Útivistarleiðir en ekki stígar á Arnarnesi 31. mars 2011 02:45 Stefán Konráðsson Kynnt verða áhersluatriði varðandi breytingar á deiliskipulagi Arnarness á íbúafundi, segir formaður skipulagsnefndar Garðabæjar.Fréttablaðið/Hari Arnarnes Íbúar á Arnarnesi mótmæltu þegar til stóð að setja göngustíga fyrir almenning neðan við sjávarlóðir á aðalskipulag fyrir hálfum öðrum áratug.FRéttablaðið/E.Ól. „Þessi fundur er til að leggja fram kynningu og fá athugasemdir íbúanna,“ segir Stefán Konráðsson, formaður skipulagsnefndar Garðabæjar, um fund í Sjálandsskóla í kvöld um skipulagsmál á Arnarnesi. Stefán segir það ekki rétt sem komið hafi fram hjá Auði Hallgrímsdóttur, varamanni lista Fólksins í bænum í skipulagsnefnd, að á íbúafundinum yrðu lögð fram drög að nýju deiliskipulagi heldur yrðu þar kynnt áhersluatriði skipulagsnefndar og ýmis álitamál. „Þegar við erum búin að fá fram athugasemdir og sjónarmið eftir fundinn verður unnin deiliskipulagstillaga sem verður að sjálfsögðu auglýst. Þá gefst aftur tækifæri til að gera athugasemdir,“ útskýrir Stefán. Þá segir Stefán það ekki rétt að gert sé ráð fyrir stíg meðfram ströndinni á Arnarnesi í aðalskipulagi. Við gerð aðalskipulags árið 1995 hafi þáverandi skipulagsnefnd fallið frá þeirri hugmynd. „Hugmyndinni var mótmælt kröftuglega af fjölmörgum íbúum á þessum stað á þeim tíma. Eignarhaldið og legan var þannig að það var talið illframkvæmanlegt að standa að stígagerð. Hins vegar sýnir aðalskipulagið svokallaða útivistarleið, sem þýðir að öllum er heimil för um fjöruna,“ segir hann. Í Fréttablaðinu í gær var einnig fjallað um óánægju íbúa í Túnunum sem segjast verða fyrir ónæði frá nálægu skátaheimili og klúbbhúsi Kiwanis-manna. Stefán segir að á fundi á dögunum með íbúum hverfisins hafi þessar athugasemdir komið fram. „Við munum vinna með þær og koma síðan með okkar tillögu í nýju deiliskipulagi,“ segir formaður skipulagsnefndar Garðabæjar. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Arnarnes Íbúar á Arnarnesi mótmæltu þegar til stóð að setja göngustíga fyrir almenning neðan við sjávarlóðir á aðalskipulag fyrir hálfum öðrum áratug.FRéttablaðið/E.Ól. „Þessi fundur er til að leggja fram kynningu og fá athugasemdir íbúanna,“ segir Stefán Konráðsson, formaður skipulagsnefndar Garðabæjar, um fund í Sjálandsskóla í kvöld um skipulagsmál á Arnarnesi. Stefán segir það ekki rétt sem komið hafi fram hjá Auði Hallgrímsdóttur, varamanni lista Fólksins í bænum í skipulagsnefnd, að á íbúafundinum yrðu lögð fram drög að nýju deiliskipulagi heldur yrðu þar kynnt áhersluatriði skipulagsnefndar og ýmis álitamál. „Þegar við erum búin að fá fram athugasemdir og sjónarmið eftir fundinn verður unnin deiliskipulagstillaga sem verður að sjálfsögðu auglýst. Þá gefst aftur tækifæri til að gera athugasemdir,“ útskýrir Stefán. Þá segir Stefán það ekki rétt að gert sé ráð fyrir stíg meðfram ströndinni á Arnarnesi í aðalskipulagi. Við gerð aðalskipulags árið 1995 hafi þáverandi skipulagsnefnd fallið frá þeirri hugmynd. „Hugmyndinni var mótmælt kröftuglega af fjölmörgum íbúum á þessum stað á þeim tíma. Eignarhaldið og legan var þannig að það var talið illframkvæmanlegt að standa að stígagerð. Hins vegar sýnir aðalskipulagið svokallaða útivistarleið, sem þýðir að öllum er heimil för um fjöruna,“ segir hann. Í Fréttablaðinu í gær var einnig fjallað um óánægju íbúa í Túnunum sem segjast verða fyrir ónæði frá nálægu skátaheimili og klúbbhúsi Kiwanis-manna. Stefán segir að á fundi á dögunum með íbúum hverfisins hafi þessar athugasemdir komið fram. „Við munum vinna með þær og koma síðan með okkar tillögu í nýju deiliskipulagi,“ segir formaður skipulagsnefndar Garðabæjar. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Trump hættur við tolla og segir lausn í sjónmáli Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent