að auki. Skoðun 9. janúar 2024 14:31
Getur einkaaðili samið við ríkið um að hækka skatta á keppinautum sínum? Félag atvinnurekenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi og krafizt aðildar að endurskoðun búvörusamninga hvað tollamál varðar. FA bendir á að láti ráðherra undan kröfum Bændasamtaka Íslands um að hækka tolla á innfluttum búvörum sé ráðherra að taka stjórnvaldsákvörðun sem væri íþyngjandi fyrir matvöruinnflytjendur, félagsmenn FA. Skoðun 6. desember 2023 12:31
Gott frelsisskref – svo þarf að stíga fleiri Ákvörðun Costco um að hefja sölu áfengis til einstaklinga er í takti við þróunina á íslenzkum áfengismarkaði undanfarin ár og mætir óskum og þörfum neytenda. Hún knýr jafnframt á um að stjórnvöld taki af skarið varðandi breytingar á áfengislöggjöfinni. Skoðun 14. júní 2023 17:31
Erum við svona smá? Úkraínska þjóðin berst fyrir lífi sínu og tilverurétti. Daglega berast fréttir af hörðum bardögum og mannfalli í stríðinu við Rússland, árásum Rússa á íbúðahverfi í borgum landsins og nú síðast af því að þúsundir manna hafi þurft að flýja heimili sín eftir að Rússar sprengdu stíflu í austurhluta landsins. Skoðun 6. júní 2023 15:00
Bognar Bjarni undan hagsmunaþrýstingi? Eftir sex daga, hinn 31. maí, fellur úr gildi bráðabirgðaákvæði í tollalögum, sem fellir niður tolla af öllum vörum frá Úkraínu. Ákvæðið var sett í lög í fyrravor, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem flutti frumvarp um málið. Skoðun 25. maí 2023 16:31
Verður reisn yfir stuðningi gestgjafans? Ísland verður í gestgjafahlutverki á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í mánuðinum. Þar verður aðalumræðuefnið samstaða lýðræðisríkja í Evrópu um áframhaldandi stuðning við Úkraínu í stríðinu við einræðisstjórnina í Moskvu. Skoðun 5. maí 2023 14:30
Opið bréf til ráðherra og alþingismanna Í framhaldi af umræðu um stöðu birgja við gjaldþrot fyrirtækja og lög um samningsveð. Við undirrituð skorum á háttvirt Alþingi að endurskoða 36. gr. laga um samningsveð nr. 75/1997. Skoðun 25. apríl 2023 15:31
Að kannast við klúðrið – um pitsuost og ábyrgð ráðherra Félag atvinnurekenda hefur undanfarið vakið athygli á málsmeðferð yfirvalda, einkum og sér í lagi Skattsins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í máli sem varðar tollflokkun pitsuosts sem blandaður er með jurtaolíu. Málið hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og fulltrúar FA röktu það fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sl. miðvikudag. Skoðun 22. apríl 2023 10:00