Málinu lýkur ekki hjá dómstóli EFTA 5. mars 2011 04:00 Peter Dyrberg Skúli Magnússon Ekki er ólíklegt að ár líði frá þjóðaratkvæðagreiðslu til dóms hjá EFTA-dómstólnum, hafni þjóðin nýjum Icesave-samningi. Þá tæki að öllum líkindum við málarekstur fyrir íslenskum dómstólum. Þeir þyrftu svo að leita álits EFTA-dómstólsins um vafaatriði í túlkun á EES-samningnum. Fari svo að Icesave-samningi við Breta og Hollendinga verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl má gera ráð fyrir að ár líði þar til niðurstaða fæst um málið fyrir EFTA-dómstólnum. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur þegar gefið út formlega tilkynningu um að íslenska ríkið sé brotlegt við samninginn um evrópska efnahagssvæðið (EES) í Icesave-deilunni. Ekki er þar með sagt að EFTA-dómstóllinn dæmi Íslandi í óhag, en bent hefur verið á að ESA hefur eingöngu tapað tveimur af 29 samningsbrotamálum sem stofnunin hefur farið með fyrir dómstólinn. Íslenska ríkið hefur frest fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslu til að koma fram andmælum við álit ESA. „Næsta skref ESA yrði þá rökstutt álit og það hefur ekki verið gefið út, en það er síðasti áfanginn í málsmeðferð ESA áður en kemur að málshöfðun fyrir EFTA-dómstólnum,“ segir Skúli Magnússon, ritari EFTA-dómstólsins. ESA gæfi ríkinu frest til að tjá sig um rökstudda álitið, en að því loknu væri málið í raun tilbúið til málshöfðunar. Fullnægja þarf frekari skilyrðumStefán Már StefánssonSkúli segir að hjá EFTA-dómstólnum hafi alla jafna verið skorið úr og réttað í málum á mjög skömmum tíma. „Um leið og mál er komið hingað þá er það rekið eins hratt og mögulegt er. Það á við um öll mál,“ segir hann. Málarekstur með gagnaöflun og tilkynningum segir hann þó taka sinn tíma. „Það verður alltaf að búast við að minnsta kosti hálfu ári, það væri mettími til að ljúka máli. Meðaltíminn er eitthvað lengri, kannski sjö til níu mánuðir.“ Skúli áréttar hins vegar að EFTA-dómstóllinn dæmi ekki um skaðabótaskyldu íslenska ríkisins vegna ætlaðs brots, annaðhvort gegn tilskipun um innstæðutryggingar, eða gegn grunnreglunni um bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. „Mál sem ESA höfðar vegna þessara ætluðu brota snýst strangt til tekið ekki um skaðabótaskyldu, heldur um það hvort íslenska ríkið hafi fullnægt skyldum sínum gagnvart EES-samningnum. Liggi síðan fyrir að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt, þá kemur upp spurningin um hvort stofnast hafi til skaðabótaskyldu.“ Verði íslenska ríkið talið brotlegt þarf, að sögn Skúla, að fullnægja frekari skilyrðum til þess að stofnist til skaðabótaskyldu. „Þau eru einkum skilyrði um að brot sé nægjanlega alvarlegt. Til þess að fá úr því skorið þyrfti að höfða mál, sem ég tel að yrði að öllum líkindum á Íslandi, gegn íslenska ríkinu og íslenskur dómstóll myndi að öllum líkindum vísa málinu til EFTA-dómstólsins og fá ráðgefandi álit,“ segir hann og kveðst í raun telja, að þegar um er að ræða spurningar um skýringu EES-reglna, þá beri dómstólum EFTA-ríkja skylda til að vísa málinu til EFTA-dómstólsins. „Þó að í orði kveðnu sé það bara heimilt, þá eru rök sem mæla með því að íslenskum dómstólum sé skylt að gera það. Annars er hætta á því að komist sé að niðurstöðu sem ekki er rétt.“ Sömuleiðis segir Skúli að færi svo að íslenskir dómstólar dæmdu málið með þeim hætti að væri talið samræmast EES-samningnum og skuldbindingum Íslands samkvæmt honum, þá væri hægt að sjá fyrir sér alls konar framhald á málinu. „Milliríkjadeilunni lýkur ekki endilega við niðurstöðu íslenskra dómstóla,“ segir hann. Þannig gæti niðurstaða dómsmáls hér kallað á viðbrögð frá Evrópusambandinu og meint brot íslenskra dómstóla gegn EES-reglum lent aftur á borði ESA. „Þetta er býsna flókið mat og erfitt að sjá fyrir sér framvinduna.“ Vandi lýðræðisinsKosið í Hollandi Starfsmenn kjördeildar í Arnemuiden í Hollandi telja atkvæðaseðla fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fram fóru í vikunni. Hér verður kosið um nýjan Icesave-samning í þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl næstkomandi. NOrdicphotos/AFPPeter C. Dyrberg, aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar HR, segir erfitt að ætla sér að spá fyrir um mögulega niðurstöðu dómsmáls hér á landi um skaðabótaskyldu, færi svo að mál tapaðist fyrir EFTA-dómstóli. „En auðvitað er töluverð áhætta fyrir hendi,“ segir hann og biðst undan því að ráðleggja fólki um hvort samþykkja eigi samninginn eða hafna honum í komandi kosningum. „Íslenska þjóðin verður að skera úr um það mál,“ segir hann og kveður vanda lýðræðisins endurspeglast í spurningunni um hvort allur þorri þjóðarinnar hafi forsendur til að leggja mat á málið. Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segist sömuleiðis ekki búinn að gera upp hug sinn um hvernig hann hagar atkvæði sínu í apríl, þótt hann telji landið ekki brotlegt við EES-samninginn. „Ég er ekki kominn svo langt að ég sé mjög sannfærður á hvorn veginn sem er. En ég veit þó eins og er að Iceasave III er langt um betri samningur en lagt var upp með í fyrstu,“ segir hann. Fari svo að mál vegna Icesave tapist fyrir EFTA-dómstólnum segir Stefán hins vegar ekki sjálfgefið að Bretar og Hollendingar myndu hefja mál á hendur ríkinu fyrir íslenskum dómstólum. „Ísland yrði að byrja á því að fullnægja skuldbindingum sínum og greiða þessar 20 þúsund evrur. Svo yrðu örugglega deilur um vexti líka. Ísland yrði að skilgreina skyldur sínar upp á nýtt og hvenær þeim yrði fullnægt. Ef Bretar og Hollendingar eru ekki ánægðir með þá niðurstöðu þá gætu þeir kært aftur til Eftirlitsstofnunar EFTA.“ Icesave Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Skúli Magnússon Ekki er ólíklegt að ár líði frá þjóðaratkvæðagreiðslu til dóms hjá EFTA-dómstólnum, hafni þjóðin nýjum Icesave-samningi. Þá tæki að öllum líkindum við málarekstur fyrir íslenskum dómstólum. Þeir þyrftu svo að leita álits EFTA-dómstólsins um vafaatriði í túlkun á EES-samningnum. Fari svo að Icesave-samningi við Breta og Hollendinga verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl má gera ráð fyrir að ár líði þar til niðurstaða fæst um málið fyrir EFTA-dómstólnum. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur þegar gefið út formlega tilkynningu um að íslenska ríkið sé brotlegt við samninginn um evrópska efnahagssvæðið (EES) í Icesave-deilunni. Ekki er þar með sagt að EFTA-dómstóllinn dæmi Íslandi í óhag, en bent hefur verið á að ESA hefur eingöngu tapað tveimur af 29 samningsbrotamálum sem stofnunin hefur farið með fyrir dómstólinn. Íslenska ríkið hefur frest fram yfir þjóðaratkvæðagreiðslu til að koma fram andmælum við álit ESA. „Næsta skref ESA yrði þá rökstutt álit og það hefur ekki verið gefið út, en það er síðasti áfanginn í málsmeðferð ESA áður en kemur að málshöfðun fyrir EFTA-dómstólnum,“ segir Skúli Magnússon, ritari EFTA-dómstólsins. ESA gæfi ríkinu frest til að tjá sig um rökstudda álitið, en að því loknu væri málið í raun tilbúið til málshöfðunar. Fullnægja þarf frekari skilyrðumStefán Már StefánssonSkúli segir að hjá EFTA-dómstólnum hafi alla jafna verið skorið úr og réttað í málum á mjög skömmum tíma. „Um leið og mál er komið hingað þá er það rekið eins hratt og mögulegt er. Það á við um öll mál,“ segir hann. Málarekstur með gagnaöflun og tilkynningum segir hann þó taka sinn tíma. „Það verður alltaf að búast við að minnsta kosti hálfu ári, það væri mettími til að ljúka máli. Meðaltíminn er eitthvað lengri, kannski sjö til níu mánuðir.“ Skúli áréttar hins vegar að EFTA-dómstóllinn dæmi ekki um skaðabótaskyldu íslenska ríkisins vegna ætlaðs brots, annaðhvort gegn tilskipun um innstæðutryggingar, eða gegn grunnreglunni um bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. „Mál sem ESA höfðar vegna þessara ætluðu brota snýst strangt til tekið ekki um skaðabótaskyldu, heldur um það hvort íslenska ríkið hafi fullnægt skyldum sínum gagnvart EES-samningnum. Liggi síðan fyrir að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt, þá kemur upp spurningin um hvort stofnast hafi til skaðabótaskyldu.“ Verði íslenska ríkið talið brotlegt þarf, að sögn Skúla, að fullnægja frekari skilyrðum til þess að stofnist til skaðabótaskyldu. „Þau eru einkum skilyrði um að brot sé nægjanlega alvarlegt. Til þess að fá úr því skorið þyrfti að höfða mál, sem ég tel að yrði að öllum líkindum á Íslandi, gegn íslenska ríkinu og íslenskur dómstóll myndi að öllum líkindum vísa málinu til EFTA-dómstólsins og fá ráðgefandi álit,“ segir hann og kveðst í raun telja, að þegar um er að ræða spurningar um skýringu EES-reglna, þá beri dómstólum EFTA-ríkja skylda til að vísa málinu til EFTA-dómstólsins. „Þó að í orði kveðnu sé það bara heimilt, þá eru rök sem mæla með því að íslenskum dómstólum sé skylt að gera það. Annars er hætta á því að komist sé að niðurstöðu sem ekki er rétt.“ Sömuleiðis segir Skúli að færi svo að íslenskir dómstólar dæmdu málið með þeim hætti að væri talið samræmast EES-samningnum og skuldbindingum Íslands samkvæmt honum, þá væri hægt að sjá fyrir sér alls konar framhald á málinu. „Milliríkjadeilunni lýkur ekki endilega við niðurstöðu íslenskra dómstóla,“ segir hann. Þannig gæti niðurstaða dómsmáls hér kallað á viðbrögð frá Evrópusambandinu og meint brot íslenskra dómstóla gegn EES-reglum lent aftur á borði ESA. „Þetta er býsna flókið mat og erfitt að sjá fyrir sér framvinduna.“ Vandi lýðræðisinsKosið í Hollandi Starfsmenn kjördeildar í Arnemuiden í Hollandi telja atkvæðaseðla fyrir sveitarstjórnarkosningar sem fram fóru í vikunni. Hér verður kosið um nýjan Icesave-samning í þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl næstkomandi. NOrdicphotos/AFPPeter C. Dyrberg, aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar HR, segir erfitt að ætla sér að spá fyrir um mögulega niðurstöðu dómsmáls hér á landi um skaðabótaskyldu, færi svo að mál tapaðist fyrir EFTA-dómstóli. „En auðvitað er töluverð áhætta fyrir hendi,“ segir hann og biðst undan því að ráðleggja fólki um hvort samþykkja eigi samninginn eða hafna honum í komandi kosningum. „Íslenska þjóðin verður að skera úr um það mál,“ segir hann og kveður vanda lýðræðisins endurspeglast í spurningunni um hvort allur þorri þjóðarinnar hafi forsendur til að leggja mat á málið. Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segist sömuleiðis ekki búinn að gera upp hug sinn um hvernig hann hagar atkvæði sínu í apríl, þótt hann telji landið ekki brotlegt við EES-samninginn. „Ég er ekki kominn svo langt að ég sé mjög sannfærður á hvorn veginn sem er. En ég veit þó eins og er að Iceasave III er langt um betri samningur en lagt var upp með í fyrstu,“ segir hann. Fari svo að mál vegna Icesave tapist fyrir EFTA-dómstólnum segir Stefán hins vegar ekki sjálfgefið að Bretar og Hollendingar myndu hefja mál á hendur ríkinu fyrir íslenskum dómstólum. „Ísland yrði að byrja á því að fullnægja skuldbindingum sínum og greiða þessar 20 þúsund evrur. Svo yrðu örugglega deilur um vexti líka. Ísland yrði að skilgreina skyldur sínar upp á nýtt og hvenær þeim yrði fullnægt. Ef Bretar og Hollendingar eru ekki ánægðir með þá niðurstöðu þá gætu þeir kært aftur til Eftirlitsstofnunar EFTA.“
Icesave Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira