Átök á lokafundinum um skólasameiningar 20. apríl 2011 05:00 Umdeildar Sameiningar Foreldrar og fagfólk fjölmenntu á áhorfendapallana í Ráðhúsinu í gær og létu andstöðu sína í ljós. Fréttablaðið/VAlli „Ég skil áhyggjur foreldra en það verður að hafa í huga að aðrar þær leiðir sem hægt hefði verið að fara hefðu gengið á starfið með börnum og þjónustustig leikskólanna. Við verðum að forgangsraða í þágu allra nýju leikskólaplássanna, og það gerðum við, en til þess að ná því markmiði verður að fara í nauðsynlegar og skynsamlegar skipulagsbreytingar. “ Þetta sagði Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Fréttablaðið í gær, en þá stóð yfir mikill og langur átakafundur í borgarstjórn þar sem umdeildar tillögur um sameiningar í skóla- og leikskólakerfi borgarinnar voru til lokaumræðu. Fundi var enn ólokið þegar blaðið fór í prentun, en fastlega má búast við að tillögurnar hafi verið samþykktar, en um þær hafa ríkt miklar deilur allt frá því að starfshópur um samrekstur og sameiningar í skólakerfinu var skipaður í nóvember. Í tillögunum sem borgarráð samþykkti í deginum áður felst meðal annars að grunnskólinn Ártúnsskóli, leikskólinn Kvarnaborg og frístundaheimilið Skólasel verða sameinuð í eina stofnun auk þess sem grunnskólarnir Korpuskóli og Víkurskóli, Borgaskóli og Engjaskóli og loks Álftamýrarskóli og Hvassaleitisskóli verða sameinaðir um áramót. Þá verður Foldaskóli að safnskóla fyrir unglingabekki úr Húsaskóla og Hamraskóla frá og með haustinu 2012. 24 leikskólar verða sameinaðir í 11 í sumar og hafinn verður undirbúningur að sameiningu frístundaheimila og grunnskóla um alla borg. Jafnframt lá fyrir borgarstjórn tillaga um að sameina menntasvið borgarinnar við leikskólasvið og tómstundahluta íþrótta- og tómstundasviðs. Minnihlutinn deildi hart á hugmyndirnar og sakaði Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, meirihlutann um að virða skoðanir starfsfólks og foreldra að vettugi. „Í stað þess að vinna með almenningi, er unnið gegn hagsmunum þeirra og viðhorfum,“ segir Hanna Birna í fréttatilkynningu. „Um leið er ein mikilvægasta og viðkvæmasta þjónusta borgarinnar – þjónustan við börnin – sett i uppnám. Meirihluti sem starfar þannig á ekkert erindi við borgarbúa eða þeirra hagsmuni.“ Oddný sagði í samtali við Fréttablaðið að ekki væri að undra að tillögurnar væru umdeildar. „En reynslan sýnir okkur að umdeildar breytingar í skólamálum hafa jafnan sannað gildi sitt. Þetta hefur verið erfitt mál, en það hefði verið mun verri forgangsröðun að lengja biðlistana eða velja flatan niðurskurð, í stað þess að skoða skipulagsbreytingar.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
„Ég skil áhyggjur foreldra en það verður að hafa í huga að aðrar þær leiðir sem hægt hefði verið að fara hefðu gengið á starfið með börnum og þjónustustig leikskólanna. Við verðum að forgangsraða í þágu allra nýju leikskólaplássanna, og það gerðum við, en til þess að ná því markmiði verður að fara í nauðsynlegar og skynsamlegar skipulagsbreytingar. “ Þetta sagði Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Fréttablaðið í gær, en þá stóð yfir mikill og langur átakafundur í borgarstjórn þar sem umdeildar tillögur um sameiningar í skóla- og leikskólakerfi borgarinnar voru til lokaumræðu. Fundi var enn ólokið þegar blaðið fór í prentun, en fastlega má búast við að tillögurnar hafi verið samþykktar, en um þær hafa ríkt miklar deilur allt frá því að starfshópur um samrekstur og sameiningar í skólakerfinu var skipaður í nóvember. Í tillögunum sem borgarráð samþykkti í deginum áður felst meðal annars að grunnskólinn Ártúnsskóli, leikskólinn Kvarnaborg og frístundaheimilið Skólasel verða sameinuð í eina stofnun auk þess sem grunnskólarnir Korpuskóli og Víkurskóli, Borgaskóli og Engjaskóli og loks Álftamýrarskóli og Hvassaleitisskóli verða sameinaðir um áramót. Þá verður Foldaskóli að safnskóla fyrir unglingabekki úr Húsaskóla og Hamraskóla frá og með haustinu 2012. 24 leikskólar verða sameinaðir í 11 í sumar og hafinn verður undirbúningur að sameiningu frístundaheimila og grunnskóla um alla borg. Jafnframt lá fyrir borgarstjórn tillaga um að sameina menntasvið borgarinnar við leikskólasvið og tómstundahluta íþrótta- og tómstundasviðs. Minnihlutinn deildi hart á hugmyndirnar og sakaði Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, meirihlutann um að virða skoðanir starfsfólks og foreldra að vettugi. „Í stað þess að vinna með almenningi, er unnið gegn hagsmunum þeirra og viðhorfum,“ segir Hanna Birna í fréttatilkynningu. „Um leið er ein mikilvægasta og viðkvæmasta þjónusta borgarinnar – þjónustan við börnin – sett i uppnám. Meirihluti sem starfar þannig á ekkert erindi við borgarbúa eða þeirra hagsmuni.“ Oddný sagði í samtali við Fréttablaðið að ekki væri að undra að tillögurnar væru umdeildar. „En reynslan sýnir okkur að umdeildar breytingar í skólamálum hafa jafnan sannað gildi sitt. Þetta hefur verið erfitt mál, en það hefði verið mun verri forgangsröðun að lengja biðlistana eða velja flatan niðurskurð, í stað þess að skoða skipulagsbreytingar.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent