Var höfðinu hærri en flestir 23. mars 2011 16:34 Magni fermdist í Bakkagerðiskirkju á Borgarfirði eystri vorið 1992. „Það er ekki séns að þú fáir fermingarmynd af mér. Ég held ég sé búinn að eyða öllum eintökunum enda leit ég út eins og fífl á þessum aldri," eru fyrstu viðbrögð Magna Ásgeirssonar tónlistarmanns við beiðni um viðtal. Þegar því hefur verið kyngt er honum ekkert að vanbúnaði að leysa frá skjóðunni. „Ég fermdist í Bakkagerðiskirkju á Borgarfirði eystri vorið 1992 og var höfðinu hærri en flestir við altarið. Við vorum sex sem fermdumst saman sem þótti stór hópur á þessum stað. Í árgangnum á undan var reyndar einum fleiri en bekkurinn á eftir hét Sveinn." „Þetta var indælis tími," segir Magni spurður um fermingarundirbúninginn. „Presturinn, Sverrir Haraldsson, var yndislegur maður og konan hans ekki síðri, hún Sigríður Eyjólfsdóttir eða Sigga prestsins, eins og við kölluðum hana. Það var einhver heilagleiki yfir henni líka. Þau hjón bjuggu í miðju þorpinu og manni leið vel í návist þeirra." Fermingardagurinn sjálfur er Magna í fersku minni. „Þetta var ánægjuleg athöfn og fermingarveislur á eftir úti um allan bæ. Ég og frændi minn sem ólumst upp saman héldum veislu í félagsheimilinu og vorum í samstæðum jökkum, rauðum bleiserum, ansi reffilegir. Ég fékk þarna fyrsta míkrófóninn minn og líka fyrsta gítarinn. Þá gat ég hætt að misþyrma stóra tólf strengja gítarnum hennar mömmu." - gun Fermingar Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Það er ekki séns að þú fáir fermingarmynd af mér. Ég held ég sé búinn að eyða öllum eintökunum enda leit ég út eins og fífl á þessum aldri," eru fyrstu viðbrögð Magna Ásgeirssonar tónlistarmanns við beiðni um viðtal. Þegar því hefur verið kyngt er honum ekkert að vanbúnaði að leysa frá skjóðunni. „Ég fermdist í Bakkagerðiskirkju á Borgarfirði eystri vorið 1992 og var höfðinu hærri en flestir við altarið. Við vorum sex sem fermdumst saman sem þótti stór hópur á þessum stað. Í árgangnum á undan var reyndar einum fleiri en bekkurinn á eftir hét Sveinn." „Þetta var indælis tími," segir Magni spurður um fermingarundirbúninginn. „Presturinn, Sverrir Haraldsson, var yndislegur maður og konan hans ekki síðri, hún Sigríður Eyjólfsdóttir eða Sigga prestsins, eins og við kölluðum hana. Það var einhver heilagleiki yfir henni líka. Þau hjón bjuggu í miðju þorpinu og manni leið vel í návist þeirra." Fermingardagurinn sjálfur er Magna í fersku minni. „Þetta var ánægjuleg athöfn og fermingarveislur á eftir úti um allan bæ. Ég og frændi minn sem ólumst upp saman héldum veislu í félagsheimilinu og vorum í samstæðum jökkum, rauðum bleiserum, ansi reffilegir. Ég fékk þarna fyrsta míkrófóninn minn og líka fyrsta gítarinn. Þá gat ég hætt að misþyrma stóra tólf strengja gítarnum hennar mömmu." - gun
Fermingar Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira