Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 26-20 Kristinn Páll Teitsson í DB Schenkenhalle skrifar 15. desember 2011 11:17 Gylfi Gylfason. Mynd/Stefán Klaufalegur sóknarleikur varð Aftureldingu að falli í 26-20 tapi þeirra gegn Haukum í N1-deild karla í kvöld. Hlutskipti þessara liða hafa verið mismunandi, Haukar eru efstir í deildinni eftir 11 leiki og eiga stórleik til góða við FH. Afturelding situr hinsvegar í sjöunda sæti og eru að berjast um að komast upp úr umspilssætunum um sæti í deildinni. Afturelding skoraði fyrsta mark leiksins en næstu 18 mínútur skelltu heimamenn með Aron Rafn Eðvarsson, markmann Hauka fremstann í flokki í lás og náðu gestirnir aðeins að skora eitt mark. Eftir það voru þeir alltaf að elta Hauka í þessum leik. Haukar tók örugga forystu inn í hálfleik þar sem staðan var 13-8. Gestirnir komu þó ákveðnari inn í seinni hálfleik og var seinni hálfleikur jafn fram að lokamínútunum þegar Afturelding byrjaði að saxa á forskot heimamanna. Þá tók Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka leikhlé og messaði yfir sínum mönnum sem stigu þá upp og kláruðu leikinn örugglega með sex marka mun. Gylfi Gylfason var atkvæðamestur í liði heimamanna með 8 mörk og einnig átti Heimir Óli Heimisson góðann leik á línunni með 6 mörk. Í liði gestanna var Hilmir Stefánsson markahæstur með 8 mörk og næstur kom Böðvar Páll Ásgeirsson með 6. Hilmar: Sóknin er sífelldur hausverkurMynd/Anton„Við byrjuðum allt of illa og misstum þá allt of langt fram okkur. Það tekur svo gríðarlega á að elta allann tímann og allt okkar púður fór í það," sagði Hilmar Stefánsson, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn. „Þetta hefur verið hausverkur hjá okkur í allan vetur, það kemur mjög lélegur kafli en á köflum spilum við eins og toppliðin." „Það er eiginlega vonlaust að byggja ofan á tveimur mörkum á átján mínútum, Aron skellti í lás og við vorum að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Við fengum á okkur 26 mörk sem er ekki mikið, vörnin og markvarslan hefur verið fín en sóknarleikurinn hefur verið okkur erfiður." „Reynir er að gera flotta hluti með okkur, það er virkileg samheldni í hópnum og við stefnum allir á það sama. Ég hef trú á því að eftir áramót munum við stíga upp, safna stigum og valda mörgum liðum usla. Við ætlum ekki að lenda aftur í umspilinu." Aron: Ætluðum að sýna okkar rétta andlitMynd/Stefán„Við ætluðum okkur að sýna okkar rétta andlit, við áttum að vinna fyrir norðan fannst mér og við þurftum að sýna okkar rétta andlit hérna í kvöld," sagði Aron Rafn Eðvarsson, markmaður Hauka eftir leikinn. „Ég var að finna mig ágætlega í fyrri hálfleik og vörnin var mjög góð og við vorum allir bara mjög þéttir fyrir." „Við náðum svo ekki að slíta okkur algjörlega frá þeim, við ofmetnuðumst í vörninni eftir fyrri hálfleikinn og það hleypti þeim aftur inn í leikinn. Það er samt mjög sterkt að vinna, þetta eru mjög mikilvæg stig til að halda okkur í toppsætinu." Haukar eru eftir þennan leik á toppi deildarinnar og eiga stórleik inni gegn FH næsta mánudag. „Það verður hörkuleikur,það er alltaf barist hart, fullt hús af áhorfendum og það eru skemmtilegustu leikirnir til að spila í," sagði Aron. Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Klaufalegur sóknarleikur varð Aftureldingu að falli í 26-20 tapi þeirra gegn Haukum í N1-deild karla í kvöld. Hlutskipti þessara liða hafa verið mismunandi, Haukar eru efstir í deildinni eftir 11 leiki og eiga stórleik til góða við FH. Afturelding situr hinsvegar í sjöunda sæti og eru að berjast um að komast upp úr umspilssætunum um sæti í deildinni. Afturelding skoraði fyrsta mark leiksins en næstu 18 mínútur skelltu heimamenn með Aron Rafn Eðvarsson, markmann Hauka fremstann í flokki í lás og náðu gestirnir aðeins að skora eitt mark. Eftir það voru þeir alltaf að elta Hauka í þessum leik. Haukar tók örugga forystu inn í hálfleik þar sem staðan var 13-8. Gestirnir komu þó ákveðnari inn í seinni hálfleik og var seinni hálfleikur jafn fram að lokamínútunum þegar Afturelding byrjaði að saxa á forskot heimamanna. Þá tók Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka leikhlé og messaði yfir sínum mönnum sem stigu þá upp og kláruðu leikinn örugglega með sex marka mun. Gylfi Gylfason var atkvæðamestur í liði heimamanna með 8 mörk og einnig átti Heimir Óli Heimisson góðann leik á línunni með 6 mörk. Í liði gestanna var Hilmir Stefánsson markahæstur með 8 mörk og næstur kom Böðvar Páll Ásgeirsson með 6. Hilmar: Sóknin er sífelldur hausverkurMynd/Anton„Við byrjuðum allt of illa og misstum þá allt of langt fram okkur. Það tekur svo gríðarlega á að elta allann tímann og allt okkar púður fór í það," sagði Hilmar Stefánsson, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn. „Þetta hefur verið hausverkur hjá okkur í allan vetur, það kemur mjög lélegur kafli en á köflum spilum við eins og toppliðin." „Það er eiginlega vonlaust að byggja ofan á tveimur mörkum á átján mínútum, Aron skellti í lás og við vorum að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Við fengum á okkur 26 mörk sem er ekki mikið, vörnin og markvarslan hefur verið fín en sóknarleikurinn hefur verið okkur erfiður." „Reynir er að gera flotta hluti með okkur, það er virkileg samheldni í hópnum og við stefnum allir á það sama. Ég hef trú á því að eftir áramót munum við stíga upp, safna stigum og valda mörgum liðum usla. Við ætlum ekki að lenda aftur í umspilinu." Aron: Ætluðum að sýna okkar rétta andlitMynd/Stefán„Við ætluðum okkur að sýna okkar rétta andlit, við áttum að vinna fyrir norðan fannst mér og við þurftum að sýna okkar rétta andlit hérna í kvöld," sagði Aron Rafn Eðvarsson, markmaður Hauka eftir leikinn. „Ég var að finna mig ágætlega í fyrri hálfleik og vörnin var mjög góð og við vorum allir bara mjög þéttir fyrir." „Við náðum svo ekki að slíta okkur algjörlega frá þeim, við ofmetnuðumst í vörninni eftir fyrri hálfleikinn og það hleypti þeim aftur inn í leikinn. Það er samt mjög sterkt að vinna, þetta eru mjög mikilvæg stig til að halda okkur í toppsætinu." Haukar eru eftir þennan leik á toppi deildarinnar og eiga stórleik inni gegn FH næsta mánudag. „Það verður hörkuleikur,það er alltaf barist hart, fullt hús af áhorfendum og það eru skemmtilegustu leikirnir til að spila í," sagði Aron.
Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira