Fundi fjárlaganefndar lokið - útprent lesið af símtali Davíðs 24. janúar 2011 22:25 Fulltrúum fjárlaganefndar var afhent útprent af símtali Davíðs Oddssonar og Mervyn King, bankastjóra Englandsbanka, en Davíð hefur haldið því fram að í símtalinu komi fram að Mervyn King hafi sagt að Íslendingar þyrftu ekki að greiða Icesave skuldina. Símtalið var lesið af númeruðum blöðum og þurftu nefndarmenn að skila sínum eintökum þegar fundinum lauk. Mikil áhersla er lögð á að ekki komi fram opinberlega hvað Davíð og Mervyn fór nákvæmlega á milli en Mervyn King hefur sagt í breskum fjölmiðlum að hann vissi ekki að símtal hans og Davíðs væri hljóðritað. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, gagnrýnir þessa leyndarhyggju. „Við fáum þessar upplýsingar og erum skildug að halda trúnaði yfir þeim en svona leyndarhyggja getur haft stóralvarlegar afleiðingar og var í raun grunnurinn að því hruni sem hérna varð." Nú þegar hafa fjöldi manns séð nákvæmlega hvað þeim Davíð og Mervyn King fór á milli í hinu umrædda símtali. Bæði fjárlaganefnd og utanríkisnefnd hafa séð útprent af símtalinu. Þjóðin hefur hins vegar einungis orð Davíðs Oddssonar fyrir því hvaða orð voru látin falla. Þór Saari segir það mikilvægt að ef til dæmis yrði kosið um Icesave þá þyrftu öll gögn að vera gerð opinber. „Þetta er mjög óeðlileg staða og það verður gerð krafa um það að öll gögn verði opinberuð fari málið í þjóðaratkvæðagreiðslu." Spurður hvort það sé rétt hjá Davíð að Mervyn King hafi sagt Íslendinga ekki þurfa að borga segist Þór aftur bundinn trúnaði. „En það er óhæft að stór hluti stjórnsýslunnar sé hulinn leyndarhjúpi," segir hann. Icesave Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Fulltrúum fjárlaganefndar var afhent útprent af símtali Davíðs Oddssonar og Mervyn King, bankastjóra Englandsbanka, en Davíð hefur haldið því fram að í símtalinu komi fram að Mervyn King hafi sagt að Íslendingar þyrftu ekki að greiða Icesave skuldina. Símtalið var lesið af númeruðum blöðum og þurftu nefndarmenn að skila sínum eintökum þegar fundinum lauk. Mikil áhersla er lögð á að ekki komi fram opinberlega hvað Davíð og Mervyn fór nákvæmlega á milli en Mervyn King hefur sagt í breskum fjölmiðlum að hann vissi ekki að símtal hans og Davíðs væri hljóðritað. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, gagnrýnir þessa leyndarhyggju. „Við fáum þessar upplýsingar og erum skildug að halda trúnaði yfir þeim en svona leyndarhyggja getur haft stóralvarlegar afleiðingar og var í raun grunnurinn að því hruni sem hérna varð." Nú þegar hafa fjöldi manns séð nákvæmlega hvað þeim Davíð og Mervyn King fór á milli í hinu umrædda símtali. Bæði fjárlaganefnd og utanríkisnefnd hafa séð útprent af símtalinu. Þjóðin hefur hins vegar einungis orð Davíðs Oddssonar fyrir því hvaða orð voru látin falla. Þór Saari segir það mikilvægt að ef til dæmis yrði kosið um Icesave þá þyrftu öll gögn að vera gerð opinber. „Þetta er mjög óeðlileg staða og það verður gerð krafa um það að öll gögn verði opinberuð fari málið í þjóðaratkvæðagreiðslu." Spurður hvort það sé rétt hjá Davíð að Mervyn King hafi sagt Íslendinga ekki þurfa að borga segist Þór aftur bundinn trúnaði. „En það er óhæft að stór hluti stjórnsýslunnar sé hulinn leyndarhjúpi," segir hann.
Icesave Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira