Jákvæði tónninn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. janúar 2011 08:10 Í áramótaræðum og -greinum stjórnmálaleiðtoga, forseta og biskups Íslands mátti greina sameiginlegan, jákvæðan tón og ákall um uppbyggilegri þjóðfélagsumræðu á nýju ári. Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagði í sínu ávarpi að nú væru rösk tvö ár frá hruni bankanna og "tímabært að við hættum að láta illmælgi og hatursfulla orðræðu hamla för. Bölmóður getur gert að engu áform um umbætur," sagði forsetinn. Hann sagði að vissulega yrði að láta þá sem brotið hefðu lög standa reikningsskil gerða sinna. En forsetinn kallaði eftir þáttaskilum: "Við skulum taka höndum saman, hefja nýja för, reynslunni ríkari, gagnrýnni í hugsun, vitrari vegna mistakanna og með hin góðu gildi í veganesti." Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, sagði í nýársprédikun sinni að það væri "stórháskalegt ef hreyfiaflið andspænis áföllum þjóðlífsins verður hin óhelga þrenning: reiði, hatur og hefnigirni." Biskup hvatti fólk til að taka fremur "höndum saman í sátt og samstöðu til uppbyggingar samfélags og menningar gagnkvæmrar virðingar, heilinda og trausts." Sama viðhorf mátti greina í áramótagreinum stjórnmálaleiðtoganna hér í Fréttablaðinu. Meira að segja foringjar stjórnarandstöðunnar, sem segja má að hafi það hlutverk að vera neikvæðir í garð sitjandi stjórnar, telja komið nóg af neikvæðninni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þannig að við lok gamla ársins mætti finna sterkt fyrir þeirri von fólks að nýja árið geymdi betri tíma. "Til þess er ætlast að okkur takist betur en raunin varð á líðandi ári að leggja til hliðar óeiningu og sundurlyndi sem því miður hefur einkennt þjóðfélagsumræðuna frá hruni. Eigi von okkar um betri tíð að rætast verða allir að leggjast á eitt," sagði Bjarni. Sama sinnis var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sem sagði í sinni grein: "... umræða um þjóðfélagsmál á Íslandi er föst í "niðurrifsspíral". Afleiðingin er sú að samfélagið hefur ekki nýtt þau uppbyggingartækifæri sem hafa verið til staðar ... Á árinu 2011 kemur í ljós hvort við festumst í niðurrifsspíralnum eða snúum dæminu við og hefjum uppbygginguna." Foringjar stjórnarflokkanna voru ekki eins uppteknir af því að hafna neikvæðri umræðu, en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vildi "sækja fram með jákvæðni, kjark og dug að leiðarljósi" og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kallaði eftir vinnufriði og stöðugleika í efnahagsmálum, á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Þannig mætti gera nýja árið að ári mikils umsnúnings til hins betra. Allt er þetta vonandi meira en innantóm orð. Það er sannarlega komið nóg af neikvæðni, tortryggni og niðurrifi í þjóðfélagsumræðunni á Íslandi. Leiðtogarnir sem settu orð á blað um áramótin verða okkur væntanlega góð fyrirmynd í jákvæðum umræðuháttum - og allir ættu að gera strengt þess áramótaheit að leggja lítið eitt jákvætt til málanna á nýju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Í áramótaræðum og -greinum stjórnmálaleiðtoga, forseta og biskups Íslands mátti greina sameiginlegan, jákvæðan tón og ákall um uppbyggilegri þjóðfélagsumræðu á nýju ári. Ólafur Ragnar Grímsson forseti sagði í sínu ávarpi að nú væru rösk tvö ár frá hruni bankanna og "tímabært að við hættum að láta illmælgi og hatursfulla orðræðu hamla för. Bölmóður getur gert að engu áform um umbætur," sagði forsetinn. Hann sagði að vissulega yrði að láta þá sem brotið hefðu lög standa reikningsskil gerða sinna. En forsetinn kallaði eftir þáttaskilum: "Við skulum taka höndum saman, hefja nýja för, reynslunni ríkari, gagnrýnni í hugsun, vitrari vegna mistakanna og með hin góðu gildi í veganesti." Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, sagði í nýársprédikun sinni að það væri "stórháskalegt ef hreyfiaflið andspænis áföllum þjóðlífsins verður hin óhelga þrenning: reiði, hatur og hefnigirni." Biskup hvatti fólk til að taka fremur "höndum saman í sátt og samstöðu til uppbyggingar samfélags og menningar gagnkvæmrar virðingar, heilinda og trausts." Sama viðhorf mátti greina í áramótagreinum stjórnmálaleiðtoganna hér í Fréttablaðinu. Meira að segja foringjar stjórnarandstöðunnar, sem segja má að hafi það hlutverk að vera neikvæðir í garð sitjandi stjórnar, telja komið nóg af neikvæðninni. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þannig að við lok gamla ársins mætti finna sterkt fyrir þeirri von fólks að nýja árið geymdi betri tíma. "Til þess er ætlast að okkur takist betur en raunin varð á líðandi ári að leggja til hliðar óeiningu og sundurlyndi sem því miður hefur einkennt þjóðfélagsumræðuna frá hruni. Eigi von okkar um betri tíð að rætast verða allir að leggjast á eitt," sagði Bjarni. Sama sinnis var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sem sagði í sinni grein: "... umræða um þjóðfélagsmál á Íslandi er föst í "niðurrifsspíral". Afleiðingin er sú að samfélagið hefur ekki nýtt þau uppbyggingartækifæri sem hafa verið til staðar ... Á árinu 2011 kemur í ljós hvort við festumst í niðurrifsspíralnum eða snúum dæminu við og hefjum uppbygginguna." Foringjar stjórnarflokkanna voru ekki eins uppteknir af því að hafna neikvæðri umræðu, en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vildi "sækja fram með jákvæðni, kjark og dug að leiðarljósi" og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kallaði eftir vinnufriði og stöðugleika í efnahagsmálum, á vinnumarkaði og í stjórnmálum. Þannig mætti gera nýja árið að ári mikils umsnúnings til hins betra. Allt er þetta vonandi meira en innantóm orð. Það er sannarlega komið nóg af neikvæðni, tortryggni og niðurrifi í þjóðfélagsumræðunni á Íslandi. Leiðtogarnir sem settu orð á blað um áramótin verða okkur væntanlega góð fyrirmynd í jákvæðum umræðuháttum - og allir ættu að gera strengt þess áramótaheit að leggja lítið eitt jákvætt til málanna á nýju ári.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun