Alonso fagnar tímamótum hjá Schumacher 25. ágúst 2011 16:12 Fernando Alonso, ökumaður Ferrari notaði frítíma sinn á Spáni með fjölskyldu og vinum. Mynd: Ferrari Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari keppir með liði sínu á Spa brautinni í Belgíu um helgina, en um helgina fagnar Michael Schumacher því að hann byrjaði að keppa í Formúlu 1 fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumacher vann flesta af sínum sjö meistaratitlum með Ferrari. Alonso ekur nú með Felipe Massa hjá liðinu sem áður var liðsfélagi Schumacher um skeið. Alonso var í fríi eins og aðrir Formúlu 1 ökumenn í ágúst og varði tímanum með fjölskyldu og vinum. Hann ritaði á vefsíðu Ferrari að hann hefði m.a. farið í hjólreiðaferð um heimasvæði sitt Asturias á Spáni. Alonso segir að Ferrari sé ekki búið að gefast upp á titilbaráttunni, en Sebastian Vettel og Red Bull eru með gott forskot í stigamótunum tveimur, fyrir ökumenn og bílasmiði. „Við reynum alltaf að vinna hvert mót, eins og ég hef sagt um nokkurt skeið. Við skoðum tölurnar í lokin. Ég hef rætt nokkrum sinnum við Stefano (Domenicali framkvæmdarstjóra Ferrari) og hann er hvetjandi. Ég kann við þess háttar hugarfar sem er mér líkt. Það verður mikilvægt að skila hagstæðum úrslitum, en liðið hefur lagt mikið á sig að komast í baráttuna, eftir erfiða byrjun. Starfsmenn okkar og áhangendur eiga það skilið", ritar Alonso á ferrari.com. Alonso minntist sérstaklega á tímamót hjá Schumacher þessa mótshelgina á Spa. Schumacher byrjaði í Formúlu 1 með Jordan árið 1991, en hætti að keppa í þrjú ár og byrjaði svo aftur með Mercedes í fyrra og er með samning við liðið á næsta ári. „Það er mjög sérstök helgi framundan fyrir einn ökumann, sem hefur spilað hlutverk í sögu Formúlu 1 og hjá Ferrari sérstaklega. Það er Michael Schumacher. Það er ekki mitt að segja að hann sé sá besti allra tíma. Tölurnar tala sínu máli, sjö meistaratitlar, 91 sigur. Það er ótrúlegur árangur. Ég met Schumacher mikils og finnst heiður að hafa keppt á sama tíma", skrifar Alonso og bætir við. „Þegar ég kom til Maranello (bækistöð Ferrari) þá gerði ég mér enn betur grein fyrir hve náin hann er Ferrari. Ég veit ekki hvort ég verð enn að í Formúlu 1 árið 2021. Það er erfitt að segja, en vera Schumacher þennan tíma segir hve markverður ferill hans hefur verið. Ég vil nota tækifærið og senda hinum bestu óskir á þessum tímamótum: 20 ár er undravert afrek." Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso hjá Ferrari keppir með liði sínu á Spa brautinni í Belgíu um helgina, en um helgina fagnar Michael Schumacher því að hann byrjaði að keppa í Formúlu 1 fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumacher vann flesta af sínum sjö meistaratitlum með Ferrari. Alonso ekur nú með Felipe Massa hjá liðinu sem áður var liðsfélagi Schumacher um skeið. Alonso var í fríi eins og aðrir Formúlu 1 ökumenn í ágúst og varði tímanum með fjölskyldu og vinum. Hann ritaði á vefsíðu Ferrari að hann hefði m.a. farið í hjólreiðaferð um heimasvæði sitt Asturias á Spáni. Alonso segir að Ferrari sé ekki búið að gefast upp á titilbaráttunni, en Sebastian Vettel og Red Bull eru með gott forskot í stigamótunum tveimur, fyrir ökumenn og bílasmiði. „Við reynum alltaf að vinna hvert mót, eins og ég hef sagt um nokkurt skeið. Við skoðum tölurnar í lokin. Ég hef rætt nokkrum sinnum við Stefano (Domenicali framkvæmdarstjóra Ferrari) og hann er hvetjandi. Ég kann við þess háttar hugarfar sem er mér líkt. Það verður mikilvægt að skila hagstæðum úrslitum, en liðið hefur lagt mikið á sig að komast í baráttuna, eftir erfiða byrjun. Starfsmenn okkar og áhangendur eiga það skilið", ritar Alonso á ferrari.com. Alonso minntist sérstaklega á tímamót hjá Schumacher þessa mótshelgina á Spa. Schumacher byrjaði í Formúlu 1 með Jordan árið 1991, en hætti að keppa í þrjú ár og byrjaði svo aftur með Mercedes í fyrra og er með samning við liðið á næsta ári. „Það er mjög sérstök helgi framundan fyrir einn ökumann, sem hefur spilað hlutverk í sögu Formúlu 1 og hjá Ferrari sérstaklega. Það er Michael Schumacher. Það er ekki mitt að segja að hann sé sá besti allra tíma. Tölurnar tala sínu máli, sjö meistaratitlar, 91 sigur. Það er ótrúlegur árangur. Ég met Schumacher mikils og finnst heiður að hafa keppt á sama tíma", skrifar Alonso og bætir við. „Þegar ég kom til Maranello (bækistöð Ferrari) þá gerði ég mér enn betur grein fyrir hve náin hann er Ferrari. Ég veit ekki hvort ég verð enn að í Formúlu 1 árið 2021. Það er erfitt að segja, en vera Schumacher þennan tíma segir hve markverður ferill hans hefur verið. Ég vil nota tækifærið og senda hinum bestu óskir á þessum tímamótum: 20 ár er undravert afrek."
Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira