Horner: Vettel hungraður í sigur 15. ágúst 2011 14:20 Sebastian Vettel á Red Bull er með bestan árangur í mótum ársins í Formúlu 1. Hann hefur þó ekki unnið þrjú síðustu mót. Mynd: Getty Images/Lars Baron/Red Bull Racing Christian Horner hjá Red Bull segir að þrátt fyrir að Sebastian Vettel sé með gott stigaforskot í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, þá stefni hann á sigur í hverri keppni sem hann tekur þátt í. Vettel er 85 stigum á undan Mark Webber, liðsfélaga sínum hjá Red Bull. Formúlu 1 ökumenn eru í sumarfríi þessa dagana, en næst verður keppt um aðra helgi á Spa brautinni í Belgíu. „Hann er aðdáunarverður þegar það er álag á honum og kemur mér sífellt á óvart þegar álagið er mikið", sagði Horner um Vettel í frétt á autosport.com. Vettel hefur náð stigum í öllum 11 mótum ársins á árinu og lakasti árangur hans er fjórða sæti í þýska kappakstrinum í liðnum mánuði, en annars hefur hann ætið komist á verðlaunapall í mótum. „Hann (Vettel) varð fjórði í Þýskalandi, en ef skoðaður er árangur keppinauta hans, þá hefur þeim gengið mun verr þegar verst gekk. Hann hefur náð sex sigrum, tvisvar verið öðru sæti og svo fjórða. Það er ekki slæmt og hann hefur getað unnið þrjú mót til viðbótar." „Hann (Vettel) tapaði í síðasta hring í Kanada og tapaði í Kína í lokin og á Silverstone var hann í forystu þar til tjakkur bilaði (í þjónustuhléi). Eina mótið sem hann leiddi ekki var á Nürburgring og það er í sjálfu sér merkileg tölfræði. Vettel hefur verið spurður á því reglulega á mótshelgum hvort hann ætli að slaka á klónni í ljósi stigaforystunnar, en hann getur landað titlinum þó hann nái bara þriðja sæti í þeim átta mótum sem eftir eru. En Vettel vill stefna á toppárangur í hverri keppni. „Þannig mætir hann í hverja keppni. Hann verður að sækja. Hann er hungraður í sigur", sagði Horner um málið. „Hann er nógu skynsamur til að vita að þegar hann getur ekki unnið, þá þarf hann að ná í stig. En markmið hans er að vinna öll mót sem hann tekur þátt í", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Christian Horner hjá Red Bull segir að þrátt fyrir að Sebastian Vettel sé með gott stigaforskot í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, þá stefni hann á sigur í hverri keppni sem hann tekur þátt í. Vettel er 85 stigum á undan Mark Webber, liðsfélaga sínum hjá Red Bull. Formúlu 1 ökumenn eru í sumarfríi þessa dagana, en næst verður keppt um aðra helgi á Spa brautinni í Belgíu. „Hann er aðdáunarverður þegar það er álag á honum og kemur mér sífellt á óvart þegar álagið er mikið", sagði Horner um Vettel í frétt á autosport.com. Vettel hefur náð stigum í öllum 11 mótum ársins á árinu og lakasti árangur hans er fjórða sæti í þýska kappakstrinum í liðnum mánuði, en annars hefur hann ætið komist á verðlaunapall í mótum. „Hann (Vettel) varð fjórði í Þýskalandi, en ef skoðaður er árangur keppinauta hans, þá hefur þeim gengið mun verr þegar verst gekk. Hann hefur náð sex sigrum, tvisvar verið öðru sæti og svo fjórða. Það er ekki slæmt og hann hefur getað unnið þrjú mót til viðbótar." „Hann (Vettel) tapaði í síðasta hring í Kanada og tapaði í Kína í lokin og á Silverstone var hann í forystu þar til tjakkur bilaði (í þjónustuhléi). Eina mótið sem hann leiddi ekki var á Nürburgring og það er í sjálfu sér merkileg tölfræði. Vettel hefur verið spurður á því reglulega á mótshelgum hvort hann ætli að slaka á klónni í ljósi stigaforystunnar, en hann getur landað titlinum þó hann nái bara þriðja sæti í þeim átta mótum sem eftir eru. En Vettel vill stefna á toppárangur í hverri keppni. „Þannig mætir hann í hverja keppni. Hann verður að sækja. Hann er hungraður í sigur", sagði Horner um málið. „Hann er nógu skynsamur til að vita að þegar hann getur ekki unnið, þá þarf hann að ná í stig. En markmið hans er að vinna öll mót sem hann tekur þátt í", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira