Sigurður Ragnar: Það er enginn ómissandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2011 14:45 Edda Garðarsdóttir er meidd og verður ekki með. Mynd/Valli Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hélt í dag blaðamannafund þar sem að hann fór yfir leikmannahópinn sem hann valdi fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Það vekur athygli að Edda Garðarsdóttir er ekki í hópnum en hún er með rifinn liðþófa í hné. Hún hefur þegar farið í speglun og verður vonandi búin að ná sér fyrir Október-leikina okkar á móti Norður-Írum og Ungverjum," útskýrði Sigurður Ragnar á fundinum. „Edda hefur verið lykilmaður hjá okkur og kjölfestan á miðjunni. Hún hefur líka tekið föstu leikatriðin okkar og hefur lagt upp mikið af mörkum eftir aukaspyrnur og hornspyrnur. Við þurfum að finna nýja lausn á því en það er enginn ómissandi en það verður örugglega einhver góður miðjumaður við hliðina á Söru," sagði Sigurður Ragnar. „Rakel Hönnudóttir sem hefur verið í okkar hópi líka er meidd. Hún er með beinmar á ökkla. Þetta eru einu forföllin sem eru vegna meiðsla en aðrar eru klárar í slaginn," sagði Sigurður Ragnar. „Það vekur kannski líka athygli að það er nýliði í hópnum þó svo að hún sé ekki beinn nýliði. Laufey Ólafsdóttir hefur spilað 23 landsleiki er að koma inn í landsliðið í fyrsta sinn síðan 2006. Hún hefur verið að spila mjög vel með Val í sumar og ég held að hún eigi fullt erindi í þennan hóp," sagði Sigurður Ragnar en Laufey hefur aldrei spilað fyrir hann áður. „Okkur hefur gengið mjög vel á þessu ári og við spiluðum úrslitaleik á Algarve og unnum þrjár sterkar þjóðir þar. Við byrjuðum þessa undankeppni vel með því að vinna Búlgaríu 6-0. Nú reyna verulega á liðið í tveimur erfiðum leikjum á móti Noregi og Belgíu," sagði Sigurður og hann biðlað til íslensku þjóðarinnar að fjölmenna á leikinn. „Vonandi fáum við góðan stuðning í þessum leikjum. Þetta eru mjög sterkir andstæðingar. Noregur er ein af fáum þjóðum sem hefur orðið Heimsmeistarar, Evrópumeistarar og Ólympíumeistarar. Þær eru í tíunda sæti á heimslistanum. Við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarin ár og það hafa verið jafnir og skemmtilegir leikir," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Ég held að góður stuðningur hér gæti hjálpað okkur að klára þær. Belgía hefur líka verið að ná góðum úrslitum því þær unnu Rússland á dögunum en Rússland var í síðustu lokakeppni EM. Í maí unnu þær líka Suður-Kóreu sem er fyrir ofan okkur á heimslistanum. Ég á von á tveimur mjög erfiðum leikjum," sagði Sigurður Ragnar en hann vill ekki stilla Noregsleiknum upp sem úrslitaleik. „Þetta er mjög mikilvægur leikur en ég held að við séum í riðli núna sem er mikið jafnari og erfiðari en við höfum áður verið í. Ég vil ekki beint tala um úrslitaleik því þetta er annar leikurinn okkar í mótinu en við þurfum að halda vel á spöðunum. Við stefnum á að vinna riðilinn og þá þurfum við að vinna alla þessa leiki. Ég á ekki von á því að Noregur misstígi sig mikið," sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hélt í dag blaðamannafund þar sem að hann fór yfir leikmannahópinn sem hann valdi fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Það vekur athygli að Edda Garðarsdóttir er ekki í hópnum en hún er með rifinn liðþófa í hné. Hún hefur þegar farið í speglun og verður vonandi búin að ná sér fyrir Október-leikina okkar á móti Norður-Írum og Ungverjum," útskýrði Sigurður Ragnar á fundinum. „Edda hefur verið lykilmaður hjá okkur og kjölfestan á miðjunni. Hún hefur líka tekið föstu leikatriðin okkar og hefur lagt upp mikið af mörkum eftir aukaspyrnur og hornspyrnur. Við þurfum að finna nýja lausn á því en það er enginn ómissandi en það verður örugglega einhver góður miðjumaður við hliðina á Söru," sagði Sigurður Ragnar. „Rakel Hönnudóttir sem hefur verið í okkar hópi líka er meidd. Hún er með beinmar á ökkla. Þetta eru einu forföllin sem eru vegna meiðsla en aðrar eru klárar í slaginn," sagði Sigurður Ragnar. „Það vekur kannski líka athygli að það er nýliði í hópnum þó svo að hún sé ekki beinn nýliði. Laufey Ólafsdóttir hefur spilað 23 landsleiki er að koma inn í landsliðið í fyrsta sinn síðan 2006. Hún hefur verið að spila mjög vel með Val í sumar og ég held að hún eigi fullt erindi í þennan hóp," sagði Sigurður Ragnar en Laufey hefur aldrei spilað fyrir hann áður. „Okkur hefur gengið mjög vel á þessu ári og við spiluðum úrslitaleik á Algarve og unnum þrjár sterkar þjóðir þar. Við byrjuðum þessa undankeppni vel með því að vinna Búlgaríu 6-0. Nú reyna verulega á liðið í tveimur erfiðum leikjum á móti Noregi og Belgíu," sagði Sigurður og hann biðlað til íslensku þjóðarinnar að fjölmenna á leikinn. „Vonandi fáum við góðan stuðning í þessum leikjum. Þetta eru mjög sterkir andstæðingar. Noregur er ein af fáum þjóðum sem hefur orðið Heimsmeistarar, Evrópumeistarar og Ólympíumeistarar. Þær eru í tíunda sæti á heimslistanum. Við höfum mætt þeim nokkrum sinnum undanfarin ár og það hafa verið jafnir og skemmtilegir leikir," sagði Sigurður Ragnar og bætti við: „Ég held að góður stuðningur hér gæti hjálpað okkur að klára þær. Belgía hefur líka verið að ná góðum úrslitum því þær unnu Rússland á dögunum en Rússland var í síðustu lokakeppni EM. Í maí unnu þær líka Suður-Kóreu sem er fyrir ofan okkur á heimslistanum. Ég á von á tveimur mjög erfiðum leikjum," sagði Sigurður Ragnar en hann vill ekki stilla Noregsleiknum upp sem úrslitaleik. „Þetta er mjög mikilvægur leikur en ég held að við séum í riðli núna sem er mikið jafnari og erfiðari en við höfum áður verið í. Ég vil ekki beint tala um úrslitaleik því þetta er annar leikurinn okkar í mótinu en við þurfum að halda vel á spöðunum. Við stefnum á að vinna riðilinn og þá þurfum við að vinna alla þessa leiki. Ég á ekki von á því að Noregur misstígi sig mikið," sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti