Favre endanlega hættur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. janúar 2011 16:30 Favre hleypur af vellinum í síðasta skipti. AP Leikstjórnandinn Brett Favre hefur tilkynnt að hann hafi lagt skóna á hilluna. Þetta er reyndar í þriðja skiptið sem hann gerir það en flestir eru sammála um að hann standi við það að þessu sinni. Hinn 41 árs gamli Favre hætti árin 2008 og 2009 en gat svo ekki staðið við ákvörðunina þegar upp var staðið. Fyrst spilaði hann með NY Jets en síðan fór hann til Minnesota Vikings. Hann spilaði þó lungann af sínum ferli hjá Green Bay Packers. „Ég veit það er kominn tími á mig og ég er sáttur við það," sagði Favre eftir lokaleik Minnesota á tímabilinu sem var tapleikur gegn Detroit. Favre gat ekki spilað í lokaleiknum. Hann skilur eftir sig fjölda meta í NFL-deildinni en ótrúlegasta metið sem hann setti er að spila 321 leik í röð. Honum tókst að vinna Super Bowl einu sinni á sínum ferli en það var árið 1997 með Packers. Meðal þeirra meta sem hann á eru flestir sigurleikir (186), flestir kastaðir metrar (71.838 yardar), snertimarkssendingar (508) og tapaðir boltar (335). Favre átti erfitt með sig á blaðamannafundinum er hann tilkynnti að hann væri hættur. Favre átti frábært tímabil í fyrra og var hársbreidd frá því að koma Vikings í Super Bowl. Hann ákvað að reyna aftur í ár en hefði betur látið það eiga sig því það hefur allt gengið á afturfótunum bæði hjá honum og Vikings sem var fjarri því að komast í úrslitakeppnina. Hann missti einnig í fyrsta skipti af leikjum á ferlinum og lauk keppni afar lemstraður. Hann sér þó ekki eftir því að hafa reynt að spila áfram í ár. „Þetta hefur verið frábær reynsla fyrir mig. Vissulega gekk þetta tímabil ekki vel en svona er boltinn. Ég sé alls ekki eftir því að hafa reynt aftur í ár. Ég virkilega naut tímans hér í Minnesota. Ég sé ekki eftir neinu á mínum ferli og veit ekki um marga sem geta sagt það sama. Ég uppskar meira á mínum ferli en ég gat leyft mér að dreyma um. „Það verður aldrei auðvelt fyrir mig að hætta og ég veit að eflaust eiga einhverjir eftir að velta upp þeirri spurningu hvort ég taki annað ár. Af því verður samt ekki. Ég er hættur og núna er ég sáttur við að hætta," sagði Favre. Erlendar Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Leikstjórnandinn Brett Favre hefur tilkynnt að hann hafi lagt skóna á hilluna. Þetta er reyndar í þriðja skiptið sem hann gerir það en flestir eru sammála um að hann standi við það að þessu sinni. Hinn 41 árs gamli Favre hætti árin 2008 og 2009 en gat svo ekki staðið við ákvörðunina þegar upp var staðið. Fyrst spilaði hann með NY Jets en síðan fór hann til Minnesota Vikings. Hann spilaði þó lungann af sínum ferli hjá Green Bay Packers. „Ég veit það er kominn tími á mig og ég er sáttur við það," sagði Favre eftir lokaleik Minnesota á tímabilinu sem var tapleikur gegn Detroit. Favre gat ekki spilað í lokaleiknum. Hann skilur eftir sig fjölda meta í NFL-deildinni en ótrúlegasta metið sem hann setti er að spila 321 leik í röð. Honum tókst að vinna Super Bowl einu sinni á sínum ferli en það var árið 1997 með Packers. Meðal þeirra meta sem hann á eru flestir sigurleikir (186), flestir kastaðir metrar (71.838 yardar), snertimarkssendingar (508) og tapaðir boltar (335). Favre átti erfitt með sig á blaðamannafundinum er hann tilkynnti að hann væri hættur. Favre átti frábært tímabil í fyrra og var hársbreidd frá því að koma Vikings í Super Bowl. Hann ákvað að reyna aftur í ár en hefði betur látið það eiga sig því það hefur allt gengið á afturfótunum bæði hjá honum og Vikings sem var fjarri því að komast í úrslitakeppnina. Hann missti einnig í fyrsta skipti af leikjum á ferlinum og lauk keppni afar lemstraður. Hann sér þó ekki eftir því að hafa reynt að spila áfram í ár. „Þetta hefur verið frábær reynsla fyrir mig. Vissulega gekk þetta tímabil ekki vel en svona er boltinn. Ég sé alls ekki eftir því að hafa reynt aftur í ár. Ég virkilega naut tímans hér í Minnesota. Ég sé ekki eftir neinu á mínum ferli og veit ekki um marga sem geta sagt það sama. Ég uppskar meira á mínum ferli en ég gat leyft mér að dreyma um. „Það verður aldrei auðvelt fyrir mig að hætta og ég veit að eflaust eiga einhverjir eftir að velta upp þeirri spurningu hvort ég taki annað ár. Af því verður samt ekki. Ég er hættur og núna er ég sáttur við að hætta," sagði Favre.
Erlendar Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira