Spurning um trúverðugleika Ólafur Stephensen skrifar 20. október 2011 11:11 Í umræðum um ráðningu nýs forstjóra Bankasýslu ríkisins hefur Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, sem var ráðinn til starfans, mátt þola alls konar ómaklega gagnrýni. Páll hefur ekki gert neitt rangt; hann sótti bara um starf og var ráðinn. Ekki verður séð að pólitísk tengsl eða klíkuskapur hafi ráðið neinu um niðurstöðuna. Ráðningin er þó gagnrýni verð en sú gagnrýni á að beinast að öðrum. Það liggur nokkurn veginn í augum uppi að sá sem stjórn Bankasýslunnar réði til starfans er ekki réttur maður í starfið. Þar skiptir tvennt mestu máli. Annars vegar verður ekki séð að hann uppfylli skilyrði laganna um Bankasýsluna, um að forstjórinn eigi að hafa „sérþekkingu á banka- og fjármálum". Nám hans snýr ekki að þeirri starfsemi og ekki starfsreynslan heldur nema að mjög takmörkuðu leyti. Í starfi aðstoðarmanns viðskiptaráðherra verður ekki til sérþekking á bankaheiminum. Þetta atriði skiptir máli. Eins og Jón Steinsson hagfræðingur bendir á í grein í Fréttablaðinu í gær verða þeir sem hafa eftirlit með fjármálageiranum að búa yfir þeirri reynslu og þekkingu að þeir séu jafnokar þeirra sem starfa í geiranum. Upp á það vantaði fyrir hrun og afleiðingarnar eru þekktar. Hins vegar eru það tengsl Páls við einkavæðingu ríkisbankanna á sínum tíma (hann var aðstoðarmaður viðskiptaráðherra þegar hún fór fram) sem gera það að verkum að stjórn Bankasýslunnar hefði ekki átt að taka þá ákvörðun sem hún tók. Í ljósi þess sem síðan hefur fram komið; óyggjandi vísbendinga um óeðlileg pólitísk afskipti af einkavæðingarferlinu og hörmulegra örlaga hinna einkavæddu banka; átti ekki að velja til starfans neinn sem tengdist pólitíkinni í kringum söluferlið á sínum tíma. Þá skiptir í raun engu máli hvort Páll gerði nokkuð rangt í því ferli. Þetta er spurning um trúverðugleika stofnunar, sem mun á næstunni hefja undirbúning að sölu á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Að sumu leyti var stjórn Bankasýslunnar ekki öfundsverð af hlutskipti sínu við ráðningu forstjóra. Tiltölulega fáir sóttu um embættið, eða níu. Þar af reyndust tveir augljóslega ekki uppfylla hæfisskilyrði og þrír drógu umsóknina til baka, væntanlega vegna þess að þeir vildu ekki að nöfn þeirra yrðu birt en sú regla fælir margt hæft fólk frá því að sækja um störf á vegum hins opinbera. Stjórnin hafði því ekki úr mörgum hæfum umsækjendum að velja. Hugsanlega skýrist það af því hvað það var augljóst þegar Elín Jónsdóttir, fráfarandi forstjóri Bankasýslunnar, lét af störfum að hún var afar óánægð með að fjármálaráðherra hefði hvorki látið henni í té starfsfólk né fjárveitingar til að standa almennilega að undirbúningi sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Engin breyting hefur orðið á þeim aðbúnaði Bankasýslunnar. Ekkert af þessu boðar gott um framhaldið. Það þarf að vanda mjög til þess þegar eignarhlutir ríkisins í bönkum og sparisjóðum verða seldir og koma í veg fyrir að mistök fortíðarinnar verði endurtekin. Trúverðugleiki er lykilatriði - en honum er ekki fyrir að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Í umræðum um ráðningu nýs forstjóra Bankasýslu ríkisins hefur Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, sem var ráðinn til starfans, mátt þola alls konar ómaklega gagnrýni. Páll hefur ekki gert neitt rangt; hann sótti bara um starf og var ráðinn. Ekki verður séð að pólitísk tengsl eða klíkuskapur hafi ráðið neinu um niðurstöðuna. Ráðningin er þó gagnrýni verð en sú gagnrýni á að beinast að öðrum. Það liggur nokkurn veginn í augum uppi að sá sem stjórn Bankasýslunnar réði til starfans er ekki réttur maður í starfið. Þar skiptir tvennt mestu máli. Annars vegar verður ekki séð að hann uppfylli skilyrði laganna um Bankasýsluna, um að forstjórinn eigi að hafa „sérþekkingu á banka- og fjármálum". Nám hans snýr ekki að þeirri starfsemi og ekki starfsreynslan heldur nema að mjög takmörkuðu leyti. Í starfi aðstoðarmanns viðskiptaráðherra verður ekki til sérþekking á bankaheiminum. Þetta atriði skiptir máli. Eins og Jón Steinsson hagfræðingur bendir á í grein í Fréttablaðinu í gær verða þeir sem hafa eftirlit með fjármálageiranum að búa yfir þeirri reynslu og þekkingu að þeir séu jafnokar þeirra sem starfa í geiranum. Upp á það vantaði fyrir hrun og afleiðingarnar eru þekktar. Hins vegar eru það tengsl Páls við einkavæðingu ríkisbankanna á sínum tíma (hann var aðstoðarmaður viðskiptaráðherra þegar hún fór fram) sem gera það að verkum að stjórn Bankasýslunnar hefði ekki átt að taka þá ákvörðun sem hún tók. Í ljósi þess sem síðan hefur fram komið; óyggjandi vísbendinga um óeðlileg pólitísk afskipti af einkavæðingarferlinu og hörmulegra örlaga hinna einkavæddu banka; átti ekki að velja til starfans neinn sem tengdist pólitíkinni í kringum söluferlið á sínum tíma. Þá skiptir í raun engu máli hvort Páll gerði nokkuð rangt í því ferli. Þetta er spurning um trúverðugleika stofnunar, sem mun á næstunni hefja undirbúning að sölu á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Að sumu leyti var stjórn Bankasýslunnar ekki öfundsverð af hlutskipti sínu við ráðningu forstjóra. Tiltölulega fáir sóttu um embættið, eða níu. Þar af reyndust tveir augljóslega ekki uppfylla hæfisskilyrði og þrír drógu umsóknina til baka, væntanlega vegna þess að þeir vildu ekki að nöfn þeirra yrðu birt en sú regla fælir margt hæft fólk frá því að sækja um störf á vegum hins opinbera. Stjórnin hafði því ekki úr mörgum hæfum umsækjendum að velja. Hugsanlega skýrist það af því hvað það var augljóst þegar Elín Jónsdóttir, fráfarandi forstjóri Bankasýslunnar, lét af störfum að hún var afar óánægð með að fjármálaráðherra hefði hvorki látið henni í té starfsfólk né fjárveitingar til að standa almennilega að undirbúningi sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Engin breyting hefur orðið á þeim aðbúnaði Bankasýslunnar. Ekkert af þessu boðar gott um framhaldið. Það þarf að vanda mjög til þess þegar eignarhlutir ríkisins í bönkum og sparisjóðum verða seldir og koma í veg fyrir að mistök fortíðarinnar verði endurtekin. Trúverðugleiki er lykilatriði - en honum er ekki fyrir að fara.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun