Ásinn Týr í uppáhaldi 23. mars 2011 16:33 Ívan Breki Guðmundsson sökkti sér ofan í bók um ásatrú og tók eftir það þá ákvörðun að taka siðfestu í stað þess að fermast. Mynd/Thelma Hjaltadóttir „Ég var að bíða eftir að komast í tónmenntatíma, og tók upp bók og fór að lesa. Bókin var um ásatrú og ég las hana alla,“ segir Ívan Breki Guðmundsson, nemandi í Grunnskólanum á Ísafirði. Ívan heillaðist af ásatrúnni og tók þá ákvörðun að taka siðfestu í stað þess að fermast. „Þetta er gömul íslensk trú og mér finnst hún rökréttari en kristin trú. Ásatrú tengist mikið náttúrunni og að bera virðingu fyrir landvættunum,“ segir Ívan Breki, sem hefur undirbúið sig í eitt ár fyrir siðfestuna, meðal annars lesið Hávamál og sögur af goðunum. „Sögurnar af goðunum eru mjög skemmtilegar. Týr er uppáhaldsásinn minn en hann er stríðsguð og hugrakkastur þeirra allra. Ég las líka Hávamál sem er lífsspeki Óðins. Þau kenna manni mannasiði og gefa manni góð ráð. Í þeim eru líka hugleiðingar um lífið og hvað beri að varast. Þau segja manni til dæmis að njóta lífsins á meðan maður getur. Þetta eru ekki boðorð eða reglur eins og í kristinni trú heldur meira svona góð ráð sem maður ræður hvort maður tekur eða ekki. Margt af þessu á alveg jafn mikið við fólk í dag eins og fyrir kristnitöku á Íslandi.“ Ívan Breki veit ekki til þess að fleiri í hans árgangi ætli að taka siðfestu en hann setur það ekkert fyrir sig. Hann mun halda veislu í tilefni siðfestingarinnar eins og haldnar eru fermingarveislur og klæðast víkingabúningi við athöfnina, líkt og fermingarbörn í kristinni trú klæðast hvítum kyrtlum. Fjölskylda hans er ekki ásatrúar en þó var Ívan Breki hringaberi, ásamt bróður sínum, í giftingu frænku þeirra að heiðnum sið fyrir þremur árum. Hann segist samt taka þátt í kristnum hátíðum eins og jólum. „Já ég geri það með fjölskyldunni, enda bannar ásatrú ekki að maður taki þátt í öðrum trúarbrögðum. Heiðnir menn héldu líka jól í gamla daga en þá var því fagnað að sólin væri að koma aftur en ekki fæðingu Krists.“- rat Fermingar Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Ég var að bíða eftir að komast í tónmenntatíma, og tók upp bók og fór að lesa. Bókin var um ásatrú og ég las hana alla,“ segir Ívan Breki Guðmundsson, nemandi í Grunnskólanum á Ísafirði. Ívan heillaðist af ásatrúnni og tók þá ákvörðun að taka siðfestu í stað þess að fermast. „Þetta er gömul íslensk trú og mér finnst hún rökréttari en kristin trú. Ásatrú tengist mikið náttúrunni og að bera virðingu fyrir landvættunum,“ segir Ívan Breki, sem hefur undirbúið sig í eitt ár fyrir siðfestuna, meðal annars lesið Hávamál og sögur af goðunum. „Sögurnar af goðunum eru mjög skemmtilegar. Týr er uppáhaldsásinn minn en hann er stríðsguð og hugrakkastur þeirra allra. Ég las líka Hávamál sem er lífsspeki Óðins. Þau kenna manni mannasiði og gefa manni góð ráð. Í þeim eru líka hugleiðingar um lífið og hvað beri að varast. Þau segja manni til dæmis að njóta lífsins á meðan maður getur. Þetta eru ekki boðorð eða reglur eins og í kristinni trú heldur meira svona góð ráð sem maður ræður hvort maður tekur eða ekki. Margt af þessu á alveg jafn mikið við fólk í dag eins og fyrir kristnitöku á Íslandi.“ Ívan Breki veit ekki til þess að fleiri í hans árgangi ætli að taka siðfestu en hann setur það ekkert fyrir sig. Hann mun halda veislu í tilefni siðfestingarinnar eins og haldnar eru fermingarveislur og klæðast víkingabúningi við athöfnina, líkt og fermingarbörn í kristinni trú klæðast hvítum kyrtlum. Fjölskylda hans er ekki ásatrúar en þó var Ívan Breki hringaberi, ásamt bróður sínum, í giftingu frænku þeirra að heiðnum sið fyrir þremur árum. Hann segist samt taka þátt í kristnum hátíðum eins og jólum. „Já ég geri það með fjölskyldunni, enda bannar ásatrú ekki að maður taki þátt í öðrum trúarbrögðum. Heiðnir menn héldu líka jól í gamla daga en þá var því fagnað að sólin væri að koma aftur en ekki fæðingu Krists.“- rat
Fermingar Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira