Evrópska efnahagssvæðið endurskoðað 19. apríl 2011 04:30 Jens SToltenberg og José Manuel Barroso Skriður komst á málin hjá Evrópusambandinu eftir að forsætisráðherra Noregs skýrði forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá starfi norsku nefndarinnar. nordicphotos/AFP Evrópusambandið hefur hug á því að endurskoða samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, með hliðsjón af því hvernig samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur þróast undanfarin fimmtán ár. Þetta kemur fram í samþykkt ráðherraráðs ESB í desember síðastliðnum, þar sem hvatt er til þess að farið verði út í slíka endurskoðun. Meðal annars eigi að kanna hvort „hagsmunum ESB er vel borgið innan núverandi samkomulags“ eða hvort betra væri að semja um víðtækara samstarf. Kanna eigi hvort uppfæra þurfi samninginn eða einfalda hann með einhverjum hætti. Norska stjórnin er nú þegar byrjuð að fara ítarlega yfir reynsluna af framkvæmd samningsins, meðal annars með tilliti til þess hvort skynsamlegt sé að gera nýjan samning eða einfalda hann til muna. Fjölmenn rannsóknarnefnd hefur starfað í meira en ár með víðtækt umboð til að rannsaka áhrif samningsins á öllum sviðum samfélagsins í Noregi. Niðurstöður þeirrar nefndar eru væntanlegar á þessu ári. Sambærilegt ferli er einnig komið í gang í Liechtenstein. Fyrir utan sjálfan EES-samninginn eru Norðmenn með ellefu tvíhliða samninga í gildi við Evrópusambandið, og vilja skoða hvort betra væri að sameina þessa samninga í einn samning eða fækka þeim í það minnsta. Ísland er einungis með einn slíkan tvíhliða samning við ESB fyrir utan EES-samninginn, nefnilega Schengen-samkomulagið. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir þetta ferli hafa farið af stað eftir að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, gekk á fund José Manuels Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fyrir nokkru. Stoltenberg hafi þá skýrt Barroso frá starfi norsku nefndarinnar, og í framhaldi af því hafi komist skriður á málin hjá ESB. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í Brussel er Evrópusambandið enn að skoða hvort hefja eigi endurskoðun af þessu tagi. Ákvörðunar af hálfu ESB er varla að vænta fyrr en á næsta ári, en verði niðurstaðan sú að hefja eigi endurskoðun þá verður það ekki gert án samstarfs allra hlutaðeigandi ríkja og hagsmunaaðila. „Það sem er merkilegt í þessu er að Norðmenn virðast vera að skipta um afstöðu í þessu máli að ákveðnu leyti,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, sem hefur unnið að verkefnum fyrir norsku nefndina. „Við Íslendingar lögðum fyrir nokkrum árum mikla áherslu á að uppfæra EES-samninginn. Það var metnaðarmál hjá Halldóri Ásgrímssyni, en þá lögðust Norðmenn alveg gegn því. Það yrði bara til þess að alveg myndi rakna upp úr EES-samstarfinu, sögðu þeir. Nú hafa þeir snúið við blaðinu og vilja skoða EES-samninginn, en þá vill svo til að Íslendingar hafa kannski engan sérstakan áhuga á því.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Evrópusambandið hefur hug á því að endurskoða samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, með hliðsjón af því hvernig samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur þróast undanfarin fimmtán ár. Þetta kemur fram í samþykkt ráðherraráðs ESB í desember síðastliðnum, þar sem hvatt er til þess að farið verði út í slíka endurskoðun. Meðal annars eigi að kanna hvort „hagsmunum ESB er vel borgið innan núverandi samkomulags“ eða hvort betra væri að semja um víðtækara samstarf. Kanna eigi hvort uppfæra þurfi samninginn eða einfalda hann með einhverjum hætti. Norska stjórnin er nú þegar byrjuð að fara ítarlega yfir reynsluna af framkvæmd samningsins, meðal annars með tilliti til þess hvort skynsamlegt sé að gera nýjan samning eða einfalda hann til muna. Fjölmenn rannsóknarnefnd hefur starfað í meira en ár með víðtækt umboð til að rannsaka áhrif samningsins á öllum sviðum samfélagsins í Noregi. Niðurstöður þeirrar nefndar eru væntanlegar á þessu ári. Sambærilegt ferli er einnig komið í gang í Liechtenstein. Fyrir utan sjálfan EES-samninginn eru Norðmenn með ellefu tvíhliða samninga í gildi við Evrópusambandið, og vilja skoða hvort betra væri að sameina þessa samninga í einn samning eða fækka þeim í það minnsta. Ísland er einungis með einn slíkan tvíhliða samning við ESB fyrir utan EES-samninginn, nefnilega Schengen-samkomulagið. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir þetta ferli hafa farið af stað eftir að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, gekk á fund José Manuels Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fyrir nokkru. Stoltenberg hafi þá skýrt Barroso frá starfi norsku nefndarinnar, og í framhaldi af því hafi komist skriður á málin hjá ESB. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í Brussel er Evrópusambandið enn að skoða hvort hefja eigi endurskoðun af þessu tagi. Ákvörðunar af hálfu ESB er varla að vænta fyrr en á næsta ári, en verði niðurstaðan sú að hefja eigi endurskoðun þá verður það ekki gert án samstarfs allra hlutaðeigandi ríkja og hagsmunaaðila. „Það sem er merkilegt í þessu er að Norðmenn virðast vera að skipta um afstöðu í þessu máli að ákveðnu leyti,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, sem hefur unnið að verkefnum fyrir norsku nefndina. „Við Íslendingar lögðum fyrir nokkrum árum mikla áherslu á að uppfæra EES-samninginn. Það var metnaðarmál hjá Halldóri Ásgrímssyni, en þá lögðust Norðmenn alveg gegn því. Það yrði bara til þess að alveg myndi rakna upp úr EES-samstarfinu, sögðu þeir. Nú hafa þeir snúið við blaðinu og vilja skoða EES-samninginn, en þá vill svo til að Íslendingar hafa kannski engan sérstakan áhuga á því.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent