Real vann Valencia í hörkuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2011 00:01 Nordic Photos / Getty Images Real Madrid er aftur með þriggja stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn fór fram í Valencia en með sigri heimamanna, sem eru í þriðja sæti deildarinnar, hefði aðeins eitt stig skilið að efstu þrjú lið deildarinnar - Real, Barcelona og Valencia. En Madrídingar létu ekki segjast og hafa nú þriggja stiga forystu á Barcelona og átta stiga forystu á Valencia í þrijða sætinu. Karim Benzema kom Real Madrid yfir á 20. mínútu leiksins með afar laglegu marki. Xabi Alonso átti sendingu inn fyrir vörn heimamanna og skoraði Benzema með föstu viðstöðulausu skoti eftir að hafa lagt boltann fyrir sig. Þannig stóðu leikar næstu 52 mínúturnar og með ólíkindum að enginn leikmaður hafi fengið að líta rauða spjaldið, sérstaklega í upphafi síðari hálfleiks þegar sauð nokkrum sinnum upp úr á milli leikmanna. Einn þeirra sem hafði sig hvað mest frammi, varnarmaðurinn Sergio Ramos, sá svo um að skora næsta mark Real í leiknum en það gerði hann með skalla efti hornspyrnu Mesut Özil á 72. mínútu. Roberto Soldado, fyrrum leikmaður Real, hélt þó spennu í leiknum er hann skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok mark. Boltinn datt fyrir hann í teig gestanna og skoraði hann með föstu skoti í markhornið fjær. En þá var komið að Cristiano Ronaldo sem náði að vinna boltann af markverðinum Diego Alves í návígi eftir skógarhlaup þess síðarnefnda. Ronaldo skoraði fram hjá varnarmanni úr þröngu færi eftir að hafa skilið Alves eftir. Þó létu heimamenn ekki segjast og Soldado náði að skora aftur, í þetta sinn sjö mínútum fyrir leikslok. Pablo Hernandez gerði vel þegar hann náði til boltans við endalínuna og gaf fyrir markið þar sem Soldado náði að skora af stuttu færi. Real Madrid, sem hafði aðeins fengið á sig eitt deildarmark á útivelli á tímabilinu fyrir leikinn í kvöld, náði þó að halda forystunni til leiksloka. Það stóð þó mjög tæpt því á lokamínútu venjulegst leiktíma náði Soldado að koma knettinum í netið en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Valencia fékk svo tvær hornspyrnur á fimmtu mínútur uppbótartímans en eftir þá fyrri náði Iker Casillas að verja eftir skalla af stuttu færi. Heimamenn vildu einnig fá dæmda vítaspyrnu á Marcelo fyrir að handleika knöttinn en endursýningar í sjónvarpi gáfu til kynna að boltinn hafi ekki farið í hönd hans. Leikmenn Valencia voru engu að síður frá sér af bræði og mótmæltu kröftuglega í leikslok. Allt kom fyrir ekki og Real fagnaði góðum sigri. Spænski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Real Madrid er aftur með þriggja stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn fór fram í Valencia en með sigri heimamanna, sem eru í þriðja sæti deildarinnar, hefði aðeins eitt stig skilið að efstu þrjú lið deildarinnar - Real, Barcelona og Valencia. En Madrídingar létu ekki segjast og hafa nú þriggja stiga forystu á Barcelona og átta stiga forystu á Valencia í þrijða sætinu. Karim Benzema kom Real Madrid yfir á 20. mínútu leiksins með afar laglegu marki. Xabi Alonso átti sendingu inn fyrir vörn heimamanna og skoraði Benzema með föstu viðstöðulausu skoti eftir að hafa lagt boltann fyrir sig. Þannig stóðu leikar næstu 52 mínúturnar og með ólíkindum að enginn leikmaður hafi fengið að líta rauða spjaldið, sérstaklega í upphafi síðari hálfleiks þegar sauð nokkrum sinnum upp úr á milli leikmanna. Einn þeirra sem hafði sig hvað mest frammi, varnarmaðurinn Sergio Ramos, sá svo um að skora næsta mark Real í leiknum en það gerði hann með skalla efti hornspyrnu Mesut Özil á 72. mínútu. Roberto Soldado, fyrrum leikmaður Real, hélt þó spennu í leiknum er hann skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok mark. Boltinn datt fyrir hann í teig gestanna og skoraði hann með föstu skoti í markhornið fjær. En þá var komið að Cristiano Ronaldo sem náði að vinna boltann af markverðinum Diego Alves í návígi eftir skógarhlaup þess síðarnefnda. Ronaldo skoraði fram hjá varnarmanni úr þröngu færi eftir að hafa skilið Alves eftir. Þó létu heimamenn ekki segjast og Soldado náði að skora aftur, í þetta sinn sjö mínútum fyrir leikslok. Pablo Hernandez gerði vel þegar hann náði til boltans við endalínuna og gaf fyrir markið þar sem Soldado náði að skora af stuttu færi. Real Madrid, sem hafði aðeins fengið á sig eitt deildarmark á útivelli á tímabilinu fyrir leikinn í kvöld, náði þó að halda forystunni til leiksloka. Það stóð þó mjög tæpt því á lokamínútu venjulegst leiktíma náði Soldado að koma knettinum í netið en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Valencia fékk svo tvær hornspyrnur á fimmtu mínútur uppbótartímans en eftir þá fyrri náði Iker Casillas að verja eftir skalla af stuttu færi. Heimamenn vildu einnig fá dæmda vítaspyrnu á Marcelo fyrir að handleika knöttinn en endursýningar í sjónvarpi gáfu til kynna að boltinn hafi ekki farið í hönd hans. Leikmenn Valencia voru engu að síður frá sér af bræði og mótmæltu kröftuglega í leikslok. Allt kom fyrir ekki og Real fagnaði góðum sigri.
Spænski boltinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira