Ólafur Ragnar: Þurfum að treysta fólkinu í landinu 13. febrúar 2011 14:02 Ólafur Ragnar Grímsson. „Stjórnskipunin er ekki þannig vaxin að forsetinn velti fyrir sér hvort hann eigi að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í fyrsta ítarlega viðtalinu sem hann gefur fjölmiðlum í þrettán mánuði. Það var Egill Helgason sem ræddi við hann í Silfri Egils í dag en þar sagðist forsetinn ekki hafa ákveðið hvernig hann myndi bregðast við þegar nýtt Icesave-frumvarp verður lagt inn á hans borð til staðfestingar eða synjunar. Ólafur Ragnar hafði hinsvegar skýr skilaboð að færa til þingsins þar sem hann sagði mikilvægast fyrir þingheim að sannfæra þjóðina um að ákvörðunin væri rétt. Hann sagði skorta á samræðum þings og þjóðar um málið. Almennt sagðist hann hlynntur því að þjóðin hefði ávallt síðasta orðið enda réði hún, ekki forystan sem hún kysi að hverju sinni. Ólafur Ragnar sagðist hafa dregið afar dýrmætan lærdóm af síðustu tveimur ákvörðunum sínum um synjun laga til staðfestingar, sem var fyrst árið 2004, þegar forsetinn neitað að samþykkja fjölmiðlalögin umdeildu, og svo í janúar á síðasta ári, þar sem hann synjaði Icesave-frumarpi númer 2 staðfestingar, sem var síðar kolfellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar segir að ýmsir höfðu spáð hinu versta synjaði hann lögunum. Það kom þó á daginn að dómsdagsspár þeirra rættust ekki, heldur naut þjóðin góðs af. „Niðurstaðan er sú að við þurfum að treysta fólkinu í landinu," sagði forsetinn sem telur nýjan samning mun betri en sá eldri, enda grundvallarmunur á þeim tveimur að mati Ólafs. Icesave Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
„Stjórnskipunin er ekki þannig vaxin að forsetinn velti fyrir sér hvort hann eigi að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í fyrsta ítarlega viðtalinu sem hann gefur fjölmiðlum í þrettán mánuði. Það var Egill Helgason sem ræddi við hann í Silfri Egils í dag en þar sagðist forsetinn ekki hafa ákveðið hvernig hann myndi bregðast við þegar nýtt Icesave-frumvarp verður lagt inn á hans borð til staðfestingar eða synjunar. Ólafur Ragnar hafði hinsvegar skýr skilaboð að færa til þingsins þar sem hann sagði mikilvægast fyrir þingheim að sannfæra þjóðina um að ákvörðunin væri rétt. Hann sagði skorta á samræðum þings og þjóðar um málið. Almennt sagðist hann hlynntur því að þjóðin hefði ávallt síðasta orðið enda réði hún, ekki forystan sem hún kysi að hverju sinni. Ólafur Ragnar sagðist hafa dregið afar dýrmætan lærdóm af síðustu tveimur ákvörðunum sínum um synjun laga til staðfestingar, sem var fyrst árið 2004, þegar forsetinn neitað að samþykkja fjölmiðlalögin umdeildu, og svo í janúar á síðasta ári, þar sem hann synjaði Icesave-frumarpi númer 2 staðfestingar, sem var síðar kolfellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar segir að ýmsir höfðu spáð hinu versta synjaði hann lögunum. Það kom þó á daginn að dómsdagsspár þeirra rættust ekki, heldur naut þjóðin góðs af. „Niðurstaðan er sú að við þurfum að treysta fólkinu í landinu," sagði forsetinn sem telur nýjan samning mun betri en sá eldri, enda grundvallarmunur á þeim tveimur að mati Ólafs.
Icesave Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira