Konunglegur niðurskurður 22. febrúar 2011 10:00 Sátt við gestalistann Vilhjálmur og Kate Middleton ganga í hjónaband hinn 29. apríl næstkomandi. 1.900 gestir fá að sækja athöfnina sjálfa en aðeins þrjú hundruð er boðið í kvöldverðinn sem Karl Bretaprins heldur.Nordic Photos/Getty Stóra málið í Bretlandi er án nokkurs vafa að 1.900 manns fengu um helgina boðskort í brúðkaup þessa áratugar, hjá þeim Kate Middleton og Vilhjálmi Bretaprins. Breskir fjölmiðlar höfðu spáð því að brúðkaupið yrði ekkert VIP-partí fyrir fræga og fína fólkið. Vissulega fá þessir 1.900 að vera viðstaddir giftinguna sjálfa í Westminster Abbey hinn 29. apríl. Meðal þeirra sem eru á listanum eru Beckham-hjónin og David Cameron en Vilhjálmur kynntist þeim náið þegar þeir unnu að því að fá HM í knattspyrnu til Englands. Elton John er að sjálfsögðu einnig á listanum en breskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um fjarveru Söruh Ferguson, hertogaynjunnar af York. Hún var náin vinkona Díönu prinsessu á sínum tíma en talið er að nýlegt hneykslismál, þar sem Sarah reyndi að selja aðgang að fyrrverandi eiginmanni sínum, hafi gert útslagið. Þegar hjónaleysin hafa sagt gullnu orðin og játast hvort öðru frammi fyrir Guði og mönnum verður skorið rækilega niður á gestalistanum og fræga fólkinu fækkað, því aðeins sex hundruð fá að sækja sérstakan hádegisverð í boði Elísabetar drottningar. Þar er fastlega reiknað með því að meirihluti gestanna verði vinir parsins. Vilhjálmur hefur enda eytt miklum tíma í breska hernum og eignast marga nána félaga og hið sama má segja um Kate og skólasystur hennar. Fjölmiðlar hafa þó ekki enn komist á snoðir um hverjir hlutu boð í þá veislu. Þeir sem fá þrjú boðskort geta svo sannarlega sagst þekkja brúðhjónin, því aðeins 300 er boðið í kvöldverð sem Karl Bretaprins heldur. Gert er ráð fyrir að í því teiti verði dansað langt fram á nótt og drukkið. „Þetta brúðkaup á að endurspegla þeirra opinbera og persónulega líf," hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum í konungsfjölskyldunni.- fgg Lífið William & Kate Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Stóra málið í Bretlandi er án nokkurs vafa að 1.900 manns fengu um helgina boðskort í brúðkaup þessa áratugar, hjá þeim Kate Middleton og Vilhjálmi Bretaprins. Breskir fjölmiðlar höfðu spáð því að brúðkaupið yrði ekkert VIP-partí fyrir fræga og fína fólkið. Vissulega fá þessir 1.900 að vera viðstaddir giftinguna sjálfa í Westminster Abbey hinn 29. apríl. Meðal þeirra sem eru á listanum eru Beckham-hjónin og David Cameron en Vilhjálmur kynntist þeim náið þegar þeir unnu að því að fá HM í knattspyrnu til Englands. Elton John er að sjálfsögðu einnig á listanum en breskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um fjarveru Söruh Ferguson, hertogaynjunnar af York. Hún var náin vinkona Díönu prinsessu á sínum tíma en talið er að nýlegt hneykslismál, þar sem Sarah reyndi að selja aðgang að fyrrverandi eiginmanni sínum, hafi gert útslagið. Þegar hjónaleysin hafa sagt gullnu orðin og játast hvort öðru frammi fyrir Guði og mönnum verður skorið rækilega niður á gestalistanum og fræga fólkinu fækkað, því aðeins sex hundruð fá að sækja sérstakan hádegisverð í boði Elísabetar drottningar. Þar er fastlega reiknað með því að meirihluti gestanna verði vinir parsins. Vilhjálmur hefur enda eytt miklum tíma í breska hernum og eignast marga nána félaga og hið sama má segja um Kate og skólasystur hennar. Fjölmiðlar hafa þó ekki enn komist á snoðir um hverjir hlutu boð í þá veislu. Þeir sem fá þrjú boðskort geta svo sannarlega sagst þekkja brúðhjónin, því aðeins 300 er boðið í kvöldverð sem Karl Bretaprins heldur. Gert er ráð fyrir að í því teiti verði dansað langt fram á nótt og drukkið. „Þetta brúðkaup á að endurspegla þeirra opinbera og persónulega líf," hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum í konungsfjölskyldunni.- fgg
Lífið William & Kate Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira