Íbúar á Þórsgötu æfir vegna aðgerðaleysis borgarinnar 20. apríl 2011 20:15 Húsið brann fyrir nokkrum árum síðan. Íbúar á Þórsgötu 12 í Þingholtunum hafa ítrekað sent borgaryfirvöldum bréf vegna niðurnídds húss við Baldursgötu 32. Húsið er í eigu fasteignafélagsins Baldursgötu ehf. sem er jafnframt skráður eigandi fyrir Baldursgötu 34, sem er í útleigu. Fyrirtækið hefur í tæpt ár verið beitt dagsektum af borgaryfirvöldum, sem eru nú komnar í innheimtu og skipta milljónum, samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa borgarinnar. Baldursgata 32 hefur staðið auð í um það bil sex ár. Húsið brann árið 2008 og hefur ekkert verið gert til þess að endurbæta það. Einar Logi Vignisson, íbúi á Þórsgötu 12, segir ólíðandi að borgaryfirvöld aðhafist ekkert í málinu. Hann segir mikla slysahættu og sjónmengun stafa af húsinu og ekkert hafi verið að gert, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli íbúa. „Borgin hefur það alveg í hendi sér að rífa húsið og senda félaginu reikninginn. Það hlýtur bara að vera hægt,“ segir Einar. Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir mál sem tengist mannvirkjum sem þessum flókin og ekkert eitt sé hægt að gera til þess að kippa þeim í liðinn. Verið sé að beita fyrirtækið Baldursgötu ehf. dagsektum, sem séu nú komnar í innheimtu. Fyrirtækið sé að brjóta ákvæði byggingareglugerðar með því að vera með mannvirki í niðurníðslu. Hins vegar geti yfirvöld líklega ekki rifið húsið að óbreyttu. „Dagsektirnar eru málsmeðferð sem búið er að samþykkja. En ég held að [Baldursgata ehf.] sé komið í gjaldþrotameðferð, sem gerir það að verkum að veðin á húsinu færast yfir á lóðina, verði það rifið,“ segir Magnús. „Þá standa fáar byggingar undir þeim kostnaði sem því fylgir.“ Gangi eigendur Baldursgötu ekki frá dagsektunum á næstunni fer eignin á uppboð. „Það er sorgarsaga sem tengist svona mannvirkjum,“ segir Magnús. „Og það er nú komið að því að við fáum einhverja niðurstöðu í þetta mál.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Íbúar á Þórsgötu 12 í Þingholtunum hafa ítrekað sent borgaryfirvöldum bréf vegna niðurnídds húss við Baldursgötu 32. Húsið er í eigu fasteignafélagsins Baldursgötu ehf. sem er jafnframt skráður eigandi fyrir Baldursgötu 34, sem er í útleigu. Fyrirtækið hefur í tæpt ár verið beitt dagsektum af borgaryfirvöldum, sem eru nú komnar í innheimtu og skipta milljónum, samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa borgarinnar. Baldursgata 32 hefur staðið auð í um það bil sex ár. Húsið brann árið 2008 og hefur ekkert verið gert til þess að endurbæta það. Einar Logi Vignisson, íbúi á Þórsgötu 12, segir ólíðandi að borgaryfirvöld aðhafist ekkert í málinu. Hann segir mikla slysahættu og sjónmengun stafa af húsinu og ekkert hafi verið að gert, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli íbúa. „Borgin hefur það alveg í hendi sér að rífa húsið og senda félaginu reikninginn. Það hlýtur bara að vera hægt,“ segir Einar. Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir mál sem tengist mannvirkjum sem þessum flókin og ekkert eitt sé hægt að gera til þess að kippa þeim í liðinn. Verið sé að beita fyrirtækið Baldursgötu ehf. dagsektum, sem séu nú komnar í innheimtu. Fyrirtækið sé að brjóta ákvæði byggingareglugerðar með því að vera með mannvirki í niðurníðslu. Hins vegar geti yfirvöld líklega ekki rifið húsið að óbreyttu. „Dagsektirnar eru málsmeðferð sem búið er að samþykkja. En ég held að [Baldursgata ehf.] sé komið í gjaldþrotameðferð, sem gerir það að verkum að veðin á húsinu færast yfir á lóðina, verði það rifið,“ segir Magnús. „Þá standa fáar byggingar undir þeim kostnaði sem því fylgir.“ Gangi eigendur Baldursgötu ekki frá dagsektunum á næstunni fer eignin á uppboð. „Það er sorgarsaga sem tengist svona mannvirkjum,“ segir Magnús. „Og það er nú komið að því að við fáum einhverja niðurstöðu í þetta mál.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira