Belgingur fylgist með hamfarasvæðum 18. mars 2011 06:00 ólafur Björgunarsveitir víða um heim geta bætt áætlanagerð sína með veðurspágögnum Belgings.Fréttablaðið/GVA Íslenski veðurspávefurinn Belgingur hefur síðastliðna viku reiknað veðurspár í þéttu neti fyrir átakasvæði í Tripólí, höfuðborg Líbíu, og hamfarasvæðið við Fukushima-kjarnorkuverið í Japan. Veðurspárnar eru reiknaðar í nýju veðurspákerfi sem nefnist SARWeather (Search And Rescue Weather) og lýsa staðbundnu veðri af mikilli nákvæmni. Þær eru unnar í samvinnu við ýmsar alþjóðlegar stofnanir, þar á meðal Sameinuðu þjóðirnar, og nýtast björgunarsveitum á svæðunum við áætlanagerð. Ef illa fer í Fukushima má nýta gögnin til að áætla dreifingu geislavirkni í næsta nágrenni kjarnorkuversins. Framkvæmdastjórinn Ólafur Rögnvaldsson segir spákerfi Belgings hafa verið í þróað í nánu samstarfi við Almannavarnir og Slysavarnafélagið Landsbjörgu frá 2007. „Þegar Gísli Ólafsson, liðsstjóri íslensku rústabjörgunarsveitarinnar á Haítí, bað okkur um veðurspá fyrir svæðið, þá tók það okkur innan við tvo tíma að vinna hana. Þá fyrst áttuðum við okkur á því hversu öflugt tæki við vorum með í höndunum,“ segir Ólafur. Við spágerðina notar Belgingur opin gögn og hugbúnað frá Bandarísku veðurstofunni og bandaríska háskólasamfélaginu. Annað nýnæmi SARWeather-spákerfisins er að nauðsynlegur tölvubúnaður er leigður af tölvuskýi GreenQloud í Hafnarfirði. Með því móti er nægt reikniafl alltaf tryggt. Reiknistofa í veðurfræði og GreenQloud verða á meðal þátttakenda í upplýsingatæknimessu sem hefst á morgun. - jab Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Íslenski veðurspávefurinn Belgingur hefur síðastliðna viku reiknað veðurspár í þéttu neti fyrir átakasvæði í Tripólí, höfuðborg Líbíu, og hamfarasvæðið við Fukushima-kjarnorkuverið í Japan. Veðurspárnar eru reiknaðar í nýju veðurspákerfi sem nefnist SARWeather (Search And Rescue Weather) og lýsa staðbundnu veðri af mikilli nákvæmni. Þær eru unnar í samvinnu við ýmsar alþjóðlegar stofnanir, þar á meðal Sameinuðu þjóðirnar, og nýtast björgunarsveitum á svæðunum við áætlanagerð. Ef illa fer í Fukushima má nýta gögnin til að áætla dreifingu geislavirkni í næsta nágrenni kjarnorkuversins. Framkvæmdastjórinn Ólafur Rögnvaldsson segir spákerfi Belgings hafa verið í þróað í nánu samstarfi við Almannavarnir og Slysavarnafélagið Landsbjörgu frá 2007. „Þegar Gísli Ólafsson, liðsstjóri íslensku rústabjörgunarsveitarinnar á Haítí, bað okkur um veðurspá fyrir svæðið, þá tók það okkur innan við tvo tíma að vinna hana. Þá fyrst áttuðum við okkur á því hversu öflugt tæki við vorum með í höndunum,“ segir Ólafur. Við spágerðina notar Belgingur opin gögn og hugbúnað frá Bandarísku veðurstofunni og bandaríska háskólasamfélaginu. Annað nýnæmi SARWeather-spákerfisins er að nauðsynlegur tölvubúnaður er leigður af tölvuskýi GreenQloud í Hafnarfirði. Með því móti er nægt reikniafl alltaf tryggt. Reiknistofa í veðurfræði og GreenQloud verða á meðal þátttakenda í upplýsingatæknimessu sem hefst á morgun. - jab
Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira