Getafe hvetur stuðningsmenn sína til þess að gerast sæðisgjafar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2011 23:30 Spænska efstu deildar félagið Getafe fer heldur óhefðbundna leið í því að auglýsa ársmiða fyrir komandi tímabili. Félagið hefur látið framleiða auglýsingu þar sem stuðningsmenn félagsins eru hvattir til þess að gerast sæðisgjafar í þeim tilgangi að fjölga stuðningsmönnum félagsins. Myndbandið gæti farið fyrir brjóstið á einhverjum og er fólk því hvatt til þess að lesa lýsingu myndbandsins áður en horft er á það. Auglýsingin, sem skiljanlega er á spænsku, hefst á því að stuðningsmaður stendur á tómum leikvangi félagsins. Texti birtist á skjánum. „Við eigum við vandamál að stríða: Við erum of fáir." Í framhaldinu segir rödd okkur að það sé til lausn á vandamálinu og í sömu andrá beinir myndavélin sjónum sínum að klofi stuðningsmannsins. Í næstu senu er stuðningsmaðurinn mættur á læknastofu tilbúin að leggja sitt af mörkum og gefa sæði. Honum er rétt lítið plastílát auk klámmyndar sem ber heitið: „Kynæsandi uppvakningar Getafe". Klámmyndin sýnir ungar konur í herbergi þakið veggspjöldum til heiðurs Getafe ásamt fánum og treflum. Konurnar neyta drykkjar sem breytir þeim í uppvakninga með kynlíf á heilanum. Hugmyndin er sú að myndbandið sé svo erótískt að sæðisgjafinn eiga ekki í vandræðum með að leggja sitt af mörkum. Í næstu senu sjáum við konu á spítala með nýfætt barn sitt í fanginu. Ný kynslóð stuðningsmanna Getafe að fæðast. Þvínæst sjáum við sæðisfrumu á leið inn í egg undir orðunum: „Því fleiri því betra." Myndbandinu lýkur með upplýsingum um að myndbandið sé fáanlegt á næstu heilsugæslustöð. José Antonio Cuétara, yfirmaður markaðsdeildar Getafe, segir myndina vissulega umdeilda en engu að síður góða. Félagið selur árlega um 9 þúsund ársmiða en þurfi að selja fleiri. Getafe er minnsta Madridar-liðið í La Liga, efstu deild Spánar. Real Madrid og Atletico Madrid selja til samanburðar 85 þúsund og 42 þúsund ársmiða. Angel Torres, leikstjóri myndarinnar, segir myndina ekki eiga að höfða til sérstaks hóps almennings. Aðeins til þeirra sem hafi góðan húmor. Spænski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Spænska efstu deildar félagið Getafe fer heldur óhefðbundna leið í því að auglýsa ársmiða fyrir komandi tímabili. Félagið hefur látið framleiða auglýsingu þar sem stuðningsmenn félagsins eru hvattir til þess að gerast sæðisgjafar í þeim tilgangi að fjölga stuðningsmönnum félagsins. Myndbandið gæti farið fyrir brjóstið á einhverjum og er fólk því hvatt til þess að lesa lýsingu myndbandsins áður en horft er á það. Auglýsingin, sem skiljanlega er á spænsku, hefst á því að stuðningsmaður stendur á tómum leikvangi félagsins. Texti birtist á skjánum. „Við eigum við vandamál að stríða: Við erum of fáir." Í framhaldinu segir rödd okkur að það sé til lausn á vandamálinu og í sömu andrá beinir myndavélin sjónum sínum að klofi stuðningsmannsins. Í næstu senu er stuðningsmaðurinn mættur á læknastofu tilbúin að leggja sitt af mörkum og gefa sæði. Honum er rétt lítið plastílát auk klámmyndar sem ber heitið: „Kynæsandi uppvakningar Getafe". Klámmyndin sýnir ungar konur í herbergi þakið veggspjöldum til heiðurs Getafe ásamt fánum og treflum. Konurnar neyta drykkjar sem breytir þeim í uppvakninga með kynlíf á heilanum. Hugmyndin er sú að myndbandið sé svo erótískt að sæðisgjafinn eiga ekki í vandræðum með að leggja sitt af mörkum. Í næstu senu sjáum við konu á spítala með nýfætt barn sitt í fanginu. Ný kynslóð stuðningsmanna Getafe að fæðast. Þvínæst sjáum við sæðisfrumu á leið inn í egg undir orðunum: „Því fleiri því betra." Myndbandinu lýkur með upplýsingum um að myndbandið sé fáanlegt á næstu heilsugæslustöð. José Antonio Cuétara, yfirmaður markaðsdeildar Getafe, segir myndina vissulega umdeilda en engu að síður góða. Félagið selur árlega um 9 þúsund ársmiða en þurfi að selja fleiri. Getafe er minnsta Madridar-liðið í La Liga, efstu deild Spánar. Real Madrid og Atletico Madrid selja til samanburðar 85 þúsund og 42 þúsund ársmiða. Angel Torres, leikstjóri myndarinnar, segir myndina ekki eiga að höfða til sérstaks hóps almennings. Aðeins til þeirra sem hafi góðan húmor.
Spænski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira