Leikur að Viagra Sigga Dögg skrifar 24. maí 2011 21:00 Spurning 1 Ég er með smá öfugsnúið vandamál. Ég og kærastan mín erum frekar dugleg í rúminu og prófum eitthvað nýtt reglulega. Þannig hefur það verið alveg frá því að við kynntumst og við lærum eitthvað nýtt um hvort annað reglulega. Undanfarið hefur hún samt farið fram á ýmislegt óvenjulegt og um daginn stakk hún upp á að við myndum fara í threesome. Mér fannst það frekar spennandi hugmynd og hlakkaði til að fá tvær í einu. Nema hvað! Hún vill að þriðji aðilinn sé gaur og er alveg æst í að sofa hjá tveimur í einu. Ég tek það ekki í mál og þetta er að gera sambandið okkar frekar stirt. Hvernig næ ég að sannfæra hana um að þetta sé hræðileg hugmynd?Svar: Mig langar að þú veltir fyrir þér af hverju það var mjög spennandi og „góð“ hugmynd þegar þriðji aðilinn átti að vera stelpa en „hræðileg“ þegar það átti að vera strákur? Það finnst mér vera tvískinnungur og ansi ósanngjarnt. Ég sé engan mun á hvort kynið er með því það að bjóða þriðja aðila með hefur alltaf ákveðnar afleiðingar í för með sér, óháð kyni. Ef þú hefur áhyggjur af því að stunda kynlíf með öðrum karlmanni þá gæti verið nóg fyrir þig að vera óbeinn þátttakandi og vera aðeins áhorfandi. Eða þú og kærasta þín setjið strangar reglur um hvað má og hver gerir hvað við hvern. Ef ástæðan fyrir því að þú sért mótfallinn þessu er hins vegar sú að þú óttist afbrýðisemi þá þarf að finna lausn á þessu máli svo þið getið bæði verið sátt. Hér er gott að losa um málbeinið og prufa að bæta ósýnilegum þriðja aðila í kynlífið með hlutverkaleik og þá jafnvel skapa þriðja aðila og tala um hann þegar þið stundið kynlíf. Þetta breytir því þó ekki að þú segist vera tilbúinn að leyfa stelpu en ekki strák. Mér finnst þetta vera atriði sem þið þurfið að ræða nánar um.Spurning 2 Sæl Sigga Dögg, mig langar að vita hvort það sé í lagi að strákar og ungir menn leiki sér að því að taka Viagra til að framlengja fjörið?Svar: Nú er ég ekki læknir en ég veit að Viagra er lyfseðilsskylt lyf sem verkar á æðakerfið og hefur því áhrif á líkamann á margvíslegan hátt, og getur haft samverkandi áhrif með öðrum lyfjum. Þetta er ekki blátt vítamín sem bætir, hressir og kætir heldur lyf, og því ber að meðhöndla það sem slíkt. Ein möguleg aukaverkun af Viagra er of mikil stinning í lim í of langan tíma. Ekki aðeins getur þetta verið óþægilegt heldur einnig hættulegt og það getur leitt til sköddunar í vef typpisins. Það er eðlilegt að limurinn og líkaminn þurfi að jafna sig eftir hver kynmök. Stinnur limur tryggir ekki fullnægingu og kynlíf snýst um meira en lim sem skýst inn og út. Á meðan þú ert að jafna þig og safna kröftum í meira „fjör“ gefst þér kjörið tækifæri til að dekra aðeins við kynlífsfélagann með munngælum og fingrafimi.Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun
Spurning 1 Ég er með smá öfugsnúið vandamál. Ég og kærastan mín erum frekar dugleg í rúminu og prófum eitthvað nýtt reglulega. Þannig hefur það verið alveg frá því að við kynntumst og við lærum eitthvað nýtt um hvort annað reglulega. Undanfarið hefur hún samt farið fram á ýmislegt óvenjulegt og um daginn stakk hún upp á að við myndum fara í threesome. Mér fannst það frekar spennandi hugmynd og hlakkaði til að fá tvær í einu. Nema hvað! Hún vill að þriðji aðilinn sé gaur og er alveg æst í að sofa hjá tveimur í einu. Ég tek það ekki í mál og þetta er að gera sambandið okkar frekar stirt. Hvernig næ ég að sannfæra hana um að þetta sé hræðileg hugmynd?Svar: Mig langar að þú veltir fyrir þér af hverju það var mjög spennandi og „góð“ hugmynd þegar þriðji aðilinn átti að vera stelpa en „hræðileg“ þegar það átti að vera strákur? Það finnst mér vera tvískinnungur og ansi ósanngjarnt. Ég sé engan mun á hvort kynið er með því það að bjóða þriðja aðila með hefur alltaf ákveðnar afleiðingar í för með sér, óháð kyni. Ef þú hefur áhyggjur af því að stunda kynlíf með öðrum karlmanni þá gæti verið nóg fyrir þig að vera óbeinn þátttakandi og vera aðeins áhorfandi. Eða þú og kærasta þín setjið strangar reglur um hvað má og hver gerir hvað við hvern. Ef ástæðan fyrir því að þú sért mótfallinn þessu er hins vegar sú að þú óttist afbrýðisemi þá þarf að finna lausn á þessu máli svo þið getið bæði verið sátt. Hér er gott að losa um málbeinið og prufa að bæta ósýnilegum þriðja aðila í kynlífið með hlutverkaleik og þá jafnvel skapa þriðja aðila og tala um hann þegar þið stundið kynlíf. Þetta breytir því þó ekki að þú segist vera tilbúinn að leyfa stelpu en ekki strák. Mér finnst þetta vera atriði sem þið þurfið að ræða nánar um.Spurning 2 Sæl Sigga Dögg, mig langar að vita hvort það sé í lagi að strákar og ungir menn leiki sér að því að taka Viagra til að framlengja fjörið?Svar: Nú er ég ekki læknir en ég veit að Viagra er lyfseðilsskylt lyf sem verkar á æðakerfið og hefur því áhrif á líkamann á margvíslegan hátt, og getur haft samverkandi áhrif með öðrum lyfjum. Þetta er ekki blátt vítamín sem bætir, hressir og kætir heldur lyf, og því ber að meðhöndla það sem slíkt. Ein möguleg aukaverkun af Viagra er of mikil stinning í lim í of langan tíma. Ekki aðeins getur þetta verið óþægilegt heldur einnig hættulegt og það getur leitt til sköddunar í vef typpisins. Það er eðlilegt að limurinn og líkaminn þurfi að jafna sig eftir hver kynmök. Stinnur limur tryggir ekki fullnægingu og kynlíf snýst um meira en lim sem skýst inn og út. Á meðan þú ert að jafna þig og safna kröftum í meira „fjör“ gefst þér kjörið tækifæri til að dekra aðeins við kynlífsfélagann með munngælum og fingrafimi.Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is