Almannagjá dýpkar 1. apríl 2011 05:00 Almannagjá og hakið Mikil hola opnaðist á stígnum um Almannagjá. Undir er eins konar hellir, sem reyndist ná undir stíginn þar sem grafan stendur. Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúi í þjóðgarðinum á Þingvöllum, stendur við opið. Mynd/Einar Sæmundsen Einar Á. E. Sæmundsen Fræðslufulltrúinn í þjóðgarðinum á Þingvöllum stendur hér við op sprungunnar, sem hann telur vera tíu og tólf metra djúpa. l„Þetta er hálfgert Ginnungagap,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi í þjóðgarðinum á Þingvöllum, um mikla sprungu sem í ljós hefur komið á miðjum stígnum í Almannagjá. Einar segir að gat hafi komið á stíginn og síðan myndast djúp hola sem reynst hafi verið op að tíu til fjórtán metra djúpri gjá beint undir stígnum. „Þetta er líklega framhaldið af litlu gjánni sem menn klofa yfir þegar þeir ganga út á Hakið og á útsýnispallinn,“ segir Einar, sem kveður barma holunnar hafa verið ótrygga. Því hafi hún verið víkkuð með því að fjarlægja laust efni. Lokað var fyrir umferð um stíginn á meðan smíðaður var fleki yfir holuna og henni þannig lokað til bráðabirgða. Almannagjá er nú opin fyrir umferð á ný. Gjáin undir holunni er mikið gímald að sögn Einars. Vísast þurfi mörg vörubílahlöss til að fylla gjána, sem liggi eins og hellir suður undir Kárastaðastíg og meira en fjórir metrar á breidd þegar ofan í sé komið. „Ef sú ákvörðun yrði tekin færi alveg gríðarlegt magn af efni í það.“ Einar kveðst reikna með að sérfræðingar verði fengnir til að skera úr um orsakir þess að nú hefur opnast ofan í þessa miklu sprungnu. Sjálfir telji hann samspil jarðskjálfta árin 2000 og 2008 við miklar leysingar hafa valdið því að jarðefni hafi skolast úr sprungunni með árunum. „Þetta höfum við séð í þjóðgarðinum áður. Sérstaklega hafa menn púkkað í með stóru grjóti og möl þar sem malbikaðir vegir eru lagðir yfir gjár. Eftir jarðskjálftana 2000 og 2008 kom greinilega los á jarðveginn. Í vorleysingum árin eftir komu göt hér á vegi, bæði austan við þjónustumiðstöðina og niðri við vatn,“ segir Einar, sem kveðst eiga von á því að jarðvísindamenn verði fengnir til að meta stöðuna. „Við munum grannskoða stígana hérna í gjánni en ég tel að þetta sé staðbundið.“ gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Einar Á. E. Sæmundsen Fræðslufulltrúinn í þjóðgarðinum á Þingvöllum stendur hér við op sprungunnar, sem hann telur vera tíu og tólf metra djúpa. l„Þetta er hálfgert Ginnungagap,“ segir Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi í þjóðgarðinum á Þingvöllum, um mikla sprungu sem í ljós hefur komið á miðjum stígnum í Almannagjá. Einar segir að gat hafi komið á stíginn og síðan myndast djúp hola sem reynst hafi verið op að tíu til fjórtán metra djúpri gjá beint undir stígnum. „Þetta er líklega framhaldið af litlu gjánni sem menn klofa yfir þegar þeir ganga út á Hakið og á útsýnispallinn,“ segir Einar, sem kveður barma holunnar hafa verið ótrygga. Því hafi hún verið víkkuð með því að fjarlægja laust efni. Lokað var fyrir umferð um stíginn á meðan smíðaður var fleki yfir holuna og henni þannig lokað til bráðabirgða. Almannagjá er nú opin fyrir umferð á ný. Gjáin undir holunni er mikið gímald að sögn Einars. Vísast þurfi mörg vörubílahlöss til að fylla gjána, sem liggi eins og hellir suður undir Kárastaðastíg og meira en fjórir metrar á breidd þegar ofan í sé komið. „Ef sú ákvörðun yrði tekin færi alveg gríðarlegt magn af efni í það.“ Einar kveðst reikna með að sérfræðingar verði fengnir til að skera úr um orsakir þess að nú hefur opnast ofan í þessa miklu sprungnu. Sjálfir telji hann samspil jarðskjálfta árin 2000 og 2008 við miklar leysingar hafa valdið því að jarðefni hafi skolast úr sprungunni með árunum. „Þetta höfum við séð í þjóðgarðinum áður. Sérstaklega hafa menn púkkað í með stóru grjóti og möl þar sem malbikaðir vegir eru lagðir yfir gjár. Eftir jarðskjálftana 2000 og 2008 kom greinilega los á jarðveginn. Í vorleysingum árin eftir komu göt hér á vegi, bæði austan við þjónustumiðstöðina og niðri við vatn,“ segir Einar, sem kveðst eiga von á því að jarðvísindamenn verði fengnir til að meta stöðuna. „Við munum grannskoða stígana hérna í gjánni en ég tel að þetta sé staðbundið.“ gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira