Telur tíð forstjóraskipti Orkuveitu mistök 30. mars 2011 06:15 kjartan magnússon Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir aðgerðaráætlun fyrirtækisins að mörgu leyti skynsamlega. Hann telur þó að tíð forstjóraskipti fyrirtækisins og uppsögn fjármálastjóra á síðustu mánuðum hafi haft slæm áhrif á viðhorf erlendra banka. Hann segir yfirlýsingar bankanna gríðarleg vonbrigði. Kjartan situr einnig í stjórn OR. „Ég er hræddur um að það hafi verið röng ákvörðun að skipta um þessa tvo lykilstjórnendur,“ segir Kjartan, og á þar við Hjörleif Kvaran, fyrrverandi forstjóra, og Önnu Skúladóttur, fyrrverandi fjármálastjóra. „Einnig hafa öll þau klaufalegu ummæli sem hafa verið látin falla í fjölmiðlum alveg örugglega ekki hjálpað og sennilega dregið úr vilja bankanna til að endurfjármagna.“ Kjartan er í meginatriðum sammála því að selja sem mest af eignum Orkuveitunnar og styður tillögu forstjórans um að koma Gagnaveitunni í verð. Hann dregur þó gjaldskrárhækkanirnar í efa og segir þá útreikninga sem liggi fyrir ekki fullnægjandi. Kjartani líst vel á áform borgarráðs að láta gera úttekt á starfsemi Orkuveitunnar aftur í tímann. Það sé þó ekkert nýtt, heldur séu reglulega gerðar slíkar úttektir. „Ég tel að það væri rétt að málin yrðu skoðuð alveg frá stofnun fyrirtækisins,“ segir hann. „Það verður ekki litið framhjá því að afar margar skuldir urðu til á tímabilinu 2003 til 2006.“- sv Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir aðgerðaráætlun fyrirtækisins að mörgu leyti skynsamlega. Hann telur þó að tíð forstjóraskipti fyrirtækisins og uppsögn fjármálastjóra á síðustu mánuðum hafi haft slæm áhrif á viðhorf erlendra banka. Hann segir yfirlýsingar bankanna gríðarleg vonbrigði. Kjartan situr einnig í stjórn OR. „Ég er hræddur um að það hafi verið röng ákvörðun að skipta um þessa tvo lykilstjórnendur,“ segir Kjartan, og á þar við Hjörleif Kvaran, fyrrverandi forstjóra, og Önnu Skúladóttur, fyrrverandi fjármálastjóra. „Einnig hafa öll þau klaufalegu ummæli sem hafa verið látin falla í fjölmiðlum alveg örugglega ekki hjálpað og sennilega dregið úr vilja bankanna til að endurfjármagna.“ Kjartan er í meginatriðum sammála því að selja sem mest af eignum Orkuveitunnar og styður tillögu forstjórans um að koma Gagnaveitunni í verð. Hann dregur þó gjaldskrárhækkanirnar í efa og segir þá útreikninga sem liggi fyrir ekki fullnægjandi. Kjartani líst vel á áform borgarráðs að láta gera úttekt á starfsemi Orkuveitunnar aftur í tímann. Það sé þó ekkert nýtt, heldur séu reglulega gerðar slíkar úttektir. „Ég tel að það væri rétt að málin yrðu skoðuð alveg frá stofnun fyrirtækisins,“ segir hann. „Það verður ekki litið framhjá því að afar margar skuldir urðu til á tímabilinu 2003 til 2006.“- sv
Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira