Pistillinn: Að vera sinn eigin besti æfingafélagi Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 7. maí 2011 08:00 Mynd/Arnþór Góður æfingafélagi er gulls ígildi. Best er ef heilbrigð samkeppni ríkir á milli æfingafélaga svo að báðir aðilar þurfi sífellt að vera á tánum og leggja sig fram við æfingar. Góður æfingafélagi ætti líka að veita manni fullan stuðning og hvatningu. Síðast en ekki síst ætti æfingafélaginn að vera skemmtilegur því þegar öllu er á botninn hvolft skiptir mestu máli að það sé gaman að fara á æfingu og að gleðin sé í fyrirrúmi á sama tíma og einbeitingin er 100%. Það er ekki nóg að hafa aðgang að góðum æfingafélaga því það er ekki síður mikilvægt að við séum okkar eigin bestu æfingafélagar. Það skiptir miklu máli hvaða augum við lítum okkur og hvernig við tölum við okkur sjálf. Gefum því gaum hvort við séum sífellt að rífa okkur niður með neikvæðum hugsunum eða hvort við hvetjum okkur áfram. Gleymum við því ef til vill að hrósa sjálfum okkur, gefa okkur klapp á bakið og vera stolt af afrekum okkar? Rétt eins og okkur finnst sjálfsagt að hvetja æfingafélaga okkar áfram þegar á reynir ættum við líka að hvetja okkur sjálf til dáða. Ég reyni að vera minn eigin besti vinur og æfingafélagi því það er sama hvað ég geri, ég losna aldrei við sjálfa mig og hugsanir mínar. Ég sit uppi með sjálfa mig það sem eftir er og hreinlega nenni ekki að hlusta á leiðinlegar athugasemdir og neikvæðar hugsanir. Þetta hugarfar hefur reynst mér sérstaklega vel þegar ég hef verið að glíma við meiðsli. Í stað þess að hata meiðslin og aumingjaskapinn í sjálfri mér, og þannig sparka sífellt í liggjandi manneskju sem reynir að veikum mætti að standa upp, reyni ég að vera þolinmóð og hugsa jákvætt til meiðslanna. Hvort að batinn verður hraðari þori ég ekki að votta fyrir, en bataferlið verður allaveganna bærilegra. Verum okkar eigin bestu vinir og æfingafélagar, við náum ekki árangri nema í fullri samvinnu við okkur sjálf. Íþróttir Pistillinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ Sjá meira
Góður æfingafélagi er gulls ígildi. Best er ef heilbrigð samkeppni ríkir á milli æfingafélaga svo að báðir aðilar þurfi sífellt að vera á tánum og leggja sig fram við æfingar. Góður æfingafélagi ætti líka að veita manni fullan stuðning og hvatningu. Síðast en ekki síst ætti æfingafélaginn að vera skemmtilegur því þegar öllu er á botninn hvolft skiptir mestu máli að það sé gaman að fara á æfingu og að gleðin sé í fyrirrúmi á sama tíma og einbeitingin er 100%. Það er ekki nóg að hafa aðgang að góðum æfingafélaga því það er ekki síður mikilvægt að við séum okkar eigin bestu æfingafélagar. Það skiptir miklu máli hvaða augum við lítum okkur og hvernig við tölum við okkur sjálf. Gefum því gaum hvort við séum sífellt að rífa okkur niður með neikvæðum hugsunum eða hvort við hvetjum okkur áfram. Gleymum við því ef til vill að hrósa sjálfum okkur, gefa okkur klapp á bakið og vera stolt af afrekum okkar? Rétt eins og okkur finnst sjálfsagt að hvetja æfingafélaga okkar áfram þegar á reynir ættum við líka að hvetja okkur sjálf til dáða. Ég reyni að vera minn eigin besti vinur og æfingafélagi því það er sama hvað ég geri, ég losna aldrei við sjálfa mig og hugsanir mínar. Ég sit uppi með sjálfa mig það sem eftir er og hreinlega nenni ekki að hlusta á leiðinlegar athugasemdir og neikvæðar hugsanir. Þetta hugarfar hefur reynst mér sérstaklega vel þegar ég hef verið að glíma við meiðsli. Í stað þess að hata meiðslin og aumingjaskapinn í sjálfri mér, og þannig sparka sífellt í liggjandi manneskju sem reynir að veikum mætti að standa upp, reyni ég að vera þolinmóð og hugsa jákvætt til meiðslanna. Hvort að batinn verður hraðari þori ég ekki að votta fyrir, en bataferlið verður allaveganna bærilegra. Verum okkar eigin bestu vinir og æfingafélagar, við náum ekki árangri nema í fullri samvinnu við okkur sjálf.
Íþróttir Pistillinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ Sjá meira