Vill sjá aukinn innflutning á kjúklingi 21. apríl 2011 04:30 kjúklingaframleiðsla Formaður Neytendasamtakanna telur að með fjölgun kjúklingabúa muni markaðurinn verða óhagstæðari fyrir neytendur þar sem smærri bú eru dýrari í rekstri.fréttablaðið/hari jóhannes gunnarsson Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að í stað þess að fjölga kjúklingaframleiðendum hér á landi til þess að auka samkeppni á markaðnum, eigi að auka innflutning á erlendum kjúklingi. „Það liggur fyrir að það er fákeppni í þessari framleiðslu og slíkt er ekki til góðs fyrir neytendur,“ segir Jóhannes. „Hins vegar á ég eftir að sjá hvort það standist atvinnufrelsi stjórnarskrárinnar að setja hömlur á atvinnurekstur með þeim hætti að mælast til þess að fjölga búum og minnka þau. Um það hef ég efasemdir.“ Starfshópur á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins gaf nýverið út skýrslu um alifuglarækt á Íslandi. Niðurstöður skýrslunnar voru meðal annars þær að með því að minnka og fjölga búum, myndi skapast heilbrigðari samkeppni á markaðnum og sporna við alvarlegum salmonellusýkingum, sem koma frekar upp í stærri búum. Jóhannes segir smærri bú dýrari í rekstri sem geri þau óhagstæðari neytendum. Fákeppni ríki bæði á kjúklinga- og svínakjötsmarkaðnum og aukinn innflutningur sé ein leið til þess að sporna við því vandamáli. „Í stað þess að gera framleiðsluna óhagkvæmari með minni búum, ætti þá ekki að viðra samkeppnina betur með auknum innflutningi?“ spyr Jóhannes.- sv Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
jóhannes gunnarsson Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að í stað þess að fjölga kjúklingaframleiðendum hér á landi til þess að auka samkeppni á markaðnum, eigi að auka innflutning á erlendum kjúklingi. „Það liggur fyrir að það er fákeppni í þessari framleiðslu og slíkt er ekki til góðs fyrir neytendur,“ segir Jóhannes. „Hins vegar á ég eftir að sjá hvort það standist atvinnufrelsi stjórnarskrárinnar að setja hömlur á atvinnurekstur með þeim hætti að mælast til þess að fjölga búum og minnka þau. Um það hef ég efasemdir.“ Starfshópur á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins gaf nýverið út skýrslu um alifuglarækt á Íslandi. Niðurstöður skýrslunnar voru meðal annars þær að með því að minnka og fjölga búum, myndi skapast heilbrigðari samkeppni á markaðnum og sporna við alvarlegum salmonellusýkingum, sem koma frekar upp í stærri búum. Jóhannes segir smærri bú dýrari í rekstri sem geri þau óhagstæðari neytendum. Fákeppni ríki bæði á kjúklinga- og svínakjötsmarkaðnum og aukinn innflutningur sé ein leið til þess að sporna við því vandamáli. „Í stað þess að gera framleiðsluna óhagkvæmari með minni búum, ætti þá ekki að viðra samkeppnina betur með auknum innflutningi?“ spyr Jóhannes.- sv
Fréttir Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira