Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 18-28 | FH í undanúrslit bikarsins Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 12. desember 2011 15:07 Mynd/Stefán FH vann öruggan tíu marka sigur á Gróttu í átta lið úrslitum Eimskips bikars karla í kvöld. Grótta hékk í FH í 17 mínútur en FH var fimm mörkum yfir í hálfleik 15-10. FH-ingar virkuðu hálf kærulausir framan af leik og þá sérstaklega þegar liðið var einum fleiri í fyrri hálfleik. Leikmenn Gróttu voru baráttuglaðir og hungraðir í að stríða FH en með frábærri markvörslu Daníels Andréssonar tókst FH að ná góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur varð aldrei spennandi. FH jók forskotið strax í upphafi og hleyptu Gróttu aldrei inn í leikinn þó sóknarleikur liðsins hafi oft verið betri í vetur. Daníel varði áfram af krafti og Grótta gat varla keypt sér mark. Er leið á seinni hálfleik skiptu þjálfarar beggja liða mikið og lykilmenn fengu góða hvíld en þessi lið mætast á ný á fimmtudaginn í deildinni. Leikurinn fjaraði því út og FH verður í pottinum ásamt Fram, HK og Haukum þegar dregið verður í undanúrslit keppninnar. Guðfinnur: Erum í framförMynd/Vilhelm„Við skoruðum ekki úr dauðafærum. Við áttum að vera yfri í hálfleik," sagði Guðfinnur Kristmannsson þjálfari Gróttu vera ástæðu þess að lið hans tapaði leiknum í kvöld. „Þeir nýttu sín færi. Seinni hálfleikur var svipaður. Við vorum reyndar orðnir svolítið þreyttir í restina og þegar munurinn verður mikill þá vera menn ennþá þreyttari." „Ég er mjög ánægður með baráttuna hjá strákunum. Við vorum að skapa okkur færi og meira getur maður ekki beðið um. Nú er bara að nýta þau." „Við erum í stanslausri framför að mínu mati. Ég var með annan flokkinn inn á stóran hluta af leiknum, það er annað en þeir. Þeir kaupa bara gamla karla og þora ekki að nota sína ungu leikmenn," sagði glettinn Guðfinnur að lokum. Baldvin: Spýttum í lófana og kláruðum velMynd/Vilhelm„Við vorum mistækir í upphafi og nýttum okkur ekki þegar við vorum einum fleiri. Þegar við fórum að gera færri feila og refsa betur þá fór þetta að ganga betur, frábær markvarsla sem við fengum hjálpaði til," sagði Baldvin Þorsteinsson eftir leikinn. „Við vorum mistækir í byrjun sama hver ástæðan fyrir því var. Við spýttum í lófana og kláruðum þetta vel," sagði Baldvin sem vildi ekki taka undir að FH-ingar hafi virkað kærulausir framan af leik. „Við rúlluðum á mörgum mönnum. Það hjálpaði til. Við gátum leikið á óþreyttum leikmönnum í seinni hálfleik og gerðum færri mistök." „Við erum með fína breidd og Stjáni og Einar rúlluð vel á liðinu í dag." „Það er vanalega þannig að þegar lið mætast svona þá vinna menn sitt hvorn leikinn og við verðum að gleyma þessum sigri og einbeita okkur að leiknum á fimmtudaginn," sagði Baldvin að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Conor: Ég grét af gleði Sport Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Nýr kani til Þórs Körfubolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
FH vann öruggan tíu marka sigur á Gróttu í átta lið úrslitum Eimskips bikars karla í kvöld. Grótta hékk í FH í 17 mínútur en FH var fimm mörkum yfir í hálfleik 15-10. FH-ingar virkuðu hálf kærulausir framan af leik og þá sérstaklega þegar liðið var einum fleiri í fyrri hálfleik. Leikmenn Gróttu voru baráttuglaðir og hungraðir í að stríða FH en með frábærri markvörslu Daníels Andréssonar tókst FH að ná góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur varð aldrei spennandi. FH jók forskotið strax í upphafi og hleyptu Gróttu aldrei inn í leikinn þó sóknarleikur liðsins hafi oft verið betri í vetur. Daníel varði áfram af krafti og Grótta gat varla keypt sér mark. Er leið á seinni hálfleik skiptu þjálfarar beggja liða mikið og lykilmenn fengu góða hvíld en þessi lið mætast á ný á fimmtudaginn í deildinni. Leikurinn fjaraði því út og FH verður í pottinum ásamt Fram, HK og Haukum þegar dregið verður í undanúrslit keppninnar. Guðfinnur: Erum í framförMynd/Vilhelm„Við skoruðum ekki úr dauðafærum. Við áttum að vera yfri í hálfleik," sagði Guðfinnur Kristmannsson þjálfari Gróttu vera ástæðu þess að lið hans tapaði leiknum í kvöld. „Þeir nýttu sín færi. Seinni hálfleikur var svipaður. Við vorum reyndar orðnir svolítið þreyttir í restina og þegar munurinn verður mikill þá vera menn ennþá þreyttari." „Ég er mjög ánægður með baráttuna hjá strákunum. Við vorum að skapa okkur færi og meira getur maður ekki beðið um. Nú er bara að nýta þau." „Við erum í stanslausri framför að mínu mati. Ég var með annan flokkinn inn á stóran hluta af leiknum, það er annað en þeir. Þeir kaupa bara gamla karla og þora ekki að nota sína ungu leikmenn," sagði glettinn Guðfinnur að lokum. Baldvin: Spýttum í lófana og kláruðum velMynd/Vilhelm„Við vorum mistækir í upphafi og nýttum okkur ekki þegar við vorum einum fleiri. Þegar við fórum að gera færri feila og refsa betur þá fór þetta að ganga betur, frábær markvarsla sem við fengum hjálpaði til," sagði Baldvin Þorsteinsson eftir leikinn. „Við vorum mistækir í byrjun sama hver ástæðan fyrir því var. Við spýttum í lófana og kláruðum þetta vel," sagði Baldvin sem vildi ekki taka undir að FH-ingar hafi virkað kærulausir framan af leik. „Við rúlluðum á mörgum mönnum. Það hjálpaði til. Við gátum leikið á óþreyttum leikmönnum í seinni hálfleik og gerðum færri mistök." „Við erum með fína breidd og Stjáni og Einar rúlluð vel á liðinu í dag." „Það er vanalega þannig að þegar lið mætast svona þá vinna menn sitt hvorn leikinn og við verðum að gleyma þessum sigri og einbeita okkur að leiknum á fimmtudaginn," sagði Baldvin að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Conor: Ég grét af gleði Sport Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Nýr kani til Þórs Körfubolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira