Lítil hætta á hlaupi 22. maí 2011 20:01 Á annað hundrað lögreglu- og björgunarsveitarmenn að störfum á gossvæðinu. Ástand á nærliggjandi bæjum er nokkuð gott miðað við aðstæður að sögn Almannavarna. Vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands segir litla hættu vera á hlaupi í Skeiðará vegna gossins. Aðgerðum viðbragðsaðila hjá almannavörnum er stýrt frá samhæfingarstöðinni í Reykjavík en einnig frá Hvolsvelli og Höfn í Hornafirði. „Staðan er bara nokkuð góð miðað við aðstæður. Viðbragðsaðilar á svæðinu eru búnir að fara á þá þá bæi sem er hægt að komast og kanna ástand. Það virðist vera gott," segir Rögnvaldur Ólafsson, samhæfingarstöð almannavarna. Helsta áhyggjuefnið núna er öskufallið en staðan hafi í raun batnað frá því í morgun að sögn Rögnvaldar. „Það virðist vera hægt og rólega að draga úr óróanum," segir Rögnvaldur og bætir við að eldgos fylgi ekki fyrirfram ákveðinni kúrfu. Hann segir öskuna svipað hættulega og í Eyjafjallajökulsgosinu og brýnir fyrir fólki á gossvæðinu að halda sig innandyra eða vera með hlífðargleraugu og grímur ef það þarf nauðsynlega að vera utandyra. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis í dag, að kallaður yrði saman auka ríkisstjórnarfundur í fyrramálið vegna eldgossins. Þar munu ráðherrar fara yfir stöðuna og samhæfa viðbrögð stjórnvalda. Einnig verða kallaðir til jarðvísindamenn og fulltrúar frá ríkislögreglustjóra. Að mati Veðurstofunnar eru litlar líkur á hlaupi úr Grímsvötnum að svo stöddu. „Það er ekki mjög þykkur ís þarna svo það þarf ekki að bræða mikinn ís þannig að það eru ekki líkur á stóru hlaupi á næstunni," segir Gunnar Sigurðsson, vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands. Allur ís sem bráðnar safnast saman í Grímsvötnum en lítið vatn er í þeim vegna hlaups sem varð síðasta haust. Vatnið sem safnast saman flýtir hins vegar fyrir næsta hlaupi þó ekki sé von á því á næstu dögum segir Gunnar. „Það sem við sjáum á mælunum okkar þar er vatnsborðið bara niður við þjóðveg í Núpsvötnum og Gígju. Vatnsborðið þar hefur ekkert hækkað en leiðni hefur aftur á móti hækkað í Núpsvötnum. Það er sennilega vegna öskufalls," segir Gunnar. Helstu fréttir Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Á annað hundrað lögreglu- og björgunarsveitarmenn að störfum á gossvæðinu. Ástand á nærliggjandi bæjum er nokkuð gott miðað við aðstæður að sögn Almannavarna. Vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands segir litla hættu vera á hlaupi í Skeiðará vegna gossins. Aðgerðum viðbragðsaðila hjá almannavörnum er stýrt frá samhæfingarstöðinni í Reykjavík en einnig frá Hvolsvelli og Höfn í Hornafirði. „Staðan er bara nokkuð góð miðað við aðstæður. Viðbragðsaðilar á svæðinu eru búnir að fara á þá þá bæi sem er hægt að komast og kanna ástand. Það virðist vera gott," segir Rögnvaldur Ólafsson, samhæfingarstöð almannavarna. Helsta áhyggjuefnið núna er öskufallið en staðan hafi í raun batnað frá því í morgun að sögn Rögnvaldar. „Það virðist vera hægt og rólega að draga úr óróanum," segir Rögnvaldur og bætir við að eldgos fylgi ekki fyrirfram ákveðinni kúrfu. Hann segir öskuna svipað hættulega og í Eyjafjallajökulsgosinu og brýnir fyrir fólki á gossvæðinu að halda sig innandyra eða vera með hlífðargleraugu og grímur ef það þarf nauðsynlega að vera utandyra. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis í dag, að kallaður yrði saman auka ríkisstjórnarfundur í fyrramálið vegna eldgossins. Þar munu ráðherrar fara yfir stöðuna og samhæfa viðbrögð stjórnvalda. Einnig verða kallaðir til jarðvísindamenn og fulltrúar frá ríkislögreglustjóra. Að mati Veðurstofunnar eru litlar líkur á hlaupi úr Grímsvötnum að svo stöddu. „Það er ekki mjög þykkur ís þarna svo það þarf ekki að bræða mikinn ís þannig að það eru ekki líkur á stóru hlaupi á næstunni," segir Gunnar Sigurðsson, vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands. Allur ís sem bráðnar safnast saman í Grímsvötnum en lítið vatn er í þeim vegna hlaups sem varð síðasta haust. Vatnið sem safnast saman flýtir hins vegar fyrir næsta hlaupi þó ekki sé von á því á næstu dögum segir Gunnar. „Það sem við sjáum á mælunum okkar þar er vatnsborðið bara niður við þjóðveg í Núpsvötnum og Gígju. Vatnsborðið þar hefur ekkert hækkað en leiðni hefur aftur á móti hækkað í Núpsvötnum. Það er sennilega vegna öskufalls," segir Gunnar.
Helstu fréttir Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira