Framarar unnu á Hlíðarenda og eru áfram með fullt hús Elvar Geir Magnússon skrifar 13. október 2011 21:06 Mynd/Valli Framarar eru með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir fjórar umferðir en í kvöld unnu þeir sterkan útsigur á Val á Hlíðarenda 21-20. Í upphafi seinni hálfleiks hélt blaðamaður að þessi leikur myndi ekki bjóða upp á neina spennu en sú varð ekki raunin. Þetta var langþráður sigur Framliðsins í Vodafonehöllinni en Fram var búið að tapa öllum átta leikjum sínum í húsinu frá því í lok ársins 2007. Jafnræði var með liðunum í byrjun og báðir markverðir að finna sig ágætlega. Sóknarleikur Vals var þó ekki upp á marga fiska og var borinn uppi af Antoni Rúnarssyni sem setti fimm mörk snemma. Fram sótti vítin grimmt og komst í 8-5 þar sem helmingur marka liðsins kom af vítalínunni. Með því að skora fjögur mörk í röð náðu Framarar ákveðnu forskoti og nýttu sér hversu hugmyndasnauðir heimamenn voru í sóknaraðgerðum sínum. Safamýrarpiltar voru með fjögurra stiga forystu í hálfleik og var ekkert sem benti til þess að þeir myndu hleypa heimamönnum nálægt sér. Valsmenn héldu þó áfram, spiluðu öfluga vörn og náðu að minnka muninn í aðeins tvö mörk þegar um tíu mínútur voru eftir svo vonin lifði. Áhorfendur á bandi Vals lifnuðu heldur betur til lífsins þegar Sturla Ásgeirsson minnkaði muninn í 19-20 þegar það voru rúmar fimm eftir. Í kjölfarið varði Hlynur Morthens svo vítakast. Spennan í lokin var mikil og Valsmenn fengu tækifæri til að jafna sem þeir nýttu ekki og Fram vann langþráðan sigur í spennandi leik á Hlíðarenda.Valur - Fram 20-21 (10-14)Mörk Vals (skot): Anton Rúnarsson 7 (12), Sturla Ásgeirsson 5/2 (9/2), Gunnar Harðarson 2 (2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (4), Aron Sveinsson 1 (1), Valdimar Fannar Þórsson 1 (6), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Atli Már Báruson 1 (1), Sigfúr Sigurðsson 0 (1), Magnús Einarsson 0 (6).Varin skot: Hlynur Morthens 21/1Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Sturla. Anton, Gunnar)Fiskuð víti: 2 (Finnur Ingi, Orri)Utan vallar: 4 mínúturMörk Fram (skot): Jóhann Gunnar Einarsson 5 (8), Róbert Aron Hostert 4 (7), Einar Rafn Eiðsson 4/4 (6/5), Ingimundur Ingimundarson 3 (4), Jóhann Karl Reynisson 2 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (2), Sigurður Eggertsson 2 (5), Matthías Bernhöj Daðason 0 (1), Sigfús Páll Sigfússon 0 (2), Stefán Stefánsson 0 (2).Varin skot: Magnús Erlendsson 18Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Ingimundur 2)Fiskuð víti: 5 (Ægir 3, Jóhann, Stefán)Utan vallar: 2 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Framarar eru með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir fjórar umferðir en í kvöld unnu þeir sterkan útsigur á Val á Hlíðarenda 21-20. Í upphafi seinni hálfleiks hélt blaðamaður að þessi leikur myndi ekki bjóða upp á neina spennu en sú varð ekki raunin. Þetta var langþráður sigur Framliðsins í Vodafonehöllinni en Fram var búið að tapa öllum átta leikjum sínum í húsinu frá því í lok ársins 2007. Jafnræði var með liðunum í byrjun og báðir markverðir að finna sig ágætlega. Sóknarleikur Vals var þó ekki upp á marga fiska og var borinn uppi af Antoni Rúnarssyni sem setti fimm mörk snemma. Fram sótti vítin grimmt og komst í 8-5 þar sem helmingur marka liðsins kom af vítalínunni. Með því að skora fjögur mörk í röð náðu Framarar ákveðnu forskoti og nýttu sér hversu hugmyndasnauðir heimamenn voru í sóknaraðgerðum sínum. Safamýrarpiltar voru með fjögurra stiga forystu í hálfleik og var ekkert sem benti til þess að þeir myndu hleypa heimamönnum nálægt sér. Valsmenn héldu þó áfram, spiluðu öfluga vörn og náðu að minnka muninn í aðeins tvö mörk þegar um tíu mínútur voru eftir svo vonin lifði. Áhorfendur á bandi Vals lifnuðu heldur betur til lífsins þegar Sturla Ásgeirsson minnkaði muninn í 19-20 þegar það voru rúmar fimm eftir. Í kjölfarið varði Hlynur Morthens svo vítakast. Spennan í lokin var mikil og Valsmenn fengu tækifæri til að jafna sem þeir nýttu ekki og Fram vann langþráðan sigur í spennandi leik á Hlíðarenda.Valur - Fram 20-21 (10-14)Mörk Vals (skot): Anton Rúnarsson 7 (12), Sturla Ásgeirsson 5/2 (9/2), Gunnar Harðarson 2 (2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (4), Aron Sveinsson 1 (1), Valdimar Fannar Þórsson 1 (6), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Atli Már Báruson 1 (1), Sigfúr Sigurðsson 0 (1), Magnús Einarsson 0 (6).Varin skot: Hlynur Morthens 21/1Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Sturla. Anton, Gunnar)Fiskuð víti: 2 (Finnur Ingi, Orri)Utan vallar: 4 mínúturMörk Fram (skot): Jóhann Gunnar Einarsson 5 (8), Róbert Aron Hostert 4 (7), Einar Rafn Eiðsson 4/4 (6/5), Ingimundur Ingimundarson 3 (4), Jóhann Karl Reynisson 2 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (2), Sigurður Eggertsson 2 (5), Matthías Bernhöj Daðason 0 (1), Sigfús Páll Sigfússon 0 (2), Stefán Stefánsson 0 (2).Varin skot: Magnús Erlendsson 18Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Ingimundur 2)Fiskuð víti: 5 (Ægir 3, Jóhann, Stefán)Utan vallar: 2 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira