Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 16-21 Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 19. desember 2011 15:42 Haukar unnu slaginn um Hafnarfjörðinn í kvöld, 21-16. Leikurinn var hræðilega spilaður lengstum en Haukar áttu ótrúlegan lokasprett sem skilaði þeim sigrinum. Fyrri hálfleikur var hreint ótrúlega illa leikinn af beggja hálfu. Varnarleikur liðanna ágætur en sóknarleikurinn skammarlega lélegur. Liðin misstu bæði boltann hvað eftir annað á ævintýralega klaufalegan hátt. Ólafur Gústafsson var eini maðurinn sem spilaði sóknarleik og Daníel Freyr varði frábærlega. Þrátt fyrir það leiddi FH aðeins með einu marki í leikhléi. 8-7 sem eru ótrúlegar tölur í nútímahandbolta. FH-ingar höfðu tökin framan af síðari hálfleik og náðu í tvígang þriggja marka forskoti. Síðast 13-10. Þá snérist leikurinn algjörlega. Aron Rafn lokaði markinu, Gylfi datt í stuð í sókninni og Haukar tóku öll völd. Jöfnuðu leikinn og sigu svo fram úr. FH-ingar stóðu ráðalausir hjá á meðan nágrannar þeirra hreinlega keyrðu yfir þá síðustu tíu mínútur leiksins. FH kastaði boltanum hvað eftir annað frá sér og Haukar refsuðu. Þeir unnu lokakaflann 11-3 og unnu sætan fimm marka sigur. Haukarnir fara þar með inn í jólafríið með fimm stiga forskot á toppnum. Það er eitthvað sem fáir áttu von á. Heimir: Það verða rauð jól í Hafnafirði í ár„Þetta eru alltaf langskemmtilegustu sigrarnir og frábært að fá hann svona rétt fyrir jól," sagði Heimir Óli Heimsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Það verða rauð jól í Hafnafirði í ár sem eru frábærar fréttir. Það er alltaf frábært að vinna hérna í Kaplakrika en þeir fá mikið hrós fyrir flotta umgjörð. Þessir leikir eru frábærir fyrir áhorfendur því það fyllast alltaf húsin." „Við keyrðum bara hrikalega hratt í bakið á þeim í seinni hálfleik og skoruðum flest okkar mörk með því." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Heimi hér að ofan. Örn Ingi: Vorum hálf ráðþrota í sókninni„Við vissum að þetta yrði jafnt og þétt allan leikinn en við ætluðum okkur að sýna miklu meiri karakter en þetta," sagði Örn Ingi Bjarkason, eftir tapið í kvöld. „Sóknarleikurinn varð okkur að falli í kvöld það er nokkuð ljóst. Við eigum að vera orðnir vanir þessari pressu, þetta er fjórða árið okkar í röð í efstu deild og það er enginn afsökun". „Við vorum allt of staðir í sókninni og í raun hálf ráðþrota. Menn vissu í raun sjaldan hvað þeir áttu að gera næst". „Við verðum heldur betur að nýta fríið til að bæta okkar leik og koma sterkari til baka". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örn með því að ýta hér.Heimir Óli í leiknum í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Sjá meira
Haukar unnu slaginn um Hafnarfjörðinn í kvöld, 21-16. Leikurinn var hræðilega spilaður lengstum en Haukar áttu ótrúlegan lokasprett sem skilaði þeim sigrinum. Fyrri hálfleikur var hreint ótrúlega illa leikinn af beggja hálfu. Varnarleikur liðanna ágætur en sóknarleikurinn skammarlega lélegur. Liðin misstu bæði boltann hvað eftir annað á ævintýralega klaufalegan hátt. Ólafur Gústafsson var eini maðurinn sem spilaði sóknarleik og Daníel Freyr varði frábærlega. Þrátt fyrir það leiddi FH aðeins með einu marki í leikhléi. 8-7 sem eru ótrúlegar tölur í nútímahandbolta. FH-ingar höfðu tökin framan af síðari hálfleik og náðu í tvígang þriggja marka forskoti. Síðast 13-10. Þá snérist leikurinn algjörlega. Aron Rafn lokaði markinu, Gylfi datt í stuð í sókninni og Haukar tóku öll völd. Jöfnuðu leikinn og sigu svo fram úr. FH-ingar stóðu ráðalausir hjá á meðan nágrannar þeirra hreinlega keyrðu yfir þá síðustu tíu mínútur leiksins. FH kastaði boltanum hvað eftir annað frá sér og Haukar refsuðu. Þeir unnu lokakaflann 11-3 og unnu sætan fimm marka sigur. Haukarnir fara þar með inn í jólafríið með fimm stiga forskot á toppnum. Það er eitthvað sem fáir áttu von á. Heimir: Það verða rauð jól í Hafnafirði í ár„Þetta eru alltaf langskemmtilegustu sigrarnir og frábært að fá hann svona rétt fyrir jól," sagði Heimir Óli Heimsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Það verða rauð jól í Hafnafirði í ár sem eru frábærar fréttir. Það er alltaf frábært að vinna hérna í Kaplakrika en þeir fá mikið hrós fyrir flotta umgjörð. Þessir leikir eru frábærir fyrir áhorfendur því það fyllast alltaf húsin." „Við keyrðum bara hrikalega hratt í bakið á þeim í seinni hálfleik og skoruðum flest okkar mörk með því." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Heimi hér að ofan. Örn Ingi: Vorum hálf ráðþrota í sókninni„Við vissum að þetta yrði jafnt og þétt allan leikinn en við ætluðum okkur að sýna miklu meiri karakter en þetta," sagði Örn Ingi Bjarkason, eftir tapið í kvöld. „Sóknarleikurinn varð okkur að falli í kvöld það er nokkuð ljóst. Við eigum að vera orðnir vanir þessari pressu, þetta er fjórða árið okkar í röð í efstu deild og það er enginn afsökun". „Við vorum allt of staðir í sókninni og í raun hálf ráðþrota. Menn vissu í raun sjaldan hvað þeir áttu að gera næst". „Við verðum heldur betur að nýta fríið til að bæta okkar leik og koma sterkari til baka". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örn með því að ýta hér.Heimir Óli í leiknum í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Sjá meira