Dúndurgóður djús Roald Eyvindsson skrifar 7. janúar 2011 15:38 Marta María hefur drukkið ávaxta- og grænmetisafa í heilsubótarskyni í mörg ár. „Hann er rosalega hollur þessi, enda alveg uppfullur af vítamínum." Marta María Jónasdóttir, aðstoðarritstjóri Pressunnar, fær sér sopa af fallega lituðum rauðrófusafa sem hún hefur útbúið í eldhúsinu heima, og bætir brosandi við: „Svo er hann dúndurgóður og lætur manni líða vel." Marta María hefur drukkið ávaxta- og grænmetisafa í heilsubótarskyni í mörg ár. „Ég drakk til dæmis mikið rauðrófusafa þegar ég gekk með báða strákana mína, enda eru rauðrófur járnríkar og þannig tókst mér að koma í veg fyrir járnskort." Hún getur þess að safarnir henti líka þeim vel sem búa við stöðugan tímaskort. „Það er þægilegt að geta hent í safa hafi maður ekki tíma til að útbúa morgunverð og fá þannig helstu næringu úr safapressunni. Ég tek oft með mér flösku í vinnuna og er svo að súpa af henni fram undir hádegi." Marta María kveðst almennt hugsa um það sem hún lætur ofan í sig. Hins vegar komi fyrir hjá henni eins og öðrum að villast út af hinni beinu braut hollustu og heilbrigðs lífernis. „Ég er alls ekki heilög, borða til dæmis súkkulaði þegar mig langar í. Fyrir mér snýst þetta allt um að núllstilla líkamann og hafi ég "farið að heiman" hollustulega séð, eins og um jólin, tek ég mig bara á. Þessi rauðrófusafi er ágætis byrjun á því," segir hún og getur þess að í meðfylgjandi uppskrift hafi hún bætt við agúrku, lime og engifer til að slá á "moldarbragðið" af rófunum sem sumir þykjast finna.Gómsætur rauðrófusafi1 rauðrófa1 agúrka4 sellerístönglar3 cm engiferrót2 límónur1 epli Allt skorið niður, brytjað og pressað í djúsvél og drukkið með "det samme". Drykkir Uppskriftir Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
„Hann er rosalega hollur þessi, enda alveg uppfullur af vítamínum." Marta María Jónasdóttir, aðstoðarritstjóri Pressunnar, fær sér sopa af fallega lituðum rauðrófusafa sem hún hefur útbúið í eldhúsinu heima, og bætir brosandi við: „Svo er hann dúndurgóður og lætur manni líða vel." Marta María hefur drukkið ávaxta- og grænmetisafa í heilsubótarskyni í mörg ár. „Ég drakk til dæmis mikið rauðrófusafa þegar ég gekk með báða strákana mína, enda eru rauðrófur járnríkar og þannig tókst mér að koma í veg fyrir járnskort." Hún getur þess að safarnir henti líka þeim vel sem búa við stöðugan tímaskort. „Það er þægilegt að geta hent í safa hafi maður ekki tíma til að útbúa morgunverð og fá þannig helstu næringu úr safapressunni. Ég tek oft með mér flösku í vinnuna og er svo að súpa af henni fram undir hádegi." Marta María kveðst almennt hugsa um það sem hún lætur ofan í sig. Hins vegar komi fyrir hjá henni eins og öðrum að villast út af hinni beinu braut hollustu og heilbrigðs lífernis. „Ég er alls ekki heilög, borða til dæmis súkkulaði þegar mig langar í. Fyrir mér snýst þetta allt um að núllstilla líkamann og hafi ég "farið að heiman" hollustulega séð, eins og um jólin, tek ég mig bara á. Þessi rauðrófusafi er ágætis byrjun á því," segir hún og getur þess að í meðfylgjandi uppskrift hafi hún bætt við agúrku, lime og engifer til að slá á "moldarbragðið" af rófunum sem sumir þykjast finna.Gómsætur rauðrófusafi1 rauðrófa1 agúrka4 sellerístönglar3 cm engiferrót2 límónur1 epli Allt skorið niður, brytjað og pressað í djúsvél og drukkið með "det samme".
Drykkir Uppskriftir Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira