Lífið

Skemmdu bíl öryrkja og ældu á hann líka

Ellý Ármannsdóttir skrifar
„Ekki nóg með að það sé búið að skemma bílinn svona þá er búið að æla á hann hérna," segir Una Nikulásdóttir í meðfylgjandi myndskeiði þegar hún lýsir skemmdarverknaði sem unninn var á bíl föður hennar, Toyotu Hiace árgerð 1998, aðfaranótt mánudags við heimili hans Álfaskeið 64 Hafnarfirði.

Framrúða bílsins var brotin og hægra framljósið líka, þá eru dældir á húddi bílsins eftir grjót sem notað var við verknaðinn. Ekki nóg með það heldur var bíllinn útataður í mold og skemmdarvargarnir ældu líka á vinstri hlið bílsins eins og Una sýnir í myndskeiðinu.

Pabbi Unu er 67 ára öryrki en hann greindist með parkinson árið 2001 og því er bíllinn hans honum nauðsynlegur til að komast ferða sinna. Hann var viðstaddur þegar Una dóttir hans sýndi okkur skemmdan bílinn snemma í morgun. Maðurinn var í áfalli. Hann var niðurbrotinn vægast sagt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.