Foreldrar Sturlu færðu gjörgæsludeildinni gjöf 29. júlí 2011 16:48 Kristín Dýrfjörð og Friðrik Þór Guðmundsson, foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lét lífið eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000, hafa fært gjörgæsludeildinni í Fossvogi að gjöf sjónvarp, DVD tæki og nokkra mynddiska til minningar um hann. Við lok verslunarmannahelgar fyrir 11 árum urðu nokkur alvarleg slys þar sem fjöldi ungs fólks á leið heim af útihátíðum slasaðist og sumt af því lét lífið. Eitt þessara ungmenna var sonur þeirra, Sturla Þór Friðriksson, sem var á leið heim með vini sínum, Jóni Berki Jónssyni, í flugi frá Vestmannaeyjum. „Vikur og mánuði eftir slysið áttum við samastað á gjörgæsludeildinni í Fossvogi en samanlagt var Sturla þar í rúma þrjá mánuði. Við kynntumst því frábæra starfi og starfsfólki sem þar er. Fagmennsku þess og alúð við bæði sjúklinga og aðstandendur. Sturla Þór lést á gjörgæslunni þann 1. janúar 2001," segir í tilkynningu sem þau Kristín og Friðrik sendu frá sér. Eftir allan þann tíma sem við vorum aðstandendur á gjörgæslunni vitum við að sjúkrahúsið sér um að þar starfi fagfólk sem er fremst í sínum fræðum og að þar sé góður tækjakostur. Við vitum líka að þegar valið stendur á milli nýs tækis fyrir sjúkling eða þess að búa að aðstandendum hlýtur lækningabúnaðurinn að verða oftar fyrir valinu. Eftir fremsta megni er þó reynt að hafa aðstæður aðstandenda sem bestar. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar hafa til dæmis með sér félagsskapinn VON sem hefur það markmið að búa vel að aðstandendum gjörgæsludeildarinnar, eins og aðstandendaherbergið ber fagurt vitni um. Eitt af því sem slys og ótímabærir dauðdagar kenna okkur er að fagna hverjum áfanga, nýta tækifærið til að færa vini og ættingja sama. Skapa minningar. Í lok júní varð ég (Kristín) fimmtug og hélt upp á það. Í stað afmælisgjafa bað ég gesti um að leggja í söfnunarbauk. Í samráði við deildarstjóra gjörgæslunnar, Kristínu Gunnarsdóttur, ákváðum við að nota peningana til að kaupa sjónvarp og DVD spilara í einangrunarherbergið á gjörgæslunni. Herbergi sem við þekkjum vel, við dvöldum þar í margar vikur og í því lést Sturla okkar. Við vitum að það reynir á að sitja svo dögum og vikum skipti yfir veiku fólki og þá getur verið gott að horfa á aðra skjái en þá sem tilheyra tækjakosti hátæknisjúkrahúss. Það er ósköp lítið sem við sem einstaklingar getum gert en þetta getum við og með því heiðrum við minningu sonar, bróður, barnabarns, frænda og vinar. Flugslys í Skerjafirði 2000 Landspítalinn Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Kristín Dýrfjörð og Friðrik Þór Guðmundsson, foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lét lífið eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000, hafa fært gjörgæsludeildinni í Fossvogi að gjöf sjónvarp, DVD tæki og nokkra mynddiska til minningar um hann. Við lok verslunarmannahelgar fyrir 11 árum urðu nokkur alvarleg slys þar sem fjöldi ungs fólks á leið heim af útihátíðum slasaðist og sumt af því lét lífið. Eitt þessara ungmenna var sonur þeirra, Sturla Þór Friðriksson, sem var á leið heim með vini sínum, Jóni Berki Jónssyni, í flugi frá Vestmannaeyjum. „Vikur og mánuði eftir slysið áttum við samastað á gjörgæsludeildinni í Fossvogi en samanlagt var Sturla þar í rúma þrjá mánuði. Við kynntumst því frábæra starfi og starfsfólki sem þar er. Fagmennsku þess og alúð við bæði sjúklinga og aðstandendur. Sturla Þór lést á gjörgæslunni þann 1. janúar 2001," segir í tilkynningu sem þau Kristín og Friðrik sendu frá sér. Eftir allan þann tíma sem við vorum aðstandendur á gjörgæslunni vitum við að sjúkrahúsið sér um að þar starfi fagfólk sem er fremst í sínum fræðum og að þar sé góður tækjakostur. Við vitum líka að þegar valið stendur á milli nýs tækis fyrir sjúkling eða þess að búa að aðstandendum hlýtur lækningabúnaðurinn að verða oftar fyrir valinu. Eftir fremsta megni er þó reynt að hafa aðstæður aðstandenda sem bestar. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar hafa til dæmis með sér félagsskapinn VON sem hefur það markmið að búa vel að aðstandendum gjörgæsludeildarinnar, eins og aðstandendaherbergið ber fagurt vitni um. Eitt af því sem slys og ótímabærir dauðdagar kenna okkur er að fagna hverjum áfanga, nýta tækifærið til að færa vini og ættingja sama. Skapa minningar. Í lok júní varð ég (Kristín) fimmtug og hélt upp á það. Í stað afmælisgjafa bað ég gesti um að leggja í söfnunarbauk. Í samráði við deildarstjóra gjörgæslunnar, Kristínu Gunnarsdóttur, ákváðum við að nota peningana til að kaupa sjónvarp og DVD spilara í einangrunarherbergið á gjörgæslunni. Herbergi sem við þekkjum vel, við dvöldum þar í margar vikur og í því lést Sturla okkar. Við vitum að það reynir á að sitja svo dögum og vikum skipti yfir veiku fólki og þá getur verið gott að horfa á aðra skjái en þá sem tilheyra tækjakosti hátæknisjúkrahúss. Það er ósköp lítið sem við sem einstaklingar getum gert en þetta getum við og með því heiðrum við minningu sonar, bróður, barnabarns, frænda og vinar.
Flugslys í Skerjafirði 2000 Landspítalinn Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira