Andri Berg til FH - miklar breytingar hjá Íslandsmeisturunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2011 14:15 Andri Berg svífur í gegnum vörnina í bláklæddum búningi Framara. Mynd/Anton Handboltakappinn Andri Berg Haraldsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH. Andri er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Fimleikafélagsins á undanförnum vikum en félagið hefur einnig misst lykilmenn í atvinnumennsku. Andri Berg, sem skrifaði undir þriggja ára samning, hefur leikið með Fram undanfarin ár. Hann þekkir þó vel til í Hafnarfirði en hann lék með FH á árum áður. Hann spilaði mestmegnis í stöðu vinstri skyttu á síðustu leiktíð en þykir ennfremur fastur fyrir í vörninni. Andri Berg er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við FH á skömmum tíma. Hægri skyttan Ragnar Jóhannsson, markahæsti leikmaður N1-deildarinnar í fyrra, kom til liðsins frá Selfossi og Hjalti Þór Pálmason er kominn úr Gróttu. Þá er Daníel Hansson kominn úr Stjörnunni en hann spila í hægra horninu. Einar Andri Einarsson þjálfari Íslandsmeistaranna segist mjög ánægður með hópinn í augnablikinu. Hann reiknar með litlum breytingum á hópnum úr þessu. Óvíst sé þó hvenær Logi Geirsson verði klár í slaginn á nýjan leik eftir vélhjólaslysið sem hann lenti í á dögunum. „Hann var búinn að æfa frábærlega í sumar og kominn í líkamlegt stand eins og var þegar hann var upp á sitt besta. Búinn að leggja sig fram við að laga öxlina. Þetta er leiðinlegt bakslag fyrir hann,“ sagði Einar Andri. FH-ingar hafa misst máttarstólpa úr Íslandsmeistaraliði sínu undanfarnar vikur. Ásbjörn Friðriksson, Ólafur Guðmundsson og Sigurgeir Árni Ægisson eru farnir í atvinnumennsku. Þá er hornamaðurinn Benedikt Reynir Kristinsson farinn í Gróttu og markvörðurinn Sigurður Ólafsson í Val. Olís-deild karla Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Handboltakappinn Andri Berg Haraldsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH. Andri er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Fimleikafélagsins á undanförnum vikum en félagið hefur einnig misst lykilmenn í atvinnumennsku. Andri Berg, sem skrifaði undir þriggja ára samning, hefur leikið með Fram undanfarin ár. Hann þekkir þó vel til í Hafnarfirði en hann lék með FH á árum áður. Hann spilaði mestmegnis í stöðu vinstri skyttu á síðustu leiktíð en þykir ennfremur fastur fyrir í vörninni. Andri Berg er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við FH á skömmum tíma. Hægri skyttan Ragnar Jóhannsson, markahæsti leikmaður N1-deildarinnar í fyrra, kom til liðsins frá Selfossi og Hjalti Þór Pálmason er kominn úr Gróttu. Þá er Daníel Hansson kominn úr Stjörnunni en hann spila í hægra horninu. Einar Andri Einarsson þjálfari Íslandsmeistaranna segist mjög ánægður með hópinn í augnablikinu. Hann reiknar með litlum breytingum á hópnum úr þessu. Óvíst sé þó hvenær Logi Geirsson verði klár í slaginn á nýjan leik eftir vélhjólaslysið sem hann lenti í á dögunum. „Hann var búinn að æfa frábærlega í sumar og kominn í líkamlegt stand eins og var þegar hann var upp á sitt besta. Búinn að leggja sig fram við að laga öxlina. Þetta er leiðinlegt bakslag fyrir hann,“ sagði Einar Andri. FH-ingar hafa misst máttarstólpa úr Íslandsmeistaraliði sínu undanfarnar vikur. Ásbjörn Friðriksson, Ólafur Guðmundsson og Sigurgeir Árni Ægisson eru farnir í atvinnumennsku. Þá er hornamaðurinn Benedikt Reynir Kristinsson farinn í Gróttu og markvörðurinn Sigurður Ólafsson í Val.
Olís-deild karla Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn