Ætlaði að slíta sambandinu 14. maí 2011 05:00 Leiddur fyrir dómara Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði manninn í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær.Fréttablaðið/valli Lögregla telur sig hafa fundið staðinn þar sem ungur maður banaði barnsmóður sinni á fimmtudag. Vettvangurinn er í Heiðmörk og var rannsakaður af lögreglu í gær. Fullnaðarniðurstaða liggur ekki fyrir úr rannsókn á banameini konunnar, sem var fædd árið 1990, en vísbendingar eru um að hún hafi verið kyrkt, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tveggja ára sonur parsins var í bílnum þegar móðurinni var banað. Eftir verknaðinn kom maðurinn líkinu fyrir í skotti bílsins og ók því næst með drenginn heim til foreldra sinna áður en hann hélt á Landspítalann í Fossvogi og vísaði starfsfólki þar á líkið. Lögregla kom umsvifalaust á spítalann, handtók manninn og færði hann til yfirheyrslu. Hann hefur játað verknaðinn. Fram kom í gær að fólkið hefði verið í sambúð en að stúlkan hefði ætlað að slíta sambandinu og flytjast út á land með son þeirra. Maðurinn hafi brugðist við með fyrrgreindum afleðingum í ökuferð þeirra í Heiðmörk. Talið er að átökin hafi byrjað inni í bílnum en færst svo út úr honum. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í gær þar sem farið var fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari féllst á kröfuna. Maðurinn mun jafnframt gangast undir geðrannsókn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á hann við geðræn vandamál að stríða og hefur verið undir læknishendi. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að vegna veikindanna er óvíst hvort maðurinn sé sakhæfur. Rannsókn lögreglu er vel á veg komin. - jss, sh Fréttir Tengdar fréttir Var með barnið í bílnum Maðurinn sem játaði í gær að hafa orðið barnsmóður sinni að bana var, eftir því sem næst verður komist, með barn þeirra í bílnum þegar hann framdi voðaverkið. Heimildir fréttastofu herma að áður en hann fór með lík konunnar á Landspítala í Fossvogi í gærkvöldi, hafi hann farið með barnið heim til foreldra sinna. 13. maí 2011 13:59 Játar að hafa banað barnsmóður sinni Ungur maður játaði fyrir lögreglu í gærkvöldi að hafa orðið barnsmóður sinni að bana. Hann hafði komið akandi að Landspítalanum í Fossvogi á áttunda tímanum með lík hennar í skotti bíls síns. 13. maí 2011 00:01 Fundu lík í farangursgeymslu bifreiðar í Fossvoginum - einn handtekinn Lík fannst í farangursgeymslu bíls við Landspítalann í Fossvogi. Maður kom akandi í bíl að spítalanum og fannst líkið í kjölfarið. 12. maí 2011 20:12 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Lögregla telur sig hafa fundið staðinn þar sem ungur maður banaði barnsmóður sinni á fimmtudag. Vettvangurinn er í Heiðmörk og var rannsakaður af lögreglu í gær. Fullnaðarniðurstaða liggur ekki fyrir úr rannsókn á banameini konunnar, sem var fædd árið 1990, en vísbendingar eru um að hún hafi verið kyrkt, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tveggja ára sonur parsins var í bílnum þegar móðurinni var banað. Eftir verknaðinn kom maðurinn líkinu fyrir í skotti bílsins og ók því næst með drenginn heim til foreldra sinna áður en hann hélt á Landspítalann í Fossvogi og vísaði starfsfólki þar á líkið. Lögregla kom umsvifalaust á spítalann, handtók manninn og færði hann til yfirheyrslu. Hann hefur játað verknaðinn. Fram kom í gær að fólkið hefði verið í sambúð en að stúlkan hefði ætlað að slíta sambandinu og flytjast út á land með son þeirra. Maðurinn hafi brugðist við með fyrrgreindum afleðingum í ökuferð þeirra í Heiðmörk. Talið er að átökin hafi byrjað inni í bílnum en færst svo út úr honum. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í gær þar sem farið var fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari féllst á kröfuna. Maðurinn mun jafnframt gangast undir geðrannsókn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á hann við geðræn vandamál að stríða og hefur verið undir læknishendi. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að vegna veikindanna er óvíst hvort maðurinn sé sakhæfur. Rannsókn lögreglu er vel á veg komin. - jss, sh
Fréttir Tengdar fréttir Var með barnið í bílnum Maðurinn sem játaði í gær að hafa orðið barnsmóður sinni að bana var, eftir því sem næst verður komist, með barn þeirra í bílnum þegar hann framdi voðaverkið. Heimildir fréttastofu herma að áður en hann fór með lík konunnar á Landspítala í Fossvogi í gærkvöldi, hafi hann farið með barnið heim til foreldra sinna. 13. maí 2011 13:59 Játar að hafa banað barnsmóður sinni Ungur maður játaði fyrir lögreglu í gærkvöldi að hafa orðið barnsmóður sinni að bana. Hann hafði komið akandi að Landspítalanum í Fossvogi á áttunda tímanum með lík hennar í skotti bíls síns. 13. maí 2011 00:01 Fundu lík í farangursgeymslu bifreiðar í Fossvoginum - einn handtekinn Lík fannst í farangursgeymslu bíls við Landspítalann í Fossvogi. Maður kom akandi í bíl að spítalanum og fannst líkið í kjölfarið. 12. maí 2011 20:12 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
Var með barnið í bílnum Maðurinn sem játaði í gær að hafa orðið barnsmóður sinni að bana var, eftir því sem næst verður komist, með barn þeirra í bílnum þegar hann framdi voðaverkið. Heimildir fréttastofu herma að áður en hann fór með lík konunnar á Landspítala í Fossvogi í gærkvöldi, hafi hann farið með barnið heim til foreldra sinna. 13. maí 2011 13:59
Játar að hafa banað barnsmóður sinni Ungur maður játaði fyrir lögreglu í gærkvöldi að hafa orðið barnsmóður sinni að bana. Hann hafði komið akandi að Landspítalanum í Fossvogi á áttunda tímanum með lík hennar í skotti bíls síns. 13. maí 2011 00:01
Fundu lík í farangursgeymslu bifreiðar í Fossvoginum - einn handtekinn Lík fannst í farangursgeymslu bíls við Landspítalann í Fossvogi. Maður kom akandi í bíl að spítalanum og fannst líkið í kjölfarið. 12. maí 2011 20:12