Ætlar að flytja Reðursafnið til Reykjavíkur 13. apríl 2011 08:00 nýr stjóri Hjörtur Gísli Sigurðsson, að ofan, tekur við góðu reðurbúi af föður sínum, Sigurði Hjartarsyni. Fréttablaðið/GVA „Ég á þrjár dætur og einn son og það voru allir sammála um að hann tæki við þessu þegar ég hætti,“ segir Sigurður Hjartarson, stofnandi og starfsmaður Reðasafnsins á Húsavík. Sigurður hyggst hætta á safninu eftir áralanga uppbyggingu og sonur hans, Hjörtur Gísli Sigurðsson, mun taka við stöðunni. „Ég er bara að fara að gefast upp á þessu því þetta hefur verið mjög einfaldur rekstur, ég hef ekki greitt mér laun,“ segir Sigurður, en safnið komst enn og aftur í heimspressuna þegar fyrsti mannslimurinn var afhjúpaður við hátíðlega athöfn á dögunum. Páll Arason naut þess heiðurs en hann ánafnaði safninu lim sínum árið 1996 eins og frægt er orðið. Sigurður reiknar fastlega með að sitja á sínum stól á safninu út þetta ár en hætta svo um áramótin. Hjörtur Gísli Sigurðsson er hinn útvaldi arftaki og hann hefur sínar hugmyndir um framtíð safnsins. Meðal þess er að flytja aðalsafnið til Reykjavíkur, þar sem það hóf upphaflega göngu sína, og hafa útibú á Húsavík. „Ég er mjög stoltur af þessu og tek við góðu búi af pabba, það fullkomnaðist náttúrulega á föstudag,“ segir Hjörtur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Reðuráhuginn hefur augljóslega gengið í erfðir því Hjörtur vill að starfsemi safnsins tútni út. „Safnið hefur náttúrlega haft góð áhrif á Húsavík og komið bænum á heimskortið. En ég er viss um að við gætum trekkt fleiri að með því að flytja það til Reykjavíkur, það er um að gera að leyfa sem flestum að njóta þess því það er hvergi annars staðar hægt í heiminum.“ - fgg Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Sjá meira
„Ég á þrjár dætur og einn son og það voru allir sammála um að hann tæki við þessu þegar ég hætti,“ segir Sigurður Hjartarson, stofnandi og starfsmaður Reðasafnsins á Húsavík. Sigurður hyggst hætta á safninu eftir áralanga uppbyggingu og sonur hans, Hjörtur Gísli Sigurðsson, mun taka við stöðunni. „Ég er bara að fara að gefast upp á þessu því þetta hefur verið mjög einfaldur rekstur, ég hef ekki greitt mér laun,“ segir Sigurður, en safnið komst enn og aftur í heimspressuna þegar fyrsti mannslimurinn var afhjúpaður við hátíðlega athöfn á dögunum. Páll Arason naut þess heiðurs en hann ánafnaði safninu lim sínum árið 1996 eins og frægt er orðið. Sigurður reiknar fastlega með að sitja á sínum stól á safninu út þetta ár en hætta svo um áramótin. Hjörtur Gísli Sigurðsson er hinn útvaldi arftaki og hann hefur sínar hugmyndir um framtíð safnsins. Meðal þess er að flytja aðalsafnið til Reykjavíkur, þar sem það hóf upphaflega göngu sína, og hafa útibú á Húsavík. „Ég er mjög stoltur af þessu og tek við góðu búi af pabba, það fullkomnaðist náttúrulega á föstudag,“ segir Hjörtur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Reðuráhuginn hefur augljóslega gengið í erfðir því Hjörtur vill að starfsemi safnsins tútni út. „Safnið hefur náttúrlega haft góð áhrif á Húsavík og komið bænum á heimskortið. En ég er viss um að við gætum trekkt fleiri að með því að flytja það til Reykjavíkur, það er um að gera að leyfa sem flestum að njóta þess því það er hvergi annars staðar hægt í heiminum.“ - fgg
Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Sjá meira