Baltasar Kormákur kominn með hús í New Orleans 27. janúar 2011 09:00 Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur segir að tökur á endurgerð Reykjavík-Rotterdam gangi vel í New Orleans. Samstarf hans og stórstjörnunnar Mark Wahlberg hefur verið með ágætum. Fréttablaðið/Anton „Okkur hefur gengið mjög vel. Við erum komin vel inn í aðra viku og það er allt á plani, bæði hvað varðar tökur og fjárhagsáætlun, þannig að ég gæti ekki verið sáttari," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Hann er nú staddur í New Orleans þar sem tökur á Contraband, amerísku útgáfunni af Reykjavík-Rotterdam, standa yfir. Baltasar er kominn með hús í borginni enda segist hann ekki geta hugsað þá hugsun til enda að búa á hóteli í allan þennan tíma. „Og maður fer bara heim strax eftir vinnu til að sofa enda langir vinnudagar, það eru tökur í tólf tíma og svo tekur alltaf sinn tíma að undirbúa allt. Ef maður á síðan frí er maður bara að skipuleggja næstu daga." Baltasar er núna einn úti á meðan fjölskyldan er heima á Íslandi. Hann segir það vissulega erfitt. „Þau voru hérna hjá mér á meðan undirbúningurinn var í fullum gangi, fóru í skóla í New Orleans og lærðu smá ensku. Sem var bara gott," segir Baltasar. Hann ber New Orleans vel söguna. „Það er flottur „fílingur" í borginni, hún er mun nær Evrópu en aðrar amerískar borgir, það er blús í loftinu en ekki þessi vanillulykt eins og í mörgum öðrum bandarískum borgum." Þótt Baltasar sé eini Íslendingurinn á tökustað, enn sem komið er, er hann ekki alveg yfirgefinn. „Elísabet Ronaldsdóttir grófklippir efnið með mér og svo er Aron Hjartarson frá eftirvinnslufyrirtækinu Framestore að fylgjast með. Íslenska útibúið mun sjá um eftirvinnslu myndarinnar þegar þar að kemur og það er auðvitað frábært fyrir mig að geta fylgst með því heima á Íslandi." Baltasar kveðst annars ekki hafa yfir neinu að kvarta en kveðst þó sakna íslenskunnar, það geti stundum tekið á að gefa skipanir á ensku alla daga. Eins og margoft hefur komið fram leikur Mark Wahlberg aðalhlutverkið í myndinni en hann er einnig einn af framleiðendum myndarinnar. Baltasar segir samstarfið við stórstjörnuna hafa gengið vonum framar, Wahlberg hafi í einu orði sagt verið frábær. Leikarinn hefur engu að síður haft í mörg horn að líta þennan fyrsta mánuð ársins því kvikmynd hans The Fighter, sem hann leikur bæði aðalhlutverkið í og framleiðir, hefur verið tilnefnd til allra helstu kvikmyndaverðlauna Bandaríkjanna: Golden Globe og nú síðast Óskarsverðlauna en þar var hún tilnefnd til sjö verðlauna, þar á meðal sem besta myndin. „Hann er búinn að vera mikið á ferðinni, flýgur til Los Angeles á föstudagskvöldum og kemur aftur á sunnudögum. En þetta er auðvitað alveg frábært fyrir hann og hann er búinn að eiga virkilega gott ár." freyrgigja@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Okkur hefur gengið mjög vel. Við erum komin vel inn í aðra viku og það er allt á plani, bæði hvað varðar tökur og fjárhagsáætlun, þannig að ég gæti ekki verið sáttari," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Hann er nú staddur í New Orleans þar sem tökur á Contraband, amerísku útgáfunni af Reykjavík-Rotterdam, standa yfir. Baltasar er kominn með hús í borginni enda segist hann ekki geta hugsað þá hugsun til enda að búa á hóteli í allan þennan tíma. „Og maður fer bara heim strax eftir vinnu til að sofa enda langir vinnudagar, það eru tökur í tólf tíma og svo tekur alltaf sinn tíma að undirbúa allt. Ef maður á síðan frí er maður bara að skipuleggja næstu daga." Baltasar er núna einn úti á meðan fjölskyldan er heima á Íslandi. Hann segir það vissulega erfitt. „Þau voru hérna hjá mér á meðan undirbúningurinn var í fullum gangi, fóru í skóla í New Orleans og lærðu smá ensku. Sem var bara gott," segir Baltasar. Hann ber New Orleans vel söguna. „Það er flottur „fílingur" í borginni, hún er mun nær Evrópu en aðrar amerískar borgir, það er blús í loftinu en ekki þessi vanillulykt eins og í mörgum öðrum bandarískum borgum." Þótt Baltasar sé eini Íslendingurinn á tökustað, enn sem komið er, er hann ekki alveg yfirgefinn. „Elísabet Ronaldsdóttir grófklippir efnið með mér og svo er Aron Hjartarson frá eftirvinnslufyrirtækinu Framestore að fylgjast með. Íslenska útibúið mun sjá um eftirvinnslu myndarinnar þegar þar að kemur og það er auðvitað frábært fyrir mig að geta fylgst með því heima á Íslandi." Baltasar kveðst annars ekki hafa yfir neinu að kvarta en kveðst þó sakna íslenskunnar, það geti stundum tekið á að gefa skipanir á ensku alla daga. Eins og margoft hefur komið fram leikur Mark Wahlberg aðalhlutverkið í myndinni en hann er einnig einn af framleiðendum myndarinnar. Baltasar segir samstarfið við stórstjörnuna hafa gengið vonum framar, Wahlberg hafi í einu orði sagt verið frábær. Leikarinn hefur engu að síður haft í mörg horn að líta þennan fyrsta mánuð ársins því kvikmynd hans The Fighter, sem hann leikur bæði aðalhlutverkið í og framleiðir, hefur verið tilnefnd til allra helstu kvikmyndaverðlauna Bandaríkjanna: Golden Globe og nú síðast Óskarsverðlauna en þar var hún tilnefnd til sjö verðlauna, þar á meðal sem besta myndin. „Hann er búinn að vera mikið á ferðinni, flýgur til Los Angeles á föstudagskvöldum og kemur aftur á sunnudögum. En þetta er auðvitað alveg frábært fyrir hann og hann er búinn að eiga virkilega gott ár." freyrgigja@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels