Segja bellibrögðum beitt í vínbúðarmáli 10. maí 2011 07:00 Fjölmargir íbúar og húseigendur í nágrenni við vínbúð ÁTVR á Hólabraut á Akureyri mótmæla harðlega fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu sem gera mun fyrirtækinu kleift að reisa viðbyggingu við húsnæði sitt. Í bréfi JP lögmanna fyrir hönd sautján húseigenda og íbúa er bent á að fyrri ákvörðun um að veita ÁTVR byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hólabraut hafi verið kærð og felld úr gildi. Nú ætli bærinn hins vegar að sameina lóðir til að gera stækkunina mögulega fyrir ÁTVR. „Með þessu er sveitarstjórn að misfara með skipulagsvald og um er að ræða „skipulagssniðgöngu“,“ er vitnað til erindis JP lögmanna í fundargerð skipulagnefndar Akureyrar. Meðal þeirra galla sem íbúarnir segja á fyrirhugaðri stækkun vínbúðarinnar er bílastæðaekla á svæðinu. Viðbyggingin muni auka umsvif ÁTVR og það leiða til meiri umferðar við verslunina. Til standi að breyta Hólabraut í botnlangagötu og það bjóði upp á endalausar umferðarstíflur. Í bréfi Brynhildar Ólafar Frímannsdóttur og Guðjóns Hreins Haukssonar er því mótmælt að ÁTVR verði áfram á Hólabraut án þess að fyrirtækið opni aðra vínbúð annars staðar á Akureyri til að minnka álagið á Hólabraut. Þórkatla Sigurbjörnsdóttir segir í bréfi til bæjarins óásættanlegt að hagsmunir ÁTVR séu teknir fram yfir hagsmuni íbúanna. „Stækkun núverandi húsnæðis að Hólabraut 16 og sameinaðar lóðir mun skerða lífsskilyrði bæði utan og innandyra í fasteign hennar og rýra verðgildi,“ segir um efni bréfs Þórkötlu í fundargerð skipulagsnefndar. JP lögmenn taka í sama streng. „Um er að ræða verulegt inngrip í réttindi íbúa sem hefur veruleg neikvæð áhrif á verðmæti fasteigna þeirra,“ segir JP. Mörg fleiri rök eru nefnd í mótmælabréfum íbúanna, meðal annars aukin hætta á eldsvoðum, takmarkaðra aðgengi neyðarbíla og hætta sem verði af blindu horni á útakstursleið. Þá bætist við þau óþægindi sem íbúarnir verði fyrir. Málinu var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar. Fulltrúi VG í nefndinni, Edward H. Huijbens, sagði í bókun að málið hefði „undið hressilega upp á sig“ og að meirihluti íbúa væri kominn með lögfræðistofu í málið. „Að mati fulltrúa VG er þessi þróun mála endurspeglun stefnuleysis skipulagsnefndar, þar sem hún reynir frekar að sigla á milli skers og báru í álitamálum á einstökum deiliskipulagsreitum í stað þess að leggja fram heildarsýn á skipulagsmál í miðbæ Akureyrar,“ bókaði Edward. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Fjölmargir íbúar og húseigendur í nágrenni við vínbúð ÁTVR á Hólabraut á Akureyri mótmæla harðlega fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu sem gera mun fyrirtækinu kleift að reisa viðbyggingu við húsnæði sitt. Í bréfi JP lögmanna fyrir hönd sautján húseigenda og íbúa er bent á að fyrri ákvörðun um að veita ÁTVR byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hólabraut hafi verið kærð og felld úr gildi. Nú ætli bærinn hins vegar að sameina lóðir til að gera stækkunina mögulega fyrir ÁTVR. „Með þessu er sveitarstjórn að misfara með skipulagsvald og um er að ræða „skipulagssniðgöngu“,“ er vitnað til erindis JP lögmanna í fundargerð skipulagnefndar Akureyrar. Meðal þeirra galla sem íbúarnir segja á fyrirhugaðri stækkun vínbúðarinnar er bílastæðaekla á svæðinu. Viðbyggingin muni auka umsvif ÁTVR og það leiða til meiri umferðar við verslunina. Til standi að breyta Hólabraut í botnlangagötu og það bjóði upp á endalausar umferðarstíflur. Í bréfi Brynhildar Ólafar Frímannsdóttur og Guðjóns Hreins Haukssonar er því mótmælt að ÁTVR verði áfram á Hólabraut án þess að fyrirtækið opni aðra vínbúð annars staðar á Akureyri til að minnka álagið á Hólabraut. Þórkatla Sigurbjörnsdóttir segir í bréfi til bæjarins óásættanlegt að hagsmunir ÁTVR séu teknir fram yfir hagsmuni íbúanna. „Stækkun núverandi húsnæðis að Hólabraut 16 og sameinaðar lóðir mun skerða lífsskilyrði bæði utan og innandyra í fasteign hennar og rýra verðgildi,“ segir um efni bréfs Þórkötlu í fundargerð skipulagsnefndar. JP lögmenn taka í sama streng. „Um er að ræða verulegt inngrip í réttindi íbúa sem hefur veruleg neikvæð áhrif á verðmæti fasteigna þeirra,“ segir JP. Mörg fleiri rök eru nefnd í mótmælabréfum íbúanna, meðal annars aukin hætta á eldsvoðum, takmarkaðra aðgengi neyðarbíla og hætta sem verði af blindu horni á útakstursleið. Þá bætist við þau óþægindi sem íbúarnir verði fyrir. Málinu var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar. Fulltrúi VG í nefndinni, Edward H. Huijbens, sagði í bókun að málið hefði „undið hressilega upp á sig“ og að meirihluti íbúa væri kominn með lögfræðistofu í málið. „Að mati fulltrúa VG er þessi þróun mála endurspeglun stefnuleysis skipulagsnefndar, þar sem hún reynir frekar að sigla á milli skers og báru í álitamálum á einstökum deiliskipulagsreitum í stað þess að leggja fram heildarsýn á skipulagsmál í miðbæ Akureyrar,“ bókaði Edward. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira