Sjaldan jafn auðvelt hjá Djokovic - Nadal þurfti að hafa fyrir hlutunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2011 13:30 Djokovic slær bakhönd í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, er kominn í 2. umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Það tók Djokovic aðeins 44 mínútur að leggja Írann Conor Niland að velli í nótt en sá síðarnefndi þurfti að gefa leikinn vegna veikinda þegar staðan var 6-0, 5-1 Serbanum í vil. Djokovic er eflaust feginn hversu lítið hann þurfti að beita sér í sínum fyrsta leik. Serbinn þurfti að gefa úrslitaleik sinn gegn Andy Murray á Cincinnati-mótinu fyrir skömmu vegna meiðsla á öxl. Öxlin virtist þó í toppstandi gegn Niland í gær þær 44 mínútur sem leikurinn varði. Spánverjinn Rafael Nadal, sem á titil að verja, lagði Andrey Golubev frá Kasakstan í þremur settum; 6-3, 7-6 og 7-5. Eins og tölurnar gefa til kynna þurfti Nadal, næstefstur á heimslistanum, að hafa fyrir hlutunum. Úrslitin í fyrstu umferð mótsins hafa flest verið eftir bókinni bæði í karla- og kvennaflokki. Caroline Wozniacki vann öruggan sigur á Nuriu Llagostera Vives frá Spáni 6-3 og 6-1. Daninn, sem vermir efsta sæti heimslistans, hefur enn ekki unnið sigur á risamóti í íþróttinni. Serena Williams, sem röðuð er númer 28 í mótið enda nýkominn á völlinn eftir langa fjarveru vegna meiðsla, vann sannfærandi sigur gegn Serbanum Bojönu Jovanovski 6-1 og 6-1. Li Na frá Kína, sigurvegari á Opna franska meistaramótinu fyrr á árinu, datt úr leik eftir 6-2, 7-5 tap gegn Simonu Halep frá Rúmeníu. Úrslitin eru þau óvæntustu á mótinu til þessa. „Tilfinningin er hrikaleg. Tvö ár í röð hef ég dottið út í fyrstu umferð á mótinu,“ sagði Na við fjölmiðla. Erlendar Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, er kominn í 2. umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Það tók Djokovic aðeins 44 mínútur að leggja Írann Conor Niland að velli í nótt en sá síðarnefndi þurfti að gefa leikinn vegna veikinda þegar staðan var 6-0, 5-1 Serbanum í vil. Djokovic er eflaust feginn hversu lítið hann þurfti að beita sér í sínum fyrsta leik. Serbinn þurfti að gefa úrslitaleik sinn gegn Andy Murray á Cincinnati-mótinu fyrir skömmu vegna meiðsla á öxl. Öxlin virtist þó í toppstandi gegn Niland í gær þær 44 mínútur sem leikurinn varði. Spánverjinn Rafael Nadal, sem á titil að verja, lagði Andrey Golubev frá Kasakstan í þremur settum; 6-3, 7-6 og 7-5. Eins og tölurnar gefa til kynna þurfti Nadal, næstefstur á heimslistanum, að hafa fyrir hlutunum. Úrslitin í fyrstu umferð mótsins hafa flest verið eftir bókinni bæði í karla- og kvennaflokki. Caroline Wozniacki vann öruggan sigur á Nuriu Llagostera Vives frá Spáni 6-3 og 6-1. Daninn, sem vermir efsta sæti heimslistans, hefur enn ekki unnið sigur á risamóti í íþróttinni. Serena Williams, sem röðuð er númer 28 í mótið enda nýkominn á völlinn eftir langa fjarveru vegna meiðsla, vann sannfærandi sigur gegn Serbanum Bojönu Jovanovski 6-1 og 6-1. Li Na frá Kína, sigurvegari á Opna franska meistaramótinu fyrr á árinu, datt úr leik eftir 6-2, 7-5 tap gegn Simonu Halep frá Rúmeníu. Úrslitin eru þau óvæntustu á mótinu til þessa. „Tilfinningin er hrikaleg. Tvö ár í röð hef ég dottið út í fyrstu umferð á mótinu,“ sagði Na við fjölmiðla.
Erlendar Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira