Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Gyðja Collection frumsýndi íslenska fylgihlutalínu undir nafninu Meyja by Gyðja.
Fylgihlutalínan, sem er framleidd sérstaklega fyrir verslanir Hagkaups, var formlega kynnt til leiks á laugardaginn með glæsilegri tískusýningu sem haldin var fyrir utan Hagkaup í Kringlunni.
Fegurðardrottningar frumsýndu línuna við mikinn fögnuð viðstaddra. Það voru þær Íris Björk Jóhannesdóttir, Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, Jóhanna Vala Jónsdóttir og Svanhildur Björk Hermannsdóttir.
Gydja.is
Íslensk fylgihlutalína frumsýnd
