Gosóróinn lítið breyst síðastliðinn sólarhring Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 23. maí 2011 19:09 Gosórói í Grímsvötnum hefur lítið breyst síðasta sólarhringinn segir jarðeðlisfræðingur. Búast má þó áfram við umtalsverðu öskufalli næstu daga. Almannavarnir beina því til fólks að kynda vel heimili sín til að halda öskunni úti. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gosið núna vera af þeirri stærðargráðu eins og þegar gosið í Eyjafjallajökli stóð hvað hæst. Gosið nú er einungis um einn tíundi af því þegar það var mest en er þó enn öflugt. „Það gos sem kemst næst þessu hvað stærð varðar í Grímsvötnum, er gos sem varð 1873 og þá var verulegt öskufall í byggðum í fjóra daga og ég held við verðum að reikna með því að þetta sé eitthvað svipað þannig það séu einhverjir dagar eftir af umtalsverðu öskufalli en síðan er það spurning um hvert vindurinn blæs hvert askan fer," segir Magnús Tumi. Erfitt er að segja til um lengd gossins. „Það eru líkur til þess að í gosinu 1873 hafi verið eldur uppi í allt að sjö mánuði en það var ekkert öskufall að ráði nema fyrstu dagana eða fyrstu vikuna." Gosmökkurinn er nú í um 5 til 7 kílómetra hæð, Magnús Tumi segir vind úr norðri lækka mökkinn. Hæst fór mökkurinn í tæpa tuttugu kílómetra í gærmorgun. Þegar gosið í Eyjafjallajökli var í hámarki á síðasta ári var gosmökkur þess einungis í um 10 kílómetrum. Gríðarlegt öskufall hefur verið á svæðinu undir gosstöðvunum, mest á milli Eyjafjallajökuls og Kvískerja. Hins vegar hafa borist tilkynningar um öskufall um allt land. Askan barst til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær og í dag mældist svifryk í Reykjavík tæp 400 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru við 50 míkrógrömm. Hjá Almannavörnum hefur viðbúnaður áfram verið mikill í dag. Hugað var að því í morgun að opna þjóðveginn en vegna öskufalls og slæms skyggnis reyndist það ekki mögulegt og ekki vitað hvenær það verður hægt. Næstu skref eru að fylgjast áfram með eldgosinu. „Halda áfram að líta eftir fólki þarna á svæðinu, heyra í fólki, athuga hvað vantar og veita þá aðstoð sem hægt er. Það gengur hvorki hægt né hratt, aðalatriðið að við höfum ekki haft neinar fregnir af slysum af fólki en auðvitað er þetta sjokk fyrir alla sem eru á svæðinu sérstaklega og okkur hina líka," segir Hjálmar Björgvinsson stjórnandi aðgerða í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð. Hjálmar segir tilmæli til fólks vera einföld. „Hækkiði hitann í híbýlunum til þess að mynda yfirþrýsting, setjið raka klúta við glugga og hugsanlega teipa fyrir og síðan eins og hægt er að fólk verði innandyra." Helstu fréttir Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Gosórói í Grímsvötnum hefur lítið breyst síðasta sólarhringinn segir jarðeðlisfræðingur. Búast má þó áfram við umtalsverðu öskufalli næstu daga. Almannavarnir beina því til fólks að kynda vel heimili sín til að halda öskunni úti. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gosið núna vera af þeirri stærðargráðu eins og þegar gosið í Eyjafjallajökli stóð hvað hæst. Gosið nú er einungis um einn tíundi af því þegar það var mest en er þó enn öflugt. „Það gos sem kemst næst þessu hvað stærð varðar í Grímsvötnum, er gos sem varð 1873 og þá var verulegt öskufall í byggðum í fjóra daga og ég held við verðum að reikna með því að þetta sé eitthvað svipað þannig það séu einhverjir dagar eftir af umtalsverðu öskufalli en síðan er það spurning um hvert vindurinn blæs hvert askan fer," segir Magnús Tumi. Erfitt er að segja til um lengd gossins. „Það eru líkur til þess að í gosinu 1873 hafi verið eldur uppi í allt að sjö mánuði en það var ekkert öskufall að ráði nema fyrstu dagana eða fyrstu vikuna." Gosmökkurinn er nú í um 5 til 7 kílómetra hæð, Magnús Tumi segir vind úr norðri lækka mökkinn. Hæst fór mökkurinn í tæpa tuttugu kílómetra í gærmorgun. Þegar gosið í Eyjafjallajökli var í hámarki á síðasta ári var gosmökkur þess einungis í um 10 kílómetrum. Gríðarlegt öskufall hefur verið á svæðinu undir gosstöðvunum, mest á milli Eyjafjallajökuls og Kvískerja. Hins vegar hafa borist tilkynningar um öskufall um allt land. Askan barst til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær og í dag mældist svifryk í Reykjavík tæp 400 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru við 50 míkrógrömm. Hjá Almannavörnum hefur viðbúnaður áfram verið mikill í dag. Hugað var að því í morgun að opna þjóðveginn en vegna öskufalls og slæms skyggnis reyndist það ekki mögulegt og ekki vitað hvenær það verður hægt. Næstu skref eru að fylgjast áfram með eldgosinu. „Halda áfram að líta eftir fólki þarna á svæðinu, heyra í fólki, athuga hvað vantar og veita þá aðstoð sem hægt er. Það gengur hvorki hægt né hratt, aðalatriðið að við höfum ekki haft neinar fregnir af slysum af fólki en auðvitað er þetta sjokk fyrir alla sem eru á svæðinu sérstaklega og okkur hina líka," segir Hjálmar Björgvinsson stjórnandi aðgerða í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð. Hjálmar segir tilmæli til fólks vera einföld. „Hækkiði hitann í híbýlunum til þess að mynda yfirþrýsting, setjið raka klúta við glugga og hugsanlega teipa fyrir og síðan eins og hægt er að fólk verði innandyra."
Helstu fréttir Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira